Jökull


Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 28

Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 28
2. mynd. Yfirborð Grímsvatna (a) fyrir og (b) eftir sigið. — The surface of the Grímsvötn (a) before and (b) after the subsidence. við fórum upp. Vorum átta og hálfan tíma á leiðinni. Gistum undir Hágöngugíg um nótt- ina. Löbbum til byggða á sunnudaginn. A mánudaginn fáum við ferð með vörubíl út að Klaustri, en þangað sótti Guðmundur Jónasson okkur. Farangurinn, sem við skildum eftir upp við jökul, sótti Guðlaugur á Blómsturvöllum nokkru síðar. III. Mjög mikið umrót hafði orðið í Grímsvötn- um, eins og sézt hafði úr ffugvélinni. Var það stórkostlegast vestanvert í kvosinni. Spilda, um tveir km frá norðri til suðurs og fjórir km frá vestri til austurs hafði sigið um 105 m að meðal- tali. Sigið mældum við með Pau hn-hæðarmæli og ætti þeirri mælingu vart að þurfa að skeika meir en um einn metra til eða frá. Vegalengdirn- ar mældum við þannig, að við stikuðum þær allir á skíðunum og tókum meðaltal af þeim mælingum okkar. Þessar mælingar á vegalengd- unum geta auðvitað ekki gert kröfu til ná- kvæmni, en þær rnunu láta nærri því rétta. Oll hin signa spilda var marflöt. Sums staðar þar, sem spiklan hafði sigið á ójöfnur eða hnjóta á dalbotninum, komu frarn hólar, er minntu á illa sprungnar vörtur. Brotsárin, sem myndazt höfðu við sigið, voru auðsæ allt í kring, en greinilegust voru þau við hamravegginn að sunnan. Skriðjökullinn, sem fellur niður í kvos- ina að vestan og norðan var allur mjög brotinn og umturnaður og jakahrönglið allt þakið lagi af svörtum sandi og smágerðum vikri. Heljar- djúpur, kringlóttur pyttur, sem líktist mjög sprengigíg, var austan til í hrönglinu við norð- vestur-kvosarvegginn. Pyttur þessi var sótsvartur að innan, og við áætluðum dýpið ámóta mikið og sigið á spildunni var eða um 100 metra. 26 Veggirnir voru lóðréttir allt í kring, og opið var þröngt miðað við dýpið. Megna fýlu af brenni- steinsvatnsefni lagði upp um jakahrönglið. A yfirborði hinnar signu spildu, sunnan og vestan til, mótaði fyrir tveimur gígmynduðum skálum, líkúm þeim sem við Ivristján O. Skagfjörð og Tryggvi Magnússon athuguðum á þessurn stað 1935 (Áskelsson, 1936 og Skagfjörð, 1936). Nú stóð kalt vatn í skálum þessum. I þetta sinn hefur ekki verið um stórgos að ræða í Grímsvötnum i líkingu við gosið 1934. En auðsætt virtist þó, að gosið hafði upp úr jökl- inum, líklegast mestmegnis gufu en einnig þeim lausu gosefnum, sem þöktu jakahrönglið í vest- anverðum Grímsvatnadal. Líklegast verður að telja að smágos þetta hafi orðið aðfaranótt mið- vikudagsins 26. september. Þá um daginn liripar vatnið úr Skeiðará, og þennan dag fljúga þeir Pálmi Hannesson og Guðmundur Kjartansson yfir Grímsvötn og sjá allt umrótið. Virtist þá líka rjúka meira en á laugardaginn næsta áður, þegar Pálmi flaug yfir Grímsvötn (Hannesson, loc cit.). Það er í samræmi við fyrri reynslu manna af Skeiðarárhlaupum, að samtímis því sem gýs upp úr jöklinum, dettur hlaupið úr ánni. Nýsnævi nokkurt hafði fallið á jökulinn fyrstu dagana í október, þegar rigningin og súldin var sem mögnuðust við jökulrönclina. Þá virðast lausu gosefnin enn liafa verið það heit, að þau hafi brætt af sér snjóinn, sem á þau féll, þótt þau væru orðin köld, þegar við athuguðum þau. Þess ber þó að geta, að ógerningur var að kom- ast um jakahrönglið víða, og getur vel verið, að hiti hafi verið þar sums staðar, þó að við yrðum hans ekki varir. Hvergi sáurn við þó rjúka. Ég hefi áður leitt að því líkur (Áskelsson,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.