Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 14
Myncl 6.
Iskambar næst-
um fremst í
Kötlujökli. —
Ice ridges near
the snout of
Kötlujökull. —
Ljósm.
J. Eythórsson
10. maí 1959.
ann úr stað að hrærast og upp að springa. En
um það bil, sem úti voru mjaltir þá tók strax
vatnsflóð að koma í þá á, sem fellur næst út
staðinn og staðarins tún“ (S.t. s. ísl. IV. bls. 202).
Hér líða nokkrar klukkustundir frá því hrær-
ingar finnast á Þykkvabæjarklaustri þar til
hlaupið nær Alftaveri og líklegt, að jarðhrær-
ingar hafi fundizt eitthvað fyrr í Vík.
Skýrsla síra Jóns Salómonssonar, skráð í Kerl-
ingardal 12. nóvember 1660, byrjar svo:
„Anno 1660, þann þriðja nóvember um kvöld-
ið móti dagsetri, sást fyrst eldsuppkoma til norð-
urs, tilsýndar frá Höfðabrekku, er sú jörð við
Mýrdal í Skaftafellssýslu, með langvaranlegum
landskjálfta hartnær sem menn meintu heila
stund þó stundum yrði nokkur kyrrð á, áður en
eldurinn uppgaus. Þar eftir um kvöldið sama
dags, þá úti var vanalegur vökutími og menn
vildu hvilast, kom fram að Höfðabrekku jökla-
gangur með ofurmáta miklum vatnsþunga“ (S.t.
s. ísl. IV, bls. 216). Hér verður vart við jarð-
skjálfta klukkustund áður en sér til elds og a.
m. k. 3 klst. áður en hlaup er kornið niður að
Höfðabrekku.
I skýrslu klausturhaldaranna Þórðar Þorleifs-
sonar og Erlendar Gunnarssonar segir urn gos-
ið 172l"m. a.: ,
„Anno 1721, þann 11. maí-mánaðar, kl. 9 f. m.,
kom svo mikill jarðskjálfti, að á sumum bæjurn
í Mýrdal voru menn ei óhræddir í húsum að
vera, við hvern jarðskjálfta einnig vart varð á
Síðu, undir Eyjafjöllum og í Fljótshlíð . . . Á
sama degi kl. 1 e. m. heyrðust miklir dynkir
með stórbrestum, hverjum að fylgdi ógnarlegur
eldgangur með rnökk og svælu . . . Kl. 2 kom
krapavatnshlaup hastarlega framrennandi með
nokkrum jökum að stærð viðlíkt smáeyjum í sæ“.
(S.t. s. ísl. IV, bls. 222). Hér líða fimm tímar frá
því sterkir jarðskjálftar byrja þar til hlaupið fer
fram urn sand.
Jón Sigurðsson, sýslumaður að Holti í Mýr-
dal, skrifar um gosið 1755:
„Anno 1755 spjó Kötlugjá í Mýrdalsjökli,
byrjuðust þau upptök föstudaginn þann 7.
októbris, lítt fyrir hádegi, með miklum jarð-
skjálftum, líkt sem húsum vaggað væri allan
þann dag út og eftir komandi nótt, svo margir
menn voguðu ei inni í húsum að vera fyrir
hræringum jarðarinnar og kvíða fyrir, að húsin
mundu detta . . .“ (S.t. s. ísl. IV, bls. 234).
Annar heimildarmaður, Jón Guðmundsson
prestur í Sólheimaþingum, segir nokkur hús
hafa laskazt, svo að þau urðu síðan lítt brúkan-
leg, en hann tekur einnig fram, að fólk sem var
á ferð úti á Mýrdalssandi hafi ekki fundið jarð-
skjálftana (S.t. s. ísl. IV, bls. 247). Ekki verður
ráðið af heimildunum, hvenær hlaupið kom
fram á sand, annað en það, að það hljóp þenna
sama dag, en til gossins sást a. m. k. jafnfljótt
og til hlaupsins og er helzt að ráða að komið
hafi verið nokkuð fram yfir hádegi þegar það
fór fram á sandinn.
Um gosið 1823, sem hófst 26. júní, skrifar
Sveinn læknir Pálsson, að litlu fyrir og um
miðaftansbil fundust í Vík og á Höfðabrekku
fyrstu jarðskjálftahræringar, stuttir kippir en
snöggir, ei harðari en svo að hrikti í húsum, og
þar á eftir hægari, en viðvarandi hræringar, sem
þó bráðum hörðnuðu, þangað til um náttmála-
leyti (S.t. s. ísl. IV, bls. 268). Jón Jónsson Aust-
12