Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 34
til lofts verið mæld nokkrum sinnum. 26. apríl
var hún 205 cm, en 7. júní 188 cm, eða lækkað
unr 17 cm á h. u. b. 40 dögum. (En varðan, sem
miðað var við, hefur eyðilagzt í sumar). Göngin
eru lægst nokkru innan við fremsta hornið og
eru nú á kafla 30—40 cm há, og sennilega lok-
ast þau innan skamms, opnist þau ekki í hinn
endann.
Hitabreytingar munu vera litlar. Þ. 18. maí
var hitinn innarlega í göngunum tæp 3°C. en
úti 11,5°C. 31. maí innarlega í göngunum 2,8°C.
en úti 5°C. Nú (25. febr. 1960) eftir undanfar-
andi frost, er gólfið svo að segja þítt í miðjum
göngunum (þegar kemur inn fyrir annað horn-
ið), aðeins vart frosts í yfirborði sands og leirs, en
ekki meira en það, að hægt er t. d. að taka
handfylli sína sem að sumri væri. Þó er frost-
snjór þar, sem vatn hefur lekið niður. Lofthiti
í göngunum 1°C. en úti, við jökulinn, -í- 0,5°C.,
heima 0°C.
Innst í göngunum er þó gólfið aftur frosið,
hvernig sem stendur á þeim mismun.
Einnig skal þess getið, að veturinn 1953—54
rann Kvíá eftir 100 m löngum göngum rétt inn-
an við jökuljaðarinn („dauður jökull“). Voru
þau víðast manngeng eða meira og nokkrir
32
metrar á vídd. Innst náði. þakið, sem var þar
flatt, niður að ánni. Möl í botni, en sums staö-
ar sást þó í jökul og mun líklega hafa verið alls
staðar undir. Göngin féllu um haustið.
Flosi Björnsson.
SUMMARY:
The author, a farmer on Kvisker, describes
englacial tunnels formed by the glacial river
Hrútá in the glacier Hrútárjökull. He first
observed such tunnels in 1953 and measured
them in April that year. During the winter
1952)53 Hrútá flowed through a 100 m long
tunnel in the „dead“ frontal area of Hrútár-
jökull. The photo shows the mouth of that tun-
nel. In 1959 new tunnels were observed and mea-
sured by the author. Their length was 251 m.
These tunfiels were formed by Hrútá 1957—
1958. The sketches show the structure of these
tunnels according to the author’s measurements.
SANDSTRÝTUR.
í síðasta hefti „Jökuls“ var smágrein eftir und-
irritaðan um sandstrýtur á jökli, og var þar
lýst algengustu gerð þeirra.
Hér skal vakin athygli á annarri gerð en lýst
var í þessari grein, þ. e. a. s. strýtu með frosn-
um sanclkjarna. Þarna hefur sandur safnazt í
strokk (holu eftir vatn) í jöklinum og myndar
nú súlu af frosnum sandi, sem vel getur náð
marga metra niður í jökulinn. Þegar svo jökul-
inn leysir í kring, stendur þessi sandsúla eftir,
en það sem af henni bráðnar hrynur niður með
hliðunum og myndar haug af sandi allt í kring
um hana.
Sigurður Björnsson.
☆
LEIÐRÉTTING.
í síðasta hefti Jökuls (1958) stendur undir
myndinni efst á 16. bls., að hún sé tekin úr
Káraskeri yfir Breiðamerkurjökul og Breiða-
merkurfjall, en myndin er tekin alllangt suður
af Káraskeri, svo að fjöllin ber öðruvísi við en
úr sjálfu Káraskeri. Er hér með vakin athygli á
þessum mistökum.