Jökull


Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 32

Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 32
,nn0J' FLOSI BJÖRNSSON: Göngin í Hrútárjökli Hér verður gerð tilraun til að lýsa göngun- um í Hrútárjökli sumarið 1959 og einnig göng- unum, sem þar komu í ljós 1953. Eg hef gert uppclrætti af þeim, en þau voru mæld með línu og kompás. Hversu nákvæmir þeir eru, skal ég ekki segja, en þeir gefa a. m. k. sæmilega hugmynd um legu ganganna. Fyrri göngin voru mæld í apríl 1953, hin í maí—júní sumarið 1959. Síðastliðin 20 ár hefur útfall Hrútár öðru hverju verið að færast austur á bóginn, þannig að hún hefur runnið nokkurn tíma, stundum nokkur ár, á sama stað og síðan horfið og sam- tímis komið fram svo að segja ætíð spölkorni austar, og munu göngin hennar verk. Þau eru í grjótjökli austan við Kvískerjamúla. (Jökull- inn hefur verið „dauður“, þar sem liin fyrri voru). Göngin voru yfirleitt nokkuð jafnvíð, hver fyrir sig, og hin stærstu þeirra regluleg, um 4—6 m víð. Skal ég þá fyrst lýsa nokkuð göng- unum frá 1953. Fremst var hellir mikill, um 80 m langur, opinn í báða enda, nokkurra mann- hæða hár. Innri endinn hefur að líkindum opn- azt 1952 eða fyrr; ytra hellismynnið hafði sczt um nokkur ár. Þak reglulega bogadregið að inn- an, möl og hnullungar í botni, jökull undir, en víða þunnur. Inn af grynnri dæld var víður hellir, en stuttur. Miðgöngin næst austan við liellinn voru um 55 m löng, botninn dýpstur eftir miðju þeirra, þak sljóbogadregið, víðast um 2 m há. I göng- unum var möl i botni og víða hnullungar, sums staðar einnig leir, en jökull alls staðar undir, einkum áberandi í innri göngunum, t. d. þeim, sem voru lengst til hægri í hreinum jökli. A stöku stað voru brattir stallar í gólfi ganganna, hér um bil linéháir. Botnhalli lítill, á að gizka 1—3 gráður, mestur í innstu göngunum. A ein- um stað opnaðist gjóta í hellinn eða endi á göngum, er hafa lokazt áður en við sáum þau, og var botn þeirra a. m. k. 4 m lægri en hellis- gólfið. Eftir verksummerkjum (grjóti) virðist vatn hafa streymt þar upp. — í því sambandi má geta þess, að 1943 rann Hrútá upp úr klettagöngum við jökuljaðarinn, en hvarf þaðan vorið eftir. Þessi göng hölluðust mikið niður á við og voru þau full af möl er neðar dró og því ekki hægt að vita, hve djúp þau voru. En niður að mölinni voru 19 m, mælt eftir halla þeirra. Hæðarmunur efra ops og nið- ur að mölinni mun varla hafa verið undir 10 m. Þak, sljóbogadregið, var í sumum göngum, einkum hinum hærri, en svo til alveg flatt og slétt í öðrum, einkum þar sem halli var minnst- ur og göngin lægri, og þá jafnframt víðust um þakið. Flötu þökin minna á lagskiptingu í jöklinum, enda sums staðar að sjá dálítill út- litsmunur á gerð jökulsins (misjafnt aurbor- inn í nokkurn veginn láréttum lögum), en sá munur virtist þó lítill og víða enginn. Um vorið hrundi rnikið af hellisþakinu og það, sem eftir var af því, um mánaðamót ág.— 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.