Jökull


Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 8

Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 8
SIGURÐUR ÞÓRARI NSSON: Um möguleika á því að segja fyrir næsta Kötlugos. Hvenær fer hún Katla af stað? Er Katla dauð úr öllum æðum? Er líklegt að Katla gjósi bráð- lega? Er ekki meiri hætta á Kötlugosi á haustin? Gerir hún nokkur boð á undan sér? Hverjum usla er Kötlugos líklegt til að valda og hvar? Þessar spurningar og aðrar svipaðar heyrast nú æ oftar með hverju árinu sem líður. Von er að spurt sé. Kötlugos og meðfylgjandi hlaup eru með stórkostlegustu náttúruhamförum, sem getur að upplifa á þessari plánetu og þau hafa oft valdið þungum búsifjum og lagt blómlegar byggðir í auðn um lengri eða skemmri tíma, jafnvel svo að þær hafa aldrei risið að nýju. Því miður er ekki hægt að svara hinum áleitnu spurningum nema að litlu leyti. En þó er ástæða til að athuga nokkuð sögu þessa ógnþrungna eldfjalls og ígrunda, hvað af þeirri sögu er hægt að læra um það, sem í vændum kann að vera. Svo er greinargóðum Mýrdælingum og Alftver- ingum fyrir að þakka, einkum nokkrum klerk- um og öðrum embættismönnum austur þar, að til eru næsta nákvæmar og mjög svo merkileg- ar lýsingar af allmörgum undangengnum Kötlu- gosum og hlaupum. Reynzlan er ólýgnust um Kötlu sem margt annað. Það er svo um eldfjöll, að þó þau séu duttlungafull, má af sögu þeirra ráða nokkuð af líkum um það, hvernig þau muni haga sér eftirleiðis. Sum eldfjöll fæðast til að deyja, gjósa aðeins einu sinni. Þannig er um rnargar íslenzkar eldstöðvar, ég nefni sem dæmi Hverfjall og Iverið í Grímsnesi. Algengara er þó, að eldfjöll séu virk um langan tíma, aldir og áraþúsundir, jafnvel hundruð þtisunda ára og eru þá hlé milli gosa, mislöng. T. d. gýs Etna nú að jafnaði um það bil 6. hvert ár, en áratugir líða nti milli gosa í Vesúvíusi, og Strombólí er stöðugt að. En stundum taka virk eldfjöll sér aldahvíldir og safna þá orku til mik- illa átaka. Þannig var með Monte Somma á sín- um tíma, áður en það fjall sprakk í loft upp 79 e. Kr. og færði Pompeii í kaf. Þannig hafa og Hekla og Oræfajökull hagað sér. Hvað er þá um Kötlu að segja? Eg gat þess áður, að ýmsar skráðar frásagnir hefðu varðveitzt um Kötlugos. En víkjum fyrst örfáum orðum að forsögulegum heimildum, öskulögum, en þau fræða okkur um sögu eld- fjallsins frá því er jarðvegsmyndun hefst í nær- sveitum þess eftir ísöld, eða fyrir a. m. k. 12 000 árum. Þessar rannsóknir eru skammt á veg komn- ar, en þó má þegar nokkuð af þeim ráða. I Skaptártungunni syðst hefi ég mælt jarðvegs- REFEREN CES. Ahlmann, H. W. 1953: „Glacier Variations & Climatic Fluctuations“. Bowman Memorial Lecture 3. Am. Geogr. Soc. New York 43 pp. Ahlmann, H. W. & Tliorarinsson, S. 1937, 1940, 1943: „Vatnajökull“. Sci. Results of the Swedish-Icelandic Investigations 1936-37-38 Geogr. Ann„ Stockholm. Brunt, D. 1939: „Physical & Dynamical Meteoro- logy“ 2nd ed. Cambridge Un. Press, London 428 pp. Lister, H. 1953: „Report on Glaciology at Breithamerkurjökull“ — ’Jökull' Vol. III pp. 23-31. Lister, H. Sc Taylor, P. F. 1960: „Heat Balance 6 & Ablation on an Arctic Glacier“ M. o. G. V. 158 N. 7 (in press). Pasquill, F. 1949: „Some Estimates of the Am- ount & Diurnal variation of Evaporation from a Clayland Pasture in Fair Spring Weather.“ Q. J. Royal Met. Soc. Vol. 75 pp. 249-256. Rider N. E. & Robinson, G. D. 1951: „A Study of the Transfer of Heat & Water Vapour above a surface of short grass“ Q. J. Royal Met. Soc. Vol. LXXVII No. 333 pp. 375- 401. Sheppard, P. A. 1947: „The Aerodynamic Drag of the Earth’s Surface & the Value of von Karman’s Constant“. Proc. Royal Soc. A Vol. 188 pp. 208-222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.