Jökull


Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 27

Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 27
1. mynd. Grímsvatnadalur. Sigið við suðurbarminn. — The subsided surface of the Grimsvötn area. — l’hoto J. Áskelsson. svo Iljótlegt var að ná honum. Var í honum ýmis konar dósamatur. Sumar dósirnar höfðu sprungið við fallið, en nokkrar voru heilar. Auk matarins var í bögglinum Morgunblaðið frá því um morguninn og brúnn pappírspoki, sem á var skrifað: „Hlaupinu lauk á miðvikudag í fyrri viku. Botn Grímsvatna rnikið siginn. Beztu kveðjur. Pálmi — Steinþór — Einar B. Pálsson — Frans Pálsson — Árni Stefánsson — Þorsteinn Jósefsson — Orn Johnson.“ Við vorum mjög ánægðir yfir þessu skeyti, og geymi ég bæði blaðið og pokann sem malið gull. Aðeins sem snöggvast skaut þeirri hugsun þó upp iijá mér, hvort þetta stritferðalag okkar hefði lengur nokkurn tilgang, höfðu ekki flugfararnir tekið af okkur ómakið? Höfðu þeir ekki, svo að segja á svipstundu, leyst þau viðfangsefni, sem okkur var ætlað að glíma við? Þessi hugdetta bjó þó ekki lengi um sig. Margs konar nauðsynlegar athuganir var aðeins hægt að framkvæma niðri a jöklinum, og sjálfsagt var að halda förinni áfram. En þarna varð mér vel ljóst, að útbún- aður og háttur allur á rannsóknarleiðangrum um Vatnajökul mundi breytazt. Frá því við Guðmundur frá Miðdal fórum í apríl 1934, mér vitanlega fyrstir íslendinga, inn að Grímsvötn- um, höfðu ýmsir leiðangrar, innlendir og er- lendir, farið um Vatnajökul og allir verið búnir a svipaðan hátt, farangurinn dreginn á skíða- sleðum, oftast af mönnum og einu sinni af hundum. Ég hafði farið langar leiðir um Vatnajökul í gaddfæri, sem haldið hefði jepp- um. Ef heppni væri með, mætti efalaust aka um jökulinn í slíkum farartækjum. Þetta voru hug- renningar mínar fyrst eftir að flugvélin livarf okkur. Seint um kvöldið tjölduðum við norðan í Háubungu, veður var þá heiðskírt með nokkru frosti. Allir í bezta skapi. Föstudaginn 5. október. Leggjum af stað klukkan átta. Veður var þá albjart. En skönnnu eftir að af stað var farið, skall yfir niðdimm þoka, svo við greindum vart skíðabeygjurnar. Við vorum nú öruggir með stefnuna, svo við héldum hiklaust áfram og nemum ekki fyrr staðar en við ætlum, að skammt væri til Gríms- vatna. Þarna reistum við tjaldið og biðum litla stund. Fórum þó smáferðir um nágrenni tjalds- ins. Laust fyrir hádegið brýzt sólin í gegnum þokuna og sviptir henni burt. Við erum svo að segja á barmi Grímsvatnadalsins að sunnan og vestan. Við flytjum okkur í snatri alla leið á barminn, og eftir skamma viðdvöl þar höldum við hiklaust niður í kvosina til þess að athuga verksummerki þar. Veðrið hélzt ágætt allan daginn. Komum síðla kvölds í tjaldstað. Laugardaginn 6. október. Sama veðurblíða og í gær. IClukkan hálf-sex fiirum við að tygja okkur til heimferðar. Brátt gerði stinningsgölu á norðaustan, svo að við getum siglt góðan spöl. Síðan lægir, og við röltum í einum áfanga niður af jöklinum, næstum því sömu leiðina og 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.