Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 11
það yfir 2 cm á þykkt, t. d. hér og þar við Elliða-
vatn. Mun þetta langmesta öskulagið, sem lagzt
hefur yfir Reykjavikursvæðið síðan súlur Ingólfs
rak þar að landi, enda hafa ýmsir viljað fá
vitneskju um það, hvaðan það væri komið. Sum-
arið 1957 tók ég mig til og rakti nokkuð út-
breiðslu þessa öskulags. Eg rakti hana austur
fyrir Skíðaskála og þykir mér líklegast, að ösku-
lagið sé það sama og áðurnefnda svarta lag,
sem ég rakti um suðurhluta Suðurlandsundir-
lendisins, frá Eyrarbakka austur undir Eyja-
fjöll. Hugsanlegt er þó, að þetta síðarnefnda
öskulag sé sama lag og það svarta lag á Hellis-
heiði og kringum Reykjavík, sem er næst fyrir
neðan áðurnefnda þykka lag, og Þorleifur Ein-
arsson kallar B í ritgerð sinni um Hellisheiði.
En um það öskulag, sem ég rakti austur eftir
Suðurlandsundirlendinu er það að segja, að það
er án vafa frá Ivötlu komið. Hefur þetta gos
verið eitt af mestu öskugosum Kötlu, síðan sög-
ur hófust, og askan einkum borizt til vesturs.
Hafi það fallið að sumarlagi, hlýtur það að hafa
valdið stórtjóni. Um aldur Jiessa öskulags er það
að segja, að þar sem það er að finna í sömu jarð-
vegssniðum og Hekluvikurinn frá 1510 er það
alls staðar rétt fyrir neðan hann, svo að víða er
aðeins um 1/z cm moldarlag á milli. Ég áætla,
að þessi Kötluaska hafi fallið um 1490 og mun
vart skakka meira en 10 árum til eða frá því ár-
tali. Þar með eru Ivötlugosin orðin tvö á 15.
öld eins og á flestum öldum síðar. Vafalaust
hefur hlaup orðið samfara Jaessu mikla ösku-
gosi, þótt hvergi sé þess getið. Ég hef áður leitt
að því rök, að annað stórgos — þó ekki úr
Kötlu — hafi hellt ösku yfir Austurland á 15.
öld, þótt þess sé heldur ekki getið. Sýnir þetta
hvað með öðru, liversu ábótavant er skráðum
heimildum frá 15. öld.
Því hefur eðlilega fyrir löngu verið veitt eft-
irtekt, að síðustu aldirnar hefur Ivatla gosið
Mynd 3. Séð úr flugvél yfir efri hluta Kötlujökuls til Eystri-Kötlukolls og Barða. - Aerial view of the
upper part of Kötlujökull. In the background Eyslri-Kötlukollur ancl the black rockwall. of Bardi.
Ljósm. Royal Air Force 1941.
9