Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 13
að þeirra verður lítt sem ekkert vart án tækja.
Svo sem kunnugt er hafa verið settir niður
jarðskjálftamælar í Vík og á Kirkjubæjarklaustri.
Síðan mælirinn að Klaustri, sem er miklu ná-
kvæmari, var settur upp sumarið 1958, hefur
hann skráð mikið af hræringum á Kötlusvæð-
inu og er það raunar, ásamt lilaupinu frá þessu
svæði í júní 1955, vitnisburður þess, að eitthvað
er á seyði undir Kötlugjá, og eykur óneitanlega
á líkur fyrir því, að Kötlugos sé að 'nálgast. En
því miður vitum við ekki hversu jarðhræring-
um, sem ekki finnast án tækja, hefur áður verið
háttað á undan Ivötlugosum, hvort þær hafa
byrjað mánuðum eða mörgum árum fyrir gos.
Er því ekki að svo komnu hægt að spá neinu
um gos út frá þessum athugunum, en fróðlegt er
að fylgjast með því hverju fram vindur urn
þessar hræringar, hvort þær færast í aukana eð-
ur ei. Ekki er heldur hægt að nota þennan
jarðskjálftamæli til að vara við gosi með mjög
stuttum fyrirvara, samdægurs eða svo, því hann
skráir hræringarnar á filmur, sem endast í 2
daga og eru sendar til Reykjavíkur til fram-
köllunar. Hinsvegar munu jarðskjálftamælarnir
í Reykjavík fljótt segja til um meiriháttar
aukningu jarðhræringa á Kötlusvæðinu. En ör-
uggasta viðvörunin um Kötlugos með stuttum
fyrirvara hygg ég þó að verði jarðhræringar þær,
sem finnast muni af fólki í Vík og annars staðar
í Mýrdal. Látum reynzluna tala og athugum að-
draganda þeirra Kötlugosa, sem sæmilegar heim-
ildir eru um, gosin frá og með 1625.
Þorsteinn Magnússon, sýslumaður skrifar:
„Anno 1625 þann annan dag septembrismán-
aðar um morguninn snemma um fyrstu birting,
þá fundust hér í Veri nokkrir jarðskjálftar smá-
ir en ekki stórir, þar skamt eftir heyrðust dunur
og gnýr svo mikill og þungur að jörðin öll rig-
aði sér undir mönnum, því jökullinn ásamt
eldi og vatni gjörði þá hið fyrsta eftir skjálft-
Mynd 5. Séð úr flugvél til suðurs yfir sporð Kötlujökuís og yfir farveg hlaupsins, sem fór niður
farveg Sandvatns og Múlakvislar 25. júní 1955. — Aerial vieiu towards S over Kötlujökull and
the bed of the glacier burst of June 25th 1955. — Ljósm. S. Snorrason 26. júní 1955.
11