Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 41
Eins og fyrr getur, var þessi ferð farin ein-
göngu sem skemmtiferð, en ekki i rannsóknar-
skyni. En hún veitti nytsaman fróðleik um
Vatnajökul sem vettvang ferðamanna á sumri.
Hún sýndi það m. a. svart á hvítu — eða öllu
heldur hvítt á hvítu, að hvenær á ári sem er,
geta skollið á slík aftakaveður á Vatnajökli, að
ekki er kleift áfram að komast með neinu því
farartæki, sem við höfum yfir að ráða, og ekki
hægt annað að gera en halda kyrru fyrir, þar til
slíku veðri slotar. Ekki er farandi með ferða-
mannahóp á Vatnajökul, þó um hásumar sé,
nema í förinni séu nokkrir reyndir jöklamenn,
og ekki er ráðlegt að fara með mikið yfir 20
manns í einum hópi um jökulinn að óbreyttum
aðstæðum. En ekki tel ég ástæðu til að ætla, að
skollið geti á öllu verri vor- eða sumarveður en
við hrepptum að þessu sinni á Vatnajökli, og
slíkt veður þarf enginn ferðamannahópur að
óttast, ef útbúnaður er í lagi og ferðazt er með
forsjá. Og þótt fátt geti guðdómlegra en góð-
viðrisdag á Vatnajökli, eykur það óneitanlega
nokkuð á ánægjuna af Vatnajökulsferð að fá
þar einnig að upplifa ærlegan islenzkan blind-
öskubyl.
Að öllu samanlögðu var þetta ein hin ánægju-
legasta ferð, sem ég hef farið á Vatnajökul, og
er þá allmikið sagt. Þá ánægju þakka ég fyrst
og fremst mínu ágæta samferðafólki.
Sigurður Þórarinsson.
3. EIÓPFERÐ Á VATNAJÖKUL 1959
Fararstjóri: Jón Eyþórsson.
Lagt var upp frá Þverholti 15 laugard. 14. júní
kl. 08.30 á R-376, er Heiðar Steingrímsson ók.
Komum við á Selfossi. Þar slógust þeir S. Rist
og Eberg í förina. Nöfn ferðamanna:
Jón Eyþórsson
Haraldur Matthíasson
Kristín Ólafsdóttir
Auður Jónsdóttir
Unnur Jónsdóttir
Auður Ólafsdóttir
Sigríður Ólafsdóttir
Ruth Kristjánsdóttir (dönsk)
Ólöf Björnsdóttir
Hulda Kristjánsdóttir
Ómar Hafliðason
Carl J. Eiríksson
Einar Ásgeirsson
Óskar Sigvaldason
Guðmundur Jónasson bílstjóri á Gusa
Gunnar Guðmundsson — - Kraka
Hörður Hafliðason — - Gosa
Til Jökulheima fylgdu okkur Stefán Bjarnason
og Ólöf Jónsdóttir (Lóa), en sneru heimleiðis
með R-376 og 2. ferðahóp.
Tungná var tafalaus, vatnshæð 100 cm. Kom-
um í Jökulheima kl. 17.30. Rigning allan dag-
inn. Fréttum, að 2. hópur hefði legið veður-
tepptur norðaustur af Grímsfjalli og öxull væri
bilaður í Gusa. Voru gerðar ráðstafanir til að fá
varaöxul sendan næsta dag. Höfðurn gott tal-
samband við Guðm. Jónasson og S. Þórarinsson.
Veður batnandi, en rnjög blindað.
Sd. 15. júní. Gott veður, sólskin. Gengum flest
í hóp upp fyrir Fóstrufell. Steinbogi Guðm.
Ivjartanssonar þar skammt fyrir ofan, norðan
undir Jökulgrindum. Aðeins helmingur árinnar
rann undir bogann. Gengum á Bláfjöll og ofan
af þeim nokkru austar. Komum þá að efri enda
Tungnárgl júfurs, en þar fellur áin í stríðum og
stöllóttUm streng með fossaföllum 15—20 m nið-
ur. Skírðum við fossinn H r y m .
Gunnar og Heiðar fóru ofan að Tungná og
sóttu varahluti. Ivomu til baka um kl. 23, og
sást þá til ferða Gusa og Kraka ofan jökul. Fór-
um við Heiðar og Gunnar fyrstir til móts við
þá, og lét hópurinn hið bezta af ferðinni, þótt
margt væri mótdrægt með köflum.
Var nú hafður hraði á. Við fórum á R-376 of-
an í Jökulheima og drifum fólk okkar af stað
með allan farangur. Gekk þetta svo fljótt, að
2. hópur komst af stað frá jökli kl. 01.30 aðfara-
nótt þ. 16. Við bárum dót okkar fulla 200 m
upp á jökul að sleðunum.
Mdnud. 16. júni. Auðséð var á bílum og sleð-
um, að þeir höfðu mætt harðviðri. Þurfti margt
smálegt að laga. Komumst af stað kl. 05.30, og
hafði veður verið ágætt alla nóttina. Sóttist
ferðin vel og tafalaust upp jökul, Jaótt færi væri
fremur þungt.
I ca. 1200 m hæð lentum við í þoku og síðar í
snjómuggu. Var erfitt að lialda slóð síðustu 7
km, á Grímsfjalli, en þangað komum við um há-
degi. Var þá kominn renningsbylur og skyggni
sáralítið.
39