Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 10
Mynd 2. Flugmynd af efri
hfuta Kötlujökuls. Til
vinstri á myndinni teygir
norðurbrun Huldufjalla
skuggafingur frarn á jökui-
inn. Greina má á mynd-
inni falijökulinn efst í
ICötlujökli en skammt þar
upp af er Katla. Til hægri
við falljökulinn eru Kötlu-
kollar og Barði, niður af
Eystri-Kötlukolli. Kötlu-
stígur lengst til hægri. —
Aerial photo of the u'pper part of Kötlujökull. Katla is situated short behind the ice fall.
Ljósm. T. Einarsson Febr. 22., 1948.
dalsjökul. Víst er, að laust fyrir 1179 hefur
lilaup farið frarn Mýrdalssand, og tekið af bæi,
sem sé hlaup það í Höfðá, sem um getur í Þor-
lákssögu yngri og deilur risu af milli Þorláks
biskups og Jóns Loftssonar, en það hlaup hafði
tekið af marga bæi og tvo þá er kirkjur voru á.
Eg hallast að þeirri skoðun, er prófessor Einar
Olafur Sveinsson setur fram í sinni gagnmerku
ritgerð, Byggð á Mýrdalssandi, að vart hafi þetta
verið fyrsta Kötluhlaupið á sandinum eftir að
land byggðist. Munu það sannmæli er Jón Sig-
urðsson sýslumaður í Holti ritar 1756: „Hvað
oft jökulhlaup hafi komið yfir Mýrdalssand
finnst ekki í rit sett“.
Af hlaupinu 1311, Sturluhlaupi, hafa gengið
margar sagnir. Fullvíst er þó ekki, að Katla hafi
gosið þetta ár, en líklegt má það telja. Urn næsta
hlaup, er Þorvaldur nefnir, 1416, er ekki að efa.
Ekki er heldur hægt að draga í efa nein af þeim
hlaupum sem Þorvaldur telur síðar, og meira að
segja hægt að fullyrða að þau hafi verið fleiri
en hann telur. Þorvaldur hefur það eftir Birni
á Skarðsá og Espólín, að Eyjafjallajökull liafi
gosið 1612 og hlaupið í sjó fram. En stundum
dottar Hómer, og Þorvaldur gleymir því, sem
hann hefur sjálfur látið prenta í Safni til sögu
Islands, eftir Þorsteini Magnússyni sýslumanni
á Þykkvabæ í Veri, en þar segir berum orðum,
að hlaupið hafi farið niður í Alftaver, en vera
má, að einnig hafi gosið i Eyjafjallajökli. Frá-
sögn af þessum atburðum er að finna í pólsku
riti, er út kom 1638, en höfundur þess, Daniel
Streyc, á að hafa ferðazt um Islancl skömniu
eftir gosið (þótt suniir dragi það í efa).
Lengsta goshlé Kötlu frá því um 1180, ef trúa
má Thoroddsen, er frá 1416 til 1580 eða 164
ár. Það hefur að vonum þótt grunsamlega langt.
I áðurnefndri ritgerð skrifar prófessor Einar
Ólafur: „Nýi annáll þrýtur 1430. Eftir það
mætti hafa orðið - stórgos, án þess nokkur vitn-
eskja væri um það“. En það, að gos gæti hafa
orðið á þessu tímabili, sakir þess hve fátt er um
heimildir yfirleitt frá 15. öld, sannar vitanlega
ekki, að gos hafi orðið. En nú er raunverulega
fengin sönnun fyrir því, að stórgos hafi orðið í
Kötlu á þessu tímabili. Mun ég nú víkja stutt-
lega að þessu.
Um sunnanverð Holt og Rangárvelli, svo og
um gjörvallar Landeyjar gefur að líta ofarlega í
jarðvegi grásvart vikurlag, sem örugglega hefur
fallið síðan land byggðist og er eina þykka og
grófa lagið, sem fallið hefur yfir Hvolhrepp og
sunnanverða Rangárvelli síðan sögur hófust. I
húsgrunnum á Hvolsvelli er þetta lag á um 15
cm dýpi og um 4—5 cm þykkt. Þetta lag má rekja
til Heklu og af samanburði á útbreiðslu þess
og lýsingum á Heklugosum er hægt að álykta
með nokkurn veginn fullri vissu að það sé frá
Heklugosinu 1510, því sem Jón Egilsson lýsir í
Biskupaannálum eftir frásögn Einars afa sins,
er var sjónarvottur að því. Það sama gos drap
fylgdarmann Eysteins bónda í Mörk, sem kunn-
ur er af leikritinu Lénharður fógeti, en Eysteinn
og kona hans sluppu nauðuglega undan.
Hér í Reykjavík og nágrenni getur víða að
líta svart öskulag, að grófleika sem fínn sandur,
mjög ofarlega í jarðvegi. Það er misþykkt. Sums
staðar sér þess engin merki, en sums staðar er
8