Jökull


Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 44

Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 44
Gígskálin við Kverkfjöll. The new Crater near Kverkfjöll. Ljósm. M. Jóhannsson. einum stað fundum við færa leið, en engan veginn greiðfæra. Niðri var hrikalegt umhorfs: Gnæfandi ishamrar, þar sem gufustrókar þeytt- ust út um sprungur og glufu. Blágrænt lón var undir íshömrunum, og virtist sem þar hefði orð- ið sprengigos í lok umbrotanna, því að gíg- botninn var þakinn fíngerðum sandi, sem glitr- aði og tindraði og sýndist gulli blandinn, en vitanlega var það brennisteinn. Gígbotninn var 150—200 m í þvermál og nokkuð aflangur. Is var í botni, og sá í toppa á stórum ísbáknum. Snjólag síðasta vetrar kom hreint og greinilega fram efst í gígbörmunum, og sýnir það, að um- brotin hafa orðið síðari hluta vetrar eða snemma sumars. Gigskálinn var 90—100 m djúp að aust- an og vestan. Er við höfðum skoðað gíginn, gengum við norður á jökulhálsinn vestan Ivverkarinnar. Sást þá, að austan við gígskálina er ávalur háls yfir að Kverkinni, og hafði vatn úr gígnum ber- sýnilega hlaupið eða náð útrás undir hálsinn og fram í Kverkina, því að jökullinn hafði þver- sprungið og sigið niður í vatnsrásina. Eftir hádegi var gengið vestur í Hveradal. Veður var ljómandi og litadýrð mikil í dalnum. — Kl. 18.45 var haldið til baka og ekið greitt. Vorum komin heim i skála á Grímsfjalli kl. 21.30. Fimmtud. 17. sept. Gott veður og bjart.. Eft- ir hádegi var farið niður í Grímsvötn til mæl- inga. Frá þrífæti var ekið beina stefnu á Depil og lesinn hæðarmælir á 800 m bili. Á Stóra- Mósa var mæld hæð frá undirstöðu vörðu að yfirborði á Grímsvatnasléttu. I vor mældist sá hæðarmunur 14 m, nú 7.45 m. Yfirborðið hafði hækkað um 6.55 m síðan í júníbyrjun. Loks var ekið í stefnu á Gríðarhorn og mæld hæð með 800 m millibilum. Föstud. 18. sept. Haldið heimleiðis kl. 14. í morgun var þokusúld, en breyttist í muggu og hríðarveður með 2—3 st. frosti á Háubungu. Þegar vestar og neðar kom á jökulinn, hlýnaði og gerði svartaþoku. Kl. 18 stönzuðum við og töldum okkur vera á móts við Pálsfjall. Enginn leið var að halda niður jökul, svo að við slóum tjöldum. Með nóttinni gerði versta veður. SA- stormur og úrhellisrigning. Allt á floti um morguninn. Laugard. 19. sept. Tókum okkur upp í snatri um 7-leytið, fundum slóðina og gekk greiðlega niður að hjarnmörkum, en síðan varð óhægara, því að veður var fúlt og hvasst og skyggni að- eins 50—100 m. Um hádegi tók að létta, og komum við niður á jökulsporð kl. 15.45. Var okkur þar vel fagnað af vinum, sem höfðu beðið okkar 1 Jökulheimum. Um kvöldið var þar glatt á hjalla. Sunnud. 20. sept. var gengið frá skálanum og áhöldum fyrir veturinn og því næst haldið til Reykjavíkur. M. Jóhannsson. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.