Jökull


Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 18

Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 18
í sambandi við grein þá um Kötlugos, sem hér fer á undan, eru hér birtar til fróðleiks nokkrar myndir frá Kötlugosinu 1918 og um- brotunum í Kötlujökli í sambandi við það gos. Myndirnar frá 1918 og 1919 eru allar teknar af Kjartani Guðmundssyni ljósmyndara, sem þá átti heima í Vík. Tók Kjartan margar myndir af gosmekkinum meðan á Kötlugosinu stóð, og eru sumar þeirra svo alkunnar, að ekki er ástæða til að birta þær hér. En Kjartan fór einnig tvær ferðir upp á Ivötlusvæðið til að kanna vegsummerki eftir gosið, þá fyrri 23. júní 1919, þá síðari 12. september sania ár. Skömmu fyrir dauða sinn gaf Kjartan Jarðfræði- og land- fræðideild Náttúrugripasafnsins myndir sínar frá Kötlugosinu. Þótt sumar myndirnar séu ærið gallaðar tæknilega, veita þær þó mikilsverðar upplýsingar um gosið 1918 og jökulhlaupið, sem því var samfara, og því tel ég ástæðu til að birta þær hér. ____________________________________ ____________ Mynd 8. Séð norður yfir hjarnsvæði Kötlujökuls (Kötíusvæðið) til Kötlukolls eystri. Falljökullinn efst í Kötlujökli er miðsvæðis á myndinni. Á Kötlusvæðinu er jökullinn umrótaður alveg norður undir Kötlukoll vestri, en aðalhlaupið hefur farið niður með suðurjaðri Kötlujökuls, meðfram Huldufjöllum. Mennirnir á myndinni eru Jón Ólafsson, kennari, Vík; Haraldur Einarsson, Kerl- ingardal og Magnús Jónssón, verzlunarmaður í Vík, en þessir þrír gengu með Kjartani ljósmynd- ara á jökulinn. — View towards N' over the accumulation area of Kötlujökull (The Katla Area) ivliich was broken up by the eruption and jökulhlaup in Oct. 1918. The main flood forced its way down along the north side of Huldufjöll. — Ljósm. K. Guðmundsson 23. júní 1919. Mynd 9. Mynd tekin á svipuðum stað og 8. rnynd, en sýnir glöggar hvar hlaupið hefur farið niður syðst í falljöklinum, svo og að umrót hefur orðið rétt suðvestur af Vestri- Kötlukolli, á svipuðum stað og 25. júní 1955. — View of the same area as on Fig. 8, showing more clearly the tracks of the jökulhlaup. — Ljósm. K. Guðmundsson 23. júní 1919. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.