Jökull


Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 39

Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 39
til hádegis. Frost var þá 4 stig. K1 13 fórum við 13 saman að kanna íshellana norðvestan í hnjúknum. 1 undangengnum illviðrum hafði skeflt að mestu fyrir opin á stærsta hellinum, en þó tókst að vikka eitt þeirra og skríða niður. Þeg- ar komið var niður í miðjan helli, varð þess vart, að illa logaði á kertum og þeirri einu lukt, sem við höfðum meðferðis, og mönnum fór að verða óhægt um andardrátt, en áfram var þó haldið inn í hellisbotn, og þá fyrst var sem allir áttuðu sig skyndilega á því, að ekki var allt með felldu. Greip felmtran mannskapinn, og vildu allir komast út sem fyrst. Luktarberinn geystist fyrstur fram og varð ekki stöðvaður, þótt reynt væri. Gerðist nú aldimmt í hellinum inn- an til, en ærið bratt er upp að ganga. Satt að segja liefði þetta allt getað endað með skelfingu, þvi að koltvíildi hafði safnazt á hellisbotninn. En sagt er, að Drottinn verndi dárana, og það gerði hann að minnsta kosti í þetta skipti, því að engum varð meint af þessu ævintýri. Kl. 18.30 kom Guðmundur neðan úr Jökul- heimum með þá, er þar höfðu orðið eftir, og urðu fagnaðarfundir. Um kvöldið sátu sextán í Gnsa og sungu í einar þrjár klukkustundir án þess að mínútu hlé yrði nokkurn tíma á. Ég hef aldrei kynnzt öðru eins þolsöngsfólki og í þess- ari ferð. Þriðjudagur 9. júní rann upp bjartari þeim dögum, er við höfðum hingað til upplifað á jöklinum. Frost var 7 stig um hádegið, og norð- anáttina liafði lægt nokkuð, þó að enn væri skafrenningur. Kl. 13.30 var haldið niður í Grimsvötn með allan hópinn nema Grím, svo og bílana Gosa og Kraka. Flestir renndu sér á skíðum niður Svíahnúksbrekkurnar, og varð mannfall mikið. Veðurblíða var niðri á slétt- unni, er kom vestur fyrir Stórkonuþil, og hengu flestir aftan í sleðunum vestur að Depli. Hæðar- munur Depils og vatnsins við rætur hans mæld- ist mér vera 46 m, en mesti hæðarmunur þessa vatnsborðs og bungunnar miðsvæðis í vötnun- um mældist mér 21 til 22 m. Meðan dundað var við Depil, fór Valdimar Ornólfsson fjórar rennur upp á hjarnbrúnirnar norðan Vatnshamars og brunaði þaðan á skíð- um niður á sléttuna, en kvinnur gláptu á þetta í forundran og aðdáun. Rétt norðan við Depil virtist vera jarðhiti. „Öll eru Grímsvötn nú svipuð því er var, er við kornum þangað 1953, og má búast við hlaupi í sumar eða að sumri.“ (Orðrétt úr dagbók). Á leiðinni til baka upp Svíahnúk gerði skaf- renning svo mikinn, að flestir flýðu inn í bíla, en heim var komið klukkan 20, og sat Grímur þá sveittur við póststimplun, en við höfðum haft um 4000 bréf meðferðis. Kl. 21 var frostið kom- ið niður í 9 stig og fór niður í 15 stig um nóttina. Gísli, Guðmundur, Dóri og Magnús Karlsson unnu langt fram eftir nóttu við að strekkja belti á Gnsa. Lengi kvölds heyrðist aríu- söngur á ítölsku úr tjaldi Valdimars. Fagurt var veðrið miðvikudagsmorgunn 10. júní, næstum logn og albjart yfir öllum jöklin- um. Kverkfjöll sáum við nú í fyrsta skiptið, en þangað var ferðinni heitið. Frost var 5 stig á hádegi. Skíðakúnstir voru æfðar þennan morg- un undir handleiðslu Valdimars og Gríms, og var svo heitt í brekkunni sunnan skálans, að dömurnar brunuðu niður brekkurnar á brjósta- höldurum einum klæða ofan mittis. Seint gekk að koma beltinu á Gosa og kom- umst við ekki af stað í Kverkfjallaferð fyrr en 17.30. Við komum við hjá þrífætinum norðaust- ur af Svíahnúk. Þar reyndist nýja snjólagið, sem hlaðið hafði niður í undangengnu óveðri, 60 cm. Þykkt þess sunnan í Háubungu var 90 cm, í skarðinu suðvestur af Svíahnúk vestri 60 cm, og 15 km norðaustur af þrífætinum var það 30 cm. þykkt. Haldið var frá þrífætinum i blíð- skaparveðri, en brátt tók klósiga að draga upp á vesturloftið og hækkuðu þeir ótrúlega ört. Kom þetta nokkuð á óvart, því að léttviðri hafði verið spáð. Innan stundar lagðist þoka yfir og byrgði alla útsýn, svo tók að hvessa, síðan að skafa. Kl. 4 um nóttina vorum við komin á há-Kverkfjallahrygg, að við töldum, — sem og síðar reyndist rétt vera, á beinni línu milli Ivverkfjalla og Svíahnúks eystri. Var veður þá orðið ófært að kalla, og biðum við átekta eina klukkustund, en slógum síðan fjórum tjöldum og bjuggu sumir um sig í þeim, en aðrir í bíl- unum. Að morgni þess 11. var blindöskubylur og veð- urhæðin orðin svo mikil, að varla var stætt úti. Jöklafélagstjöldunum þremur hafði verið tjald- að hvoru við endann á öðru og samgangur milli þeirra gegnum strútana á göflunum. Þau hafði nú kaffennt og voru nær sliguð, og var orðið þröngt um þá 14, er þar hírðust. í tjaldinu, sem stóð eitt sér, en tengt við Gusa, sváfu tvenn hjón og létu vel af sinni líðan. Gísli og Guð- mundur sváfu í Kraka, en átta höfðu látið fyrir- berast í Gusa. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.