Jökull


Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 40

Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 40
Fyrsta verk um morguninn var að flytja fjóra úr fremsta þrítjaldinu, sem var sligað, yfir í Gosa. Kokksi fór að reyna að sjóða súpu við erfiðar aðstæður, því að eklhúsið var fullt af snjó. Undirritaður reyndi að koma upp „Vati- kan“-nefnu, og kom að litlum notum, því að fáir treystust Jrangað að ganga. Laust fyrir há- degi kom kokksi inn í Gusr, blautur mjög, og hafði þá hitað súpu, sem . <ð Magnús Karlsson bárum milli manna. F,kki þótti ráð að halda áfram eldamennsku í eldhúsinu, og var henni haldið áfram í Gusa, en þar var vistlegast þenn- an óveðursdag. Þar sat Pétur á stokki og las upp- hátt lengi dags enskan reyfara um ástir er virt- ust algjörlega platónskar, og hlustuðu fáir nema kokksi, sem kommenteraði reyfarann þegar líf fór að færast í hann (þ. e. kokkinn). „Ætlar þetta aldrei að ganga neitt hjá manninum?" „Ég lreld ég færi nú að setja í þriðja gír“ o. s. frv. Við Maggi skiptumst á um að ganga milli bíla og tjalda, hlera eftir líðan fólks og inna af höndum ýmsa líknarstarfsemi, sem ekki verður nánar um fjallað í þessari frásögn. I andskotaganginum um hádegið hafði gleymzt að gefa tveimur að éta, en það voru þeir Gísli og Guðmundur. En síðla dags mokaði ég frá glugga á Kraka og sá Jrar inni fyrir ekki annað en tvo mikla svefnpoka, en upp úr öðrum var stungið hendi, og hélt sú á hálfri konjaksflösku, en upp úr liinum pokanum var einnig stungið hendi er greip um flöskuna, og hvarf hvort tveggja niður í þann poka, en skaut bráðlega upp aftur og tók þá hendin í hinum pokanum við flösk- unni. Þannig gekk þessi flaska milli pokanna á víxl, og fór svo lram, meðan til sá. Rifjaðist þá upp fyrir mér, að þessi dagur, 11. júní, var fimmtugasti afmælisdagur fjallabílstjórans mikla, Guðmundar Jónassonar. Með kvöldinu versnaði veðrið enn, og mátti nú heita óstætt. Leið svo nóttin, að ekki tók veðurofsann að lægja fyrr en undir morgun. Má vera, að einhverjum hafi verið órótt þessa nótt, enda nokkur ástæða til. Um morguninn fóru ýmsir á stjá, en klukkan var orðin 6 síð- degis, er svo hafði lægt að viðlit væri að reyna að moka upp bíla. Rofaði þó til nokkur augna- blik, svo að sá til Dyngjufjalla og Trölladyngju. Guðmundur gat ræst Kraka og dró síðan Gosa í gang. Gusi fór í gang, er hann hafði verið hit- aður með lampa, en þegar átti að hreyfa hann, brotnaði í honum öxull, og áttu vislarnir báðir saman fullt í fangi með að koma honum upp úr skaflinum. Um miðnætti var haldið úr tjald- stað, og var þá aftur komið kafald og skafrenn- ingur og frost rúmlega 5 stig. Gosi dró Gusa, en Kraki sleðana báða, og skiptust menn á um að sitja í „eldhúsinu" tveir og tveir í einu, tvo tíma hvor, til að fylgjast með því, að ekki slitn- aði aftan úr. Vart sá út úr augunum, er þessi lest silaðist suður í átt til Grímsvatna aðfara- nótt 13. júní. Þar kom að lokum, að við þótt- umst samkvæmt mælum vera komnir í námunda við Svíahnúk eystri, enda komið fram að há- degi. Var þá staðnæmzt og gengið út og suður frá bílunum, en enginn rakst á þann langþráða Svíahnúk, og svo fór að við ákváðum að láta fyrir berast Jrarna um nóttina, enda þurfti Guð- mundur að koma nýjum öxli í Gusa, áður en lagt yrði á hnúkinn. En þegar til kom, reyndist öx- ullinn ekki vera með réttum gildleika, og var það í eina skiptið í Jtessari ferð, sem ég sá „hreppstjóranum" brugðið, er hann stóð með þennan öxul í höndunum og mátaði hann, svo sem hann tryði ekki eigin augurn, enda ekki honum að kenna, að vitlaus öxull hafði verið afgreiddur. En einhvern veginn tókst honum og Gísla um nóttina að tjasla þessum öxli í Gusa, svo að hann varð gangfær, — og klukkan 6 að rnorgni þess 14. svipti af allri þoku og varð al- bjart, og sást þá að við höfðum tjaldað nokkra kílómetra austsuðaustur af Svíahnúk eystri. Fyrir hádegi var allur farangur og mannskap- urinn kominn upp að skála, og upphófst þar dýrleg afmælisveizla Guðmundi Jónassyni til heiðurs og vegsemdar og stóð til kl. 18.30, er haldið var af stað til Jökulheima í einu því fegursta veðri, sem ég hef ferðazt í á Vatnajökli, silkifæri fyrir skíði, og hengu flestir aftan í bíl- unum og voru í sólskinsskapi. Kokkurinn og Ivar urðu eftir á Grímsfjalli og biðu þriðja hópsins. Kl. 12.30 aðfaranótt þess 15. komum við að jökulrönd, og var þar fyrir formaður Jöklarannsóknafélagsins með föruneyti: 15 manna hóp á leið til Grímsfjalls. Meður því að Þórarinn læknir átti að halda ræðu fyrir 25 ára stúdenta í Menntaskóla Reykjavíkur kl. 14 þenn- an sama dag, höfðum við hraðan á og urðum að hafna mat og kaffi, sem blessunin hún Lóa hafði tilbúið í Jökulheimum. Kl. 3.40 var haldið heimleiðis með Heiðari í „]ólatrénu“, og klukk- an 12.30 renndi sá góði bíll heim i hlað í Þver- holtinu, og Jtar með var þessari Vatnajökulsferð lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.