Jökull


Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 31

Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 31
alltaf að vera svo lítil, að þeirra gætir vart á hlaupinu. I öðru lagi er það vel kunnugt, að lón eru meðfram jaðri Skeiðarárjökuls að aust- an, og urn það hlýtur að rnuna ef þau tæmast í Skeiðarárhlaup. Þegar þeir Pálmi Hannesson flugu yfir jökulinn laugardaginn 22. september 1945, sáu þeir norðan við Skaftafellsjökul för eftir tvö tæmd lón (ónefnd). Virtist vatn renna í kvosirnar undan jöklinum. Hannes á Núpsstað telur sennilegt, að þessi lón hafi tæmzt um vetur- inn áður (Hannesson, 1958), svo vatns úr þeim hefur ekki gætt í því Skeiðarárhlaupi, sem hér um ræðir. Oðru máli gegnir um Langagilslón, framan við Færines. Það stóð enn uppi þennan laugardag og mikið vatn féll úr því milli fjalls og jökuls, unz það hvarf inn undir jökuljaðar- inn (Hannesson, loc. cit.). Mjög er líklegt, að Langagilslón hafi brostið fram, en ekki er vitað, hvað mikið vatnsmagn þess er. Þó verður að álíta, að það eitt nægi ekki til að jafna mun- inn sem var á vatnsmagninu úr Grímsvötnum og vatnsflóðinu í Skeiðará, þegar hún hljóp. Svo stóru lóni sem til þess þyrfti, myncli hafa verið veitt meiri athygli en raun ber vitni urn Langa- gilslón. Glöggir og greinargóðir menn bæði í Fljóts- hverfi og í Oræfum hafa lengi tekið eftir því, að Skeiðarárjökull hækkar verulega fyrir hvert hlaup og lækkar aftur að loknu hlaupi. Mörg dæmi mætti tilfæra um þetta. Mér virðist þessi staðreynd vera sjaldan nefnd, þegar reynt er að skýra hlaupin, en framhjá henni verður þó ekki komizt, og það verður að teljast, ef ekki alveg víst þá mjög líklegt, að samband sé á milli þessara hreyfinga í jöklinum og hlaupanna í ánni. Sú spurning hlýtur að sækja á, hvað það sé, sem lyfti jöklinum. Getur það verið annað en vatn, sem safnast saman í lón undir honum rnilli hlaupa? Ur þessurn lónum væri þá einkum það vatn komið, sem á vantar, að framrennslið úr Grimsvatnadal jafnist á við Skeiðarárhlaup. Rannsóknarleiðangur sá, sem lýst hefur verið hér að framan, er til þessa síðasti Vatnajökuls- leiðangurinn, sem notar eingöngu skíði og skíða- sleða sem farartæki á jökli. Sumarið 1946 fer fyrsti vélbúni leiðangurinn til Grímsvatna, og úr því gerast rannsóknirnar á þessu fróðlega eldgosasvæði öllu auðveldari. SUMMARY: Tliis papefi contains short descriptions of tlie j ö kulhla u p of 1945 in the river Skeidará and the author’s expedition in autumn that year to Grímsvötn in VatnajökullJ ivhere, during recent volcanic disturbances, a stretclr of the Grímsvötn-valley floor 6,3 km2 in area had sunk by about 105 m, It ivas obvious that a small eruption had broken through the gla- cier. In the S.W. corner of the depression, for instance, an explosion crater had been formed (Fig. 3) and its chaotic surroundings of ice blocks ivere covered by a thin layer of volcanic ash, — The water in Skeidará during the jök- ulhl au p ivas fowid to be considerably greater in volume than the ivat.er pouring out from the Grimsvötn valley, and evidently the diffe- rence could not be accounted for by precipi- tation and outflows from ice-dammed lakes along the edge of the glacier. The autlior there- fore suggests that there may be lakes under Skeidarárjökull from ivhich ivater bursts forth during the j ö k u Ihlaup . In further sup- port of this he points out the fact, well known by t.he very attentive farmers living in the districts on botli sides of Skeidarárjökull, that the glacier rises before each j'ö. kulh-.l-au.pf as if it were afloat. REFEREN CES Rist, Sigurjón, Skeiðarárhlaup 1954. Jökull, 55: 30—36. Reykjavík. Askelsson, Jóhannes, Investigations at Gríms- vötn, Iceland, 1934—1935. The Polar Re- cord, Nurnber 11, January, 1936: 45—47. Cambridge, 1936b. — On The Last Eruptions In Vatnajökull. Vísindafélag Islendinga, XVIII, Reykjavík, 1936a. Hannesson, Pálmi, Frá Óbyggðum, Reykjavík, 1958: 293-320. Skagfjörð, Kristján Ó., A Trip across Vatna- jökull on Skis, Ours, Vol. 18, No. 6, Decem- ber 1936: 285-288. Thorarinsson, Sigurdur, Some New Aspects of f.he Grímsvötn Problem. Journal of Glaciol., Vol. 2, No. 14 Novembev 1953: 267-275. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.