Jökull


Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 35

Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 35
VatnajökulsferSir vorið 1959 Excursions to Vatnajökull 1959 Sérstök ferðanefnd innan Jöklarannsóknafé- lagsins gekkst fyrir þremur hópferðum til Vatna- jökuls að þessu sinni. Vitað var, að marga fýsti að komast á jökulinn, aðstæður höfðu mjög batnað vegna skálans á Grímsfjalli og snjóbíla- kostur hafði aukizt til mikilla muna á vetrinum. I ferðanefndinni voru; Magnús Jóhannsson, formaður, Stefán iijarnason, Ingibjörg Sigurðar- dóttir, Guðmundur Jónasson og Halldór Olafs- son. Lagði nefndin á sig mikla vinnu og fyrir- höfn í sambandi við ferðirnar. Enn fremur gekkst nefndin fyrir því, að prentuð voru sér- stök Vatnajökulsumslög og pósthús var starfrækt á Grímsfjalli í öllum ferðunum. Munu þar hafa verið stimpluð um 20 þús. bréf og póstkort. Samkvæmt áætlun skyldi 1. ferð standa yfir frá 23. maí til 5. júní, önnur frá 3.—15. júní og þriðja frá 13.—25. júní. Vegna óhagstæðs veð- urs röskuðust heimkomudagar lítið eitt. Hér fara á eftir ágrip úr dagbókum fararstjóranna. 1. VATNAJÖK.ULSFERÐIN VORIÐ 1959. Fararstjóri: Magnús Jóhannsson. í þessari ferð skyldi mæla snjódýpt á vestan- verðum jökli, athuga hækkun á yfirborði Gríms- vatna, koma fyrir tveimur þrífótum úr almíni til snjómælinga framvegis og sannprófa áður mælda fjarlægð milli Svíahnúka. Auk þess skyldi farin skemmtiferð til Öræfajökuls, ef veður leyfði. Nöfn ferðamanna: Magnús Jóhannsson Grímur Sveinsson, póstafgreiðslumaður Jóhannes Briem Guðmundur Hlíðdal Halldór Olafsson Örn Garðarsson Valur Jóhannesson Eggert Ásgeirsson Jónas Magnússon Elín Pálmadóttir Hanna Brynjólfsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Ólína Kristín Jónsdóttir Stefanía Pétursdóttir Soffía Theódórsdóttir Guðrún Árnadóttir Vigdís Jónsdóttir. B ifreiöastjórar: Guðmundur Jónasson, Bombardier R-345 (Gusi) Haukur Hafliðason, vísillinn Gosi. Lagt var upp frá Reykjavík föstudagskvöld 22. maí kl. 22.25. Sex bílar voru í förinni, tveir vöru- bílar nreð snjóbílana á palli, tankbíll R-559 með benzín frá Olíuverzlun íslands (BP) og loks vatnamælingabíll Raforkumálastjórnarinnar, er Sigurjón Rist var að fara með til mælinga á Tungnársvæðinu og í Veiðivötnum. Carl Eiríks- son verkfræðingur fylgdi leiðangrinum inn að Tungná í „radíójeppa" sínum. Ekið var sem leið liggur að Hófsvaði og komið þangað kl. 07.30 á laugardagsmorgun. Færð var ágæt á troðnum slóðum, en nokkur bleyta utan þeirra. Tungná var allmikil, og tók það um fjóra klst. að konia öllum bílunum yfir. kl. 17 kom leiðangurinn í Jökulheima í góðu veðri, og hafði fyrsti áfangi ferðarinnar gengið mjög að óskum. Sunnudag 24. maí. Unnið að því að koma far- angri og sleðum inn að jökli. Þar var benzíninu dælt á bílana og síðan fylltar átta benzíntunnur og fluttar á sleða alllangt inn á jökul, í 850 m hæð. Hlaut BP mikið og verðskuldað lof fyrir að afgreiða benzín á sjálfum Vatnajökli og selja fyrir sama verð og í Reykjavík. Kl. 15.30 gátu flutningabílarnir snúið heimleiðis. Höfðu bíl- stjórarnir, þeir Magnús Eyjólfsson, Þorvaldur Ragnarsson og Gunnar Guðmundsson (Jónas- sonar), gengið rösklega að verki í allri ferðinni, og var þeim þakkað að verðleikum. — Gist var aftur i Jökulheinrunr um nóttina. — Má?iudag 25. maí. Lagt var upp úr Jökulheim- um kl. 10.45. Vindur var hægur og veður dumb- ungslegt um morguninn, en birti síðdegis. Far- angur var mikill og þungur, svo að ferðin sótt- ist fremur seint. I 850 m hæð var borað gegnum vetrarsnjó, og reyndist hann 292 cm. Um kvöldið 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.