Jökull


Jökull - 01.12.1959, Side 37

Jökull - 01.12.1959, Side 37
kl. 21 og leggja tafarlaust á jökulinn í Gusa og vísilnum Kraka, sem nú var kominn í Jökul- heima. — Kl. 22.00 kom Gusi niður á jökulsporð, og var þar fyrir dr. Sigurður Þórarinsson við seytjánda mann. — Um miðnætti lagði Gusi aftur upp á jökul ásamt Kraka. Hrepptu þeir hið versta veður og færi, eins og nánar getur í næsta þætti, og komust ekki upp á Grímsfjall fyrr en undir miðnætti á laugardag 6. júní eftir 46 klst. ferð. Á meðan beið fólk átekta í Jökul- heimum, en heyrði talstöðvaviðskipti snjóbíl- anna og fylgdist þannig með ferðum þeirra. Sunnudag 7. júnt. N-skafbylur og 2 st. frost á Grímsfjalli. Skipt um drif í Gosa, en að því búnu var lagt upp til Jökulheima, laust eftir hádegi. Skyggni var aðeins 20—30 m, og gengu þeir J. Briem, Orn og Halldór á undan og röktu slóðina frá kvöldinu áður. Var það oft erfitt, en þó var harðsporinn víðast greinilegur undir mjöllinni. Eftir 15 km ferð var komið að matarsleðanum, sem hafði verið skilinn eftir daginn áður. Tók Kralii sleðann og sneri við til Grímsfjalls, en Gusi og Gosi héldu ferðinni áfram og komu niður á jökulsporð kl. 03 eftir miðnætti. Var þá kominn mánud. S. júní. Veður var svalt og bjart, mold- rok og 4- 1 st. Haldið var frá Jökulheimum kl. 06.40 og pósti skilað á pósthúsið í Reykjavík kl. 16.30. Litlu síðar skildu leiðir i Þverholti 15, og lokið var þessari Vatnajökulsferð, sem á rnarga lund var erfiðari og ævintýralegri en búizt var við. (Tekið saman eftir dagbók M. Jóhannsson- ar. - /. Ey.). 2. VATNAJÖKULSFERÐIN VORIÐ 1959. Fararstjóri: Sigurður Þórarinsson. Þessi ferð var sú fyrsta, sem farin hefur verið á Vatnajökul eingöngu sem túristaferð, og fjöl- mennasta ferðin á jökulinn fram til þessa, því þátttakendur urðu að lokum 28, þar af 12 konur. Þessir voru þátttakendur ferðarinnar: Sigurður Þórarinsson Ásdís Sveinsdóttir Asta Faaberg Birgir Gunnarsson Edda Ólafsdóttir Gísli Eiríksson Eftir hríðarnótt á Vatnajökli. - Ljósm. H. Ólafsson. Grímur Sveinsson Guðmundur Jónasson Guðrún Markúsdóttir Halldór Ólafsson Halldóra Thoroddsen Ivar H. Eriðþjófsson Jóhanna Sigurjónsdóttir Jón Brynjólfsson Kristinn B. Zophoníasson Lára Biering Leifur Múller Magnea Jónsdóttir Magnús Björnsson Magnús Karlsson Pétur Guðjónsson Ragnheiður Sigurgrímsdóttir Ragnhildur Jóhannsdóttir Sigríður Jónsdóttir Sigríður Theódórsdóttir Valdimar Örnólfsson Þórarinn Guðnason Þorvarður J. Júlíusson. Bílstjórar í ferðinni voru þeir Guðmundur Jónasson, Gísli Eiríksson og Magnús Karlsson. Jón Brynjólfsson annaðist matreiðslu, en Grím- ur Sveinsson var póstalgreiðslumaður. Undirbúningur ferðarinnar mæddi mest á Stefáni Bjarnasyni, trésmíðameistara, enda mað- urinn ötull og ósérhlífinn. Hann fylgdi okkur úr hlaði allt til Jökulheima, en lagt var af stað frá Reykjavík miðvikudaginn 3. júní, kl. 8.20. Farkosturinn var ,,Jólatré“ Guðmundar Jónas- 35

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.