Jökull


Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 36

Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 36
skall á þoka, og var þá eingöngu ekið eftir átta- vita. Þriðjudag 26. mai. Þannig silaðist leiðangur- inn áfram alla nóttina. Kl. 05.30 var komið á söðulinn norðan Háubungu og um þær mundir svipti þokunni af og gerði fagurt veður. Bamb- usstöng var rekin niður á söðlinum sem leiðar- merki. kl. 07.30 var komið að skálanum á Grímsfjalli. Hafði hann staðið af sér veturinn með prýði. Ferðin upp jökulinn hafði tekið 18 stundir alls, en í þvi eru reiknaðar allar tafir vegna viðgerða og mælinga. Enda þótt menn væru þreyttir og svefnlitlir, var þegar hafizt handa um landmælingar, og pósturinn stimpl- aði yfir 6000 bréf. Um kvöldið var gengið í ís- hella norðan í Grímsfjalli. Miðvikud. 21. mai var þoka fram eftir degi, en bjartviðri síðdegis. Var þá farið í könnunar- ferð um Grímsvatnasvæðið. Haustið áður hafði verið hlaðin varða á Litla-Mósa, móbergskolli norðan við Depil, og var kollurinn 11.75 m yfir snjó, en nú yddi aðeins á vörðuna, og snjór var 40 cm hærri en bergið undir henni. Hefur því yfirborðið hækkað 12,15 m sl. vetur. Ný varða var hlaðin á Stóra-Mósa. Kollur hans var 14 m hærri en yfirborð Grímsvatna. Kl. var 4 um nóttina, er komið var heim í skála. Frost var þá 7 st. Fimmtudag 28. mai. Kl. 8 var risið úr rekkju. Uti var hrímþoka og SV-kaldi. Upp úr hádegi var haldið af stað til Öræfajökuls. Veður fór versnandi, er á daginn leið og færi afleitt. Var tjaldað um kvöldið 1 slyddubyl, en næsta morg- un var komið ágætt veður. Föstudag 29. mai. Undir Hvannadalshnúk var komið um kl. 20, og var þegar ráðizt til upp- göngu. Elzti maður í hópnum, Guðmundur Hlið- dal, rann á brekkuna í fremstu röð. Gangan upp á hnúk tók rúma klst. Þar efra blasti við ógleymanlegt útsýni, sem engin tilraun verður gerð til að lýsa hér. — Laugardag 30. mai. Héldum heimleiðis í nótt frá Hvannadalshnúk í fögru veðri og léttu færi. Komum á Grímsfjall kl. 06 í morgun. Var sofið til kl. 15, en síðan haldið hið bráðasta niður í Grímsvatnaskarð til þess að ljúka við snjó- gryfju. Um miðaftan rann á með NV-kalda og hrímsþoku. Voru þá flestir sendir upp í skála til þess að ganga frá farangri, því að nú fýsti 34 menn mjög norður til Kverkfjalla. — Kl. 23 var lokið við 650 cm djúpa gryfju. Vetrarsnjór var 551 cm og frost 2.2° í haustlaginu. Eðlisþyngd var 0.525 að meðaltali og vatnsgildi vetrarúr- komu því 2900 mm. — Að lokum var komið fyrir almínþrífæti í gryfjunni. Var stangarendi 594 cm upp úr snjó. Sunnudag 31. maí. Kl. var orðin 02 í nótt, er lokið var snjómælingum. Fólk var þá ferðbúið til Kverkfjalla, en veðurspár voru svo óhagstæð- ar, að ákveðið var að fresta förinni og bíða átekta. I morgun var líka komið A-hvassviðri og iðulaus hríð. Innistaða! Mánudag 1. júni. SA-skafbylur og innistöðu- veður. Nokkrir framtakssamir piltar brutust þó út undir stjórn hreppstjórans og hlóðu „útihús" nokkurt úr snjó til almenningsheilla. Frost var — 5 st. Þriðjudag 2. júni. Sama veður hélzt alla nótt- ina og daginn. Miðvikudag 3. júni. Veður svipað, en lítið eitt bjartara. í kvöld eigum við að komast í Jökulheima og ákváðum að leggja af stað. Um 500 m vestan við skálann lenti Gosi í djúpri holu með lausasnjó og varð að brjótast um fast til þess að komast upp úr. I þeim átökum hrökk í sundur drifhúsið. Var þá ekki um ann- að að gera en draga Gosa og tilheyrancli sleða upp að skála og skilja eftir. Um kl. 17.00 tókst að ná talsambandi við Selfoss, og var beðið að senda varahluti í Gosa til Jökulheima. Um 40— 70 cm nýsnævi var komið á Grímsfjall og færð því afleit. Þess má geta hér, að þeir Sigurgeir Geirsson og Ásgeir Jónsson brugðu fljótt við og héldu með drifhús í Gosa úr Rvík kl. 21.30 áleiðis inn að Tungná, en Heiðar Steingrímsson, sem kominn var í Jökulheima með 2. Vatnajökuls- leiðangur fór til móts við þá og sótti drifið. Veður fór versnandi með kvöldinu og færð svo þung, að engin leið var að Gusi kæmist neitt með sleða í drætti. Var þá ákveðið, að Gusi skyldi fara sleðalaus með átta farþega og dót þeirra jafnskjótt og veður skánaði. Fimmtudag 4. júni. Veður skánaði upp úr dagmálum, og kl. 11 lagði Gusi af stað, en sótt- ist seint. Með talstöðinni voru gerðar ráðstaf- anir til þess að 17 manna hópur úr næstu ferð skyldi vera kominn á jökulsporð með dót sitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.