Jökull


Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 15

Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 15
mann, prestur á Mýrum í Álftaveri, virðist hins- vegar ekki verða var við neinn jarðskjálfta aust- ur þar. En um náttmál, eða 3 tímum eftir að jarðhræringar byrjuðu í Vík, sér hann útúr fall- jöklinum útfossa vatnsflóð fyrir norðan Haf- ursey og kl. 2 eftir miðnætti, eða 7 klst. eftir að hræringarnar hófust, er hlaupið komið niður í Álftaver (Ibid. 252). Enn gaus Katla 1860, 2. dag maímánaðar. Þá byrjuðu jarðhræringarnar í Vík, að- sögn síra Magnúsar Hákonarsonar, kl. 6—8 um morgun- inn, en hlaupið kom fram á Mýrdalssand kl. 2 um eftirmiðdaginn eða um 7 klst. síðar. Urn síðasta Kötlugos eru mjög greinagóðar frásagnir í riti Gísla Sveinssonar, sýslumanns, Kötlugosið 1918 og afleiðingar þess, og rit Guð- geirs Jóhannssonar, Kötlugosið 1918. Þetta gos byrjaði laugardaginn 12. október 1918 og varð jarðhræringa vart í Mýrdal einni stundu eftir hádegi. Hófust þær með snöggum kipp, svo að hrikti í húsum og glamraði í leirtaui og laus- um munum. Hélt svo áfram hræringum næsta hálftíma, en fóru rénandi. Snemma á 4. tím- anum sást til hlaupsins frá Vík þar sem það fossaði suður farveg Múlakvíslar. Ivl. tæplega 3.30 fór hlaupið fram með Hjörleifshöfða að vestan og snemma á 4. tímanum var hlaup komið að Hólmsárbrú og slapp maður einn þar nauðuglega yfir áður brúna tæki af. Litlu síðar náði hlaupið Álftaveri og umkringdi bæi hvern af öðrum. Munu hafa liðið um tveir tímar frá því jarðhræringa varð vart í Vík þar til hlaupið var komið þar fram á sand sem Múlakvíslarbrúin nú er. Af framangreindu virðist mér mega draga þá ályktun, að Kötluhlaup samfara gosi muni næst- um örugglega gera boð á undan sér með jarð- hræringum, sem finnast af fólki í Vík einhverj- um klukkustundum áður en hlaupið tekur af veginn yfir Mýrdalssand og kemst niður í Álfta- ver og tekur af brýrnar á Hólmsá og Múla- kvisl. Vera má, að hin mikla þynning á jökl- inum síðustu áratugi valdi því, að hlaupið gangi hraðar fram en áður, en þó ætla ég líklegast, að fyrirvarinn verði nógur til þess að þeir komist af Mýrdalssandi, sem þar eru í bíl, ef engum er lileypt út á sand eftir að jarðhræringanna verð- ur vart i Vík, en ólíklegt er að jarðhræringarn- ar finnist af fólki, sem er á ferð yfir sandinn og ekki virðist, samkvæmt fyrri reynslu, því að treysta, að þær finnist í Álftaveri. Nú er því jjannig háttað, að Mýrdalurinn er ekki á raun- verulegu jarðskjálftasvæði, og verður þar næstum aldrei vart jarðskjálfta nema í sambandi við Kötlugos. Það virðist því sjálfsögð öryggisráð- stöfun, að þegar er jarðhræringa verður vart af fólki í Vík, séu stöðvaðar bílferðir út á Mýrdals- sand og Álftveringum og Meðallendingum gert aðvart. Rétt er og að hringja strax vestur í Rangárvallasýslu til að fregna, hvort jarðskjálft- inn sé sterkari vestur þar. Sé svo, á hann ekki upptök á Kötlusvæðinu, og má þá aftur leyfa umferð um sandinn. Vart mun þurfa að loka sandinum meir en þrjár stundir eða svo, áður en úr verður skorið hvort um Kötlugos er að ræða eða ei. Það skal fram tekið, að þessar ráð- stafanir hafa verið ræddar við sýslumann Skaft- fellinga, sem er áhugasamur um að gert verði það sem hægt er til að firra vá vegna Kötlugoss, og er hann sammála um réttmæti slíkra ráð- stafana. Enn vil ég víkja að einni spurningu, sem í rauninni er þegar svarað með því sem ég hefi nefnt um byrjun gosanna. Hvenær á árinu er Kötlugos líklegast? Það er ekki óeðliíegt að spurt sé, og það skiptir máli einkum um tjón af öskufalli, hvenær askan fellur. Tjónið verður að öðru jöfnu miklu meira, ef askan fellur að sumarlagi. Um 9 Kötlugos vitum við með vissu hvenær byrjuðu. Þar af byrjaði 1 í janúar, 2 í maí, 1 í júní, 1 í ágúst, 1 í september, 2 í október og 1 í nóvember. Af því má draga þá ályktun, að líkurnar fyrir Kötlugosi megi heita jafnar hvenær sem er á árinu. Kötluaskan getur allteins fallið á nýslegna töðu og nýfallinn snjó. Ég ætla ekki að hrella lesendur með lýsingum á Kötlugosum, en víst er um það, að enda þótt hlaupin séu háskaleg og hættulegri um mann- tjón en öskufallið, getur fjárhagslegt tjón af öskufalli orðið margfalt meira. Svo dæmi séu nefnd skal þess getið, að falli aska í næsta gosi yfir sörnu svæði og 1721, en mánuði síðar, verð- ur lítill sem enginn heyskapur það sumarið í flestum sveitum Suðurlandsundirlendisins, eða á aðalmjólkursvæði landsins. Og tvívegis, 1625 og 1755, hefur öskufall úr Ivötlu lagt Skaftár- tungu og nokkurn hluta nærsveitanna í auðn. Við öskufallið verður ekki ráðið og ekki um annað að gera en taka því þegar þar að kemur. En ekki væri þó úr vegi, að forráðamenn þjóð- arinnar ígrunduðu einhvern tíma og það heldur fyrr en síðar, hvernig bregðast skuli við slíkum háska, ef að ber. Það myndi varla skaða að hafa eitthvað hugsað það mál í tíma. Það þýðir ekki 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.