Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1959, Qupperneq 38

Jökull - 01.12.1959, Qupperneq 38
sonar, og bílstjórinn Heiðar. Beltabíllinn Kraki var einnig með í för og eigandi hans, Gunnar Guðmundsson, sem ók honum á vörubíl til Jökulheima. Kaffi var drukkið á Selfossi að vanda, árbítur snæddur í skógarrjóðri norður af Galtalæk og skein þar sól á nýlaufgaðan skóginn, en er að Tungná kom, kl. 15.45, var veður orðið rysjótt. Meðalvatn var í ánni og komumst við yfir hana án ævintýra, en Sigur- jón Rist viðbúinn á suðurbakka að vaða út í, ef með þyrfti; hann var við mælingar þarna á öræfunum. Til Jökulheima komum við kl. rúmlega 21 og höfðum þá frétt, að Guðmundur Jónasson sæti enn á Grímsfjalli og að brotið væri drif í vísil hans, Gosa. Var því komið skilaboðum í bæinn um að senda drif inn að Hófsvaði. Þangað fór- um við Heiðar um nóttina og sóttum drifið og komum aftur í Jökulheima kl. 6 að morgni þess 4. Var þá enginn á ferli nema Jón kokkur, sem hrokkið hafði upp með andfælum kl. 5 og hélt vera komið hádegi. Þennan dag var veður sæmi- legt framan af, en tók að rigna er leið á daginn. Voru þá margir úr okkar hópi á heimleið frá Langasjó og hröktust nokkuð. Um kvöldið kom Guðmundur niður að jökulröndinni á Gusa með fullfermi jökulfara úr fyrstu ferðinni, en hafði orðið að skilja hóp eftir á Grímsfjalli. Meðal farþega Guðmundar var Grímur póstur, sem átti heim að fara, en var sni'iið inn á jökul aftur, og kostaði það ekki langar yfirtölur. Ekki var viðlit að koma öllum okkar hópi upp í Grímsvötn í Gusa og Kraka, og varð að skilja 11 eftir í Jökulheimum. Þeir, sem á jökul- inn fóru, komust loks af stað frá jökulrönd kl. 2 aðfaranótt 5. júní. Sæmilega bjart var þá yfir lágjöklinum, en var að syrta að. Færi var af- leitt og álmsleðinn stóri, sem var aftan í Kraka, afleitur í drætti. Eftir 10 klt. ferð var færið orð- ið svo hábölvað, að hvorki gekk né rak, og var því staðar numið vestur af I-Iáubungu í austan- hvassviðri og hríðarbyl. Þarna var látið fyrir berast til kl. 18.30, er aftur var haldið af stað, og var færið þá illskárra um stund, en brátt sótti í sama horf, og hafði okkur ekki miðað langt, er við slógum tjöldum snemma aðfarar- nætur 6. júní, suðvestan í Háubungu, — en okkur hafði borið nokkuð suður úr réttustu leið. Laugardaginn 6. júní var haldið kyrru fyrir fram yfir hádegi í von um að rofaði til, hvað þó ekki skeði, og var þá haldið af stað kl. 13.15, og fór Guðmundur á undan í Gusa, en hafði talsamband við Kraka. Fór enn sem fyrr, að álm- sleðinn hlóð framan við sig snjó, svo að honum varð vart þokað, en klaki settist stöðugt á drif- hjól Kraka, svo að hann tolldi ekki í gír. Var það ráð loks tekið, og þó með þungum hug, að skilja eftir álmsleðann með mestum hluta matar- birgðanna og freista þess að komast til Gríms- vatnaskála með drifið í Gosa. Svo fljótt fennti í slóð Guðmundar, að torvelt var að fylgja henni, og villubirtan var svo mikil, að ég frétti það eftir á, að dömurnar í Gusa hefðu staðhæft við Guðmund, að Valdimar Örnólfsson væri að koma, kváðust þekkja hans þjálfaða skrokk og eleganta göngulag, — en þetta reyndist vera þumlungslangur skrúfnagli í snjónum fáa faðma frá Gusa. En Valdimar hélt til í Kraka og stjórn- aði þaðan morgunleikfimi í Gusa gegnum tal- stöðvarnar. Kl. 20 rofaði loks til, svo að grillti í Svíahnjrik, og vorum við þá norðvestan í Háubungu. I Grímsvatnaskála komum við laust fyrir mið- nætti, og var þá veður kyrrt að kalla og frost 3 stig. Var okkur vel tekið af skálabúum, sem fýsti að komast til byggða eftir nær viku inni- setu á Grímsfjalli. Fluttu þeir sig úr skálanum i bíla og sátu þar alla nóttina, en við hvíldum lúin bein í hlýjum bólum þeirra. Þetta kallast gestrisni. Að morgni sunnudags 7. júní var sæmilega bjart í lofti en skafrenningur mikili. Ekki kom- ust Jreir, er heim ætluðu, af stað fyrr en kl. 14.10, og samferða þeim fórum við Gísli á Kraka til að leita uppi matarsleðann, en okkur var ekki rótt fyrr en hann væri fundinn. Með okk- ur i þessa för völdum við tvo vaska menn, þá Dóra og Pétur, og kvenmann að auki, sem við vissum vera karlmannsígildi um dugnað, ef í harðbakka slægi, Halldóru. Svo var fennt í slóð okkar, að sums staðar fannst hún ekki nema gengið væri þvert á hana og kannað með brodd- staf, hvar fast væri fyrir undir lausasnjónum. En loks fundum við álmsleðann, grófum hann upp og héldum svo heim á leið. Var sú ferð ærið erfið, en að sama skapi skemmtileg, og komumst við í skálann nær miðnætti. Er risið var úr rekkju mánudagsmorguninn 8. júní, ekki ýkja snemma, var bjart til suðurs að sjá og Öræfajökull alheiður. Enn var all- mikill skafrenningur af norðri, en skýlt er í brekkunum suðaustur af skálanum, og þar kenndi Valdimar dömunum skíðakúnstir fram 36

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.