Jökull


Jökull - 01.12.1959, Síða 42

Jökull - 01.12.1959, Síða 42
Grímur póstur (eins og hann var jafnan kall- aður) hafði enn slegizt í förina upp eftir, því að mörg þúsund bréf biðu afgreiðslu. Fyrir í Gríms- vatnaskála var Jón Brynjólfsson bryti og Ivar H. Friðþjófsson, sem bættist þar með í 3. hóp- inn — eftir að hafa tekið þátt í 2. hópferð. Alls var því 20 manns saman komið i skálanum. Innistaða var um daginn og sambandslaust. Þriðjud. 17. júní. Leiðindaveður. Innistaða. Frost 10—12 st. Skafrenningur og skyggni lítið, en hjó samt fyrir fjöllum í suðri annað slagið. Versnaði um kvöldið. Mikið annríki í pósthús- inu, en sambandslaust við umheiminn. Aliðvikud. 18. júní. Norðan-stórhríð í nótt, en batnaði með hádeginu. Renningur og blindhríð með köflum. Fórum ofan í Grímsvötn undir kvöld í góðu veðri, en muggulegu. Gengum á Depil. Nú er Depill þverhníptur hamar niður að vatni, sem safnast í þröngt hvarf við ham- arinn. Þar tókum við drykkjarvatn. Allþvkkur ís var á pollinum, og þurfti að höggva. Fimmtud. 19. júni. Eftir að hafa heyrt veður- fregnir kl. 20.30 ákvað ég að reyna ferð á Hvannadalshnúk. Var búizt til ferðar í skyndi með eldhússleða aftan í Kraka. M. a. Jrurfti að logsjóða brotna styttu í meiðum eldhússleðans, og gerði Hörður Hafliðason það fljótt og vel. Meðan á ferðabúningi stóð, gerði svarta- muggu, og stóð svo, þegar lialdið var af stað, kl. 23.10. Færi var gott. Er við höfðum farið um 5 km austur á bóginn, létti til, og blasti við Hvannadalshnúkur í allri sinni dýrð. Var enn ekið austur undir Esjufjallahala, en þá beygt í stefnu á mitt Harmannaskarð. Þar var sleði skilinn eftir og ekið sem leið liggur upp Jökul- bak, yfir Tjaldskarð og Snæbreið að rótum Hvannadalshnúks og komið þangað föstud. 20. júní kl. 05.00. Harðfenni var norð- an í hnúknum, og voru höggvin djúp spor upp alla kinnina, en auk þess voru menn bundnir í fjallavað með 2—3 m millibili. Gekk allt slysa- laust, og var dvalizt á tindinum milli kl. 07 og 08 í dýrlegu veðri og útsýni. Sást til Herðu- breiðar og Snæfells í norðri, en Eyjafjallajökuls og Iverlingarfjalla í vesturátt. Kl. 09 lögðum við af stað frá hnúknum. Var þá að drífa á hann ský, og tók ekki af honum aftur. I Hermannaskarði var enn sólskin, og var ráðgert að fara niður með Miðfellsegg að Þumli. 40 Frá því var þó horfið (mest vegna svefnleysis) og haldið beint á Grímsfjall. Var nú sofið til kl. 20.00, en síðan etið og drukkið. Öllum fannst sem þessi sólskinsstund á Hvannadalshnúk hefði bætt þeim allt hríðarveður og innistöður, sem yfir þá hiifðu gengið. Sú frétt barst í útvarpinu þetta kvöld, að Guðm. Jónasson hefði verið sæmdur riddara- krossi Fálkaorðu. Sagði fararstjóri nokkur orð í því tilefni og minntist verðleika G. J. Var hróp- að ferfalt liúrra fyrir honum. Dr. Haraldur Matthíasson þakkaði Guðmundi og fararstjóra fyrir förina á Hvannadalshnúk, sem hefði heppn- azt eingöngu fyrir rösklegan akstur og vilja- festu, þar sem ekki mátti nema stundarkorni muna, að þoka byrgði fjallið. — Enn var þess rninnzt, að þetta gerðist allt á sjálfan kven- frelsisdaginn, 19. júni. Lögðu konur og fram mungát bæði á pelum og pelalausa! Laugard. 20. júní. Þokuloft. Hægviðri, síðan SA-blástur. Frostlaust að kalla og enginn renn- ingur. Um rniðjan dag var búizt til ferðar í íshellana, og var inngangur heldur ógreiður eft- ir fannkomuna að undanförnu. Loks varð þó komizt niður í gaphús mikið, sem lá skáhalt niður með fjallshlíðinni. Voru brattar og laus- ar vikurskriður annars vegar, en bogadregin íshvelfing hins vegar. Sumar hvelfingarnar eru stórfagrar með kynlegum skreytingar í bláum eða fölgrænum lit. Sunnud. 21. júní kvöddu góðir gestir dyra. Voru þar komnir Arni Kjartansson, Magnús Eyjólfsson og Arni Edwins — á skíðum sunnan frá Þumli. Höfðu farið upp úr Kjós á föstudag, tafizt vegna rigninga, en síðan tekið stefnu á Grímsfjall í svartaþoku og súkl, en meinhægu veðri. Niðurlag ferðasögunnar er fljótsagt. Þegar sama þokubrælan lá yfir Grímsfjalli næsta morg- un, var ákveðið að halda til Jökulheima. Gekk sti ferð mjög að óskum, þótt skyggni væri sama og ekkert fyrr en komið var niður undir jökul- sporð. í h. u. b. 1250 m hæð var reistur þrí- fótur úr almíni til snjómælinga (en ekki fannst hann vorið 1960!). I Jökulheimum var dásamlegt veður, eins og allajafna í þeirri sveit, og heimförin þaðan til Reykjavíkur gekk eins og í sögu. Jón Eyþórsson.

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.