Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 9
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 2009 5 Í þessu tölublaði byrjar nýr dálkur sem nefnist Praxís. Í honum munu hjúkrunarfræðingar fara yfir fræðigreinar sem hafa áður birst í Tímariti hjúkrunarfræðinga og skoða niðurstöður rannsókna í ljósi reynslu sinnar. Orðið praxís er valið þar sem það hefur viðtæka skírskotun. Íslensk orðabók útskýrir það sem framkvæmd eða aðstæður á vettvangi. Í Grikklandi hinu forna þýddi praxis (πρᾱξις) athöfn eða starfsemi þar sem markmiðið var athöfnin sjálf. Aristóteles greindi reyndar milli þrenns konar athafna: theoria, sem leiðir til sannleika, poiesis, sem leiðir af sér að eitthvað verði búið til, og praxis. Hann talaði einnig um eupraxia (góðan praxís) og dyspraxia (slæman praxís). Í gagnrýninni kenningarsmíð (critical theory) er praxís mikilvægt hugtak. Það er ekki nóg að rannsaka og túlka heiminn, aðalmálið er að breyta honum. Vísindin eiga að varpa ljósi á aðstæður á vettvangi, en reyndin á einnig að hafa áhrif á vísindin. Starfendarannsóknir (action research) spretta úr þessari hugmyndafræði. Innan hjúkrunar hefur praxíshugtakið meðal annars verið notað í tengslum við tilraunir til að brjóta niður veggi milli rannsóknar og klíníkur. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig höfundum Praxís­greina tekst til. Fyrir höfunda Praxís­greina er úr miklu að moða á árinu því Tímarit hjúkrunarfræðinga mun birta fjölda fræðigreina á næstunni. Ekki náðist að fullvinna nema eina grein fyrir þetta tölublað en næst verða að minnsta kosti tvær greinar og gefið verður út aukatölublað sem í verða aðallega fræðigreinar. Hraðinn í vinnslu fræðigreina hefur nú aukist töluvert og ritnefndin getur tekið á móti fleiri fræðihandritum. Hjúkrunarfræðingar, sem hafa unnið rannsóknir, eru hvattir til þess að senda inn handrit. Nýlega voru leiðbeiningar til höfunda uppfærðar og er þær að finna á vef tímaritsins. Til þess að styrkja enn frekar tenginguna milli rannsókna og klíníkur mun Tímarit hjúkrunarfræðinga birta stuttar frásagnir um nýlegar rannsóknir. Vinnuheiti þessa dálks í blaðinu er „Forvitnilegar rannsóknir“. Lesendur eru hvattir til þess að taka eftir nýjum og spennandi rannsóknum og senda inn slíka pistla. Að jafnaði eiga þeir ekki að vera lengri en 300 orð. Pistlarnir mega gjarnan vera skrifaðir frá sjónarhorni lesanda frekar en rannsakanda, það er forðast ber að skrifa hefðbundinn útdrátt. Fræðslugreinar verða áfram mikilvægur vettvangur fyrir þá sem vilja tengja saman þekkingu og framkvæmd. Fræðslugreinarnar í þessu tölublaði eru tvær og fjallar ein þeirra um áhugavert klínískt verkefni. Töluverð vinna er að skrifa fræðslugrein en afraksturinn er oft glæsilegur eins sést hér í blaðinu. Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang: christer@hjukrun.is Vefsíða: www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Christer Magnusson Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu­ og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd: Katrín Blöndal, formaður Oddný Gunnarsdóttir Ragnheiður Alfreðsdóttir Sigríður Jónsdóttir Ritstjórn ritrýndra greina: Herdís Sveinsdóttir, formaður Auðna Ágústsdóttir Marga Thome Fréttaefni: Christer Magnusson Aðalbjörg Finnbogadóttir Ljósmyndir: Björk Inga Arnórsdóttir, Christer Magnusson, Inger Helene Bóasson LSH/BUSV, Sigurður Bogi Sævarsson o.fl. Próförk: Ragnar Hauksson Auglýsingar: Mark – markaðsmál, Þórdís Una Gunnarsdóttir, sími 866 3855 Hönnun: Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT Prentvinnsla: Litróf Upplag 4100 eintök Útgáfudagar: 1­09 15. febrúar 2­09 15. apríl 3­09 15. júní 4­09 1. október 5­09 1. desember Nú fer að vora og léttir yfir öllu þrátt fyrir erfiðleika í samfélaginu. Tímaritið kemur hér í annað sinn með nýju yfirbragði sem hefur mælst vel fyrir. Í tölublaðinu er talsvert af faglegu efni en einnig léttara efni til tilbreytingar. Christer Magnusson. VÍSINDI OG FRAMKVÆMD Ritstjóraspjall Nathan & Olsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.