Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Side 13
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 2009 9
Viðamikil forprófun leiddi í ljós að breyta
þurfti gagnasöfnun til að ná markmiðum.
Að forprófun lokinni hófst hin eiginlega
rannsókn í maí 2005 og henni lauk í
desember sama ár. Alls tóku 48 sjúklingar
þátt í rannsókninni en þrír þeirra féllu út
svo eftir stóðu 45. Skilyrði fyrir þátttöku
í rannsókninni voru að sjúklingar væru
sjálfbjarga fyrir aðgerð og væru ekki
eldri en áttatíu ára. Flýtibatameðferð var
einungis veitt sjúklingum sem gengust
undir úrnám á hægri ristli, vinstri ristli eða
bugaristli.
Helstu niðurstöður úr rannsókn og
umræður
Nokkuð vantaði á að gögn kæmu frá
sjúklingum eftir heimkomu þannig að hér
eru birtar niðurstöður úr gögnum sem
safnað var í legunni og með símtölum
heim eftir útskrift.
Meðallegutími var 6,2 dagar (bil 311) eftir
aðgerð. Fimm sjúklingar útskrifuðust á 3.
degi eftir aðgerð og tveir á 4. degi. Sex
sjúklingar lágu inni í 9 daga og einn í 11
daga. Þeir sem útskrifuðust á 3. eða 4.
degi voru að meðaltali yngri (57 ára) en
hópurinn sem lá lengur. Heildarlegutími
sjúklinga 80 ára og yngri styttist um þrjá
daga á rannsóknartímabilinu miðað við
sama tímabil 2003 (sjá töflu 3). Fjórir
sjúklingar þurftu að leggjast inn aftur (9%).
Í heild má segja að nokkur árangur hafi
náðst á 12G við að stytta legu sjúklinga
þótt leiða megi að því líkum að hægt væri
að ná betri árangri miðað við niðurstöður
Kehlet og Mogensen (Kehlet og Mogensen,
1999). Það háir að vísu samanburði við
rannsókn Kehlets og félaga að ekki var á
12G fylgt alveg sama meðferðarskema.
Einnig vantar upplýsingar um hvernig
sjúklingnum vegnar fyrir og í aðgerð til að
hægt sé að bera saman niðurstöður við
nýlegri rannsóknir á þessu sviði (Delaney,
2008). Til að stytta leguna frekar en
sýnt var í þessari rannsókn þarf samstillt
átak fagstétta við að staðfæra og fylgja
meðferðaráætlun.
Upplýsingar til sjúklinga fyrir aðgerð
þurfa að berast mjög tímanlega svo
hægt sé að nýta biðtíma sjúklinga fyrir
aðgerð til að bæta næringarástand,
hreyfigetu og draga úr reykingum ef
það á við. Einnig þurfa sjúklingar að
hafa skriflegar upplýsingar um áætlaðan
útskriftardag áður en þeir leggjast inn
og fá síðan skriflegar breytingar sem
kunna að verða á þeirri áætlun. Á þeim
tíma, sem rannsóknin var gerð, komu
sjúklingar í innskriftarmiðstöð, en vegna
vísbendinga í rannsóknum var opnuð
móttaka hjúkrunarfræðinga fyrir sjúklinga
á 12G til að bæta enn fræðslu til þeirra.
Ljóst er að lengd legunnar er að einhverju
leyti háð því hvernig gengur að verkjastilla
sjúklinga og hvaða úrræði eru fyrir hendi.
Í þessari rannsókn voru sjúklingar lengur
með utanbastdeyfingu en leiðbeiningar
gerðu ráð fyrir. Á 2. degi var búið að
fjarlægja utanbastlegg hjá 18 af 45 eða
40% en samkvæmt leiðbeiningum hefðu
flestir sjúklinganna átt að vera lausir við
hann. Ástæða þessa eru sennilega margir
samverkandi þættir, svo sem fræðsla til
sjúklinga fyrir aðgerð, skurðaðgerðin sjálf,
lega utanbastdeyfingar og notkun annarra
verkjalyfja en Kehlet og Mogensen (1999)
notuðu.
Sjúklingar í rannsókninni skráðu sjálfir
hve mikið þeir hreyfðu sig. Á 1. degi eftir
aðgerð var meirihluti þeirra (30 sjúklingar)
Tafla 2. Flæðiskema fyrir flýtibatameðferð.
Verkjalyf Næring Hreyfing Útskilnaður/íhlutir Útskriftaráætlun
Aðgerðardagur BFAdreypi* Drekka 1 glas af vatni
og 1 næringardrykk
Aðstoða sjúkling fram
úr á vöknun/deild
Þvagleggur
Vökvagjöf í æð
Útskriftardagur og
áætlun liggur fyrir
1. dagur BFAdreypi*
Verkjatöflur***
reglulega
Fljótandi fæði, mest
1000 ml, og 2
næringardrykkir
Hreyfing/sjálfbjarga
34 sinnum á vakt
með aðstoð
Sjálfbjarga að kvöldi
Þvagleggur áfram
Vökvagjöf í æð tekin niður
Fylgjast með lofti/hægðum
T. Magnesíumsúlfat
2. dagur BFAdreypi*
og svo
verkja töflur***
reglulega
FSMS** fæði og 2
næringardrykkir
Sjálfbjarga og fótaferð
aukin
Hvetja til hreyfingar
Þvagleggur fjarlægður
Fylgjast með lofti/hægðum
3. dagur BFAleggur
fjarlægður
Verkjatöflur***
reglulega
FSMSfæði** og 2
næringardrykkir
Sjálfbjarga Útskriftardagur ítrekaður
Útskriftarviðtal við
hjúkrunarfræðing
4. dagur Verkjatöflur***
reglulega
FSMSfæði** og 2
næringardrykkir
Sjálfbjarga Útskrift ef allir þættir
meðferðar voru uppfylltir
*BFAdreypi: Bucain Fentyl Adrenalinverkjadeyfing
**FSMS: Fæði sértiltekið fyrir meltingarsjúklinga
***Verkjatöflur: T. Parasetamól, C. Celebra, T. Íbúfen (eftir að BFAdreypi fór út), T. Nobligan pn