Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Síða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Síða 19
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 2009 15 sérstaklega fyrir hjúkrun þessara sjúklinga á svo ýtarlegum vísindalegum grunni. Höfundar bókarinnar eru alls 10, þar af 9 hjúkrunar fræðingar og einn læknir sem störfuðu í vinnuhóp um þróun leiðbeininganna og unnu kafla bókarinnar. Auk höfunda tóku alls um 40 þverfaglegir aðilar frá um 20 heilbrigðis­ og mennta­ stofnunum á Íslandi og í Hollandi þátt í sam vinnuverkefninu auk sjúklinga. Á þessum tíma hafði Þóra fengið boð um samvinnu við lyflækninga svið og endurhæfingarsvið Landspítala sem beindist að því að bæta hjúkrun sjúklinga sem hafa fengið heilablóðfall. Úr varð Á Íslandi fá um 700 einstaklingar heilablóðfall árlega eða um tveir á hverjum sólar hring. Algengustu afleiðingar heila blóðfalls eru helftar lömun, skert meðvitund, kyngingar erfiðleikar, boðskiptaerfiðleikar og minnkuð skynjun. Einnig koma fyrir sjóntruflanir, vitsmunaskerðing og persónu leikabreytingar. Hræðsla, van líðan og ein angrun sem og vannæring og þung lyndi eru algengir fylgi kvillar. Hjúkrun og endurhæfing hafa mikil áhrif á bata horfur og er því afar mikilvægt að til séu leiðbeiningar um hjúkrun sem taka mið af bestu þekkingu á hverjum tíma. Síðustu 20 árin hefur þekking aukist gífurlega á virkni heilans og áhrifum heilablóðfalls á hreyfigetu og sjálfs bjargargetu. Komið hefur í ljós að heilinn hefur allt aðra getu til þess að ná sér eftir áfall heldur en menn héldu áður. Fjöldi rannsókna á starfsemi heilans og hreyfifræðum hefur aukist stórlega. Einnig er nú miklu meira rannsakað hvernig best er að endurhæfa fólk eftir heilablóðfall. Að auki hefur verið mikil þróun á þekkingu innan endurhæfingarhjúkrunar. Áhugi manna beinist nú að verkefnismiðaðri þjálfun (á ensku „task oriented training“) þar sem gengið er út frá því að öll hreyfing hafi tilgang. Í raun eru menn alltaf að leysa verkefni og endurhæfing miðast að því að endurvekja hæfni sjúklingsins til þess að leysa þessi verkefni. Maður hreyfir sig til að gera eitthvað: gengur, sest upp, stendur upp, klæðir sig, lyftir glasi til að drekka og skeið til að borða og svo framvegis. Nú er álitið að betra sé að þjálfa sjúklinginn í að leysa þessi verkefni sem hafa tilgang heldur en að láta hann gera líkamsæfingar sem kenndar eru sundurlaust og án tilgangs. spurðu: Ef NDT virkar ekki – hvað virkar þá? Sjálf vildi hún fá svar við spurningunni: Hvernig eiga hjúkrunarfræðingar að taka á endurhæfingarhjúkrun heila blóð­ fallssjúklinga? Ákveðið var að skoða möguleikann á að semja klínískar leið­ beiningar um endurhæfingu og hjúkrun heilablóðfallssjúklinga. Þar sem Þóra vann bæði við háskólann og á hjáskóla­ sjúkrahúsinu þurfti hún samþykki beggja yfirmanna sinna þar og reyndist það auðsótt. Síðar kom Landspítali inn í verkefnið. Í fræðiskrifum um endurhæfingarhjúkrun er ekki mikið talað um hvaða áhrif aðrir þættir hafa á hreyfigetu og bataferli. Heimildaleit Þóru mótaðist þannig að fram komu 11 efnisþættir sem svo urðu að köflum í bókinni. Bókin er 254 blaðsíður og er byggð upp af stuttum fræðilegum köflum sem enda á gagnreyndum leiðbeiningum um hjúkrun og endurhæfingu sjúklinga sem hafa fengið heilablóðfall. Leiðbeiningarnar miðast við hjúkrun heilablóðfallssjúklinga á sjúkrahúsum, endurhæfingardeildum, stofnunum og í heimahúsum. Þær klínísku leiðbeiningar, sem hafa áður verið gerðar erlendis fyrir þennan sjúklingahóp, hafa verið samdar af þverfaglegum hópum og hafa ekki tekið mið af hjúkrun sérstaklega. Ráðleggingar voru oft mjög fræðilegar og flóknar og erfitt var fyrir hjúkrunarfræðinga að vinna með þær. Í bókinni eru því einu leiðbeiningarnar sem unnar eru að í vinnuhópinn bættust fjórir íslenskir hjúkrunarfræðingar sem unnu sína kafla undir handleiðslu Þóru. Þær voru Marianne Klinke, Svanhildur Sigurjónsdóttir og Katrín Björgvinsdóttir á taugalækningadeild Landspítalans í Fossvogi og Dóróthea Bergs á endurhæfingardeild á Grensási. Íslensku hjúkrunarfræðingarnir í hópnum unnu sína kafla á íslensku og voru þeir svo þýddir yfir á hollensku og unnir áfram. Þetta eru kaflarnir um næringu, kyngingarerfiðleika, vökvaskort og kynlíf eftir heilablóðfall. Þessir hjúkrunarfræðingar unnu kaflana í hlutavinnu og fengu oftast einn dag í viku fyrir efnisleit, úrvinnslu og skrif á köflum. Samskipti fóru að miklu leyti fram í tölvupósti og síma og gekk það vel. En þess á milli kom Þóra til landsins. „Eftir á að hyggja skrifuðum við allt of langa kafla sem svo þurfti að skera niður til að þetta yrði bók af góðri stærð og gerð. Þykkari bók er dýrari og það verður að taka inn í myndina. En í tengslum við bókina er heimasíða þar sem hægt er að nálgast ráðleggingarnar í meginatriðum sem og kaflar um aðferðafræði og annað efni. Í heildina er efnið um 400 blaðsíður,“ segir Þóra. Aðrir kaflar í bókinni fjalla um fræðilegan bakgrunn endurhæfingar, hreyfigetu og sjálfsbjargargetu heilablóðfallssjúklinga, byltur, vitsmuni, boðskiptaerfiðleika, þunglyndi, sem og fræðslu til sjúklinga og aðstandenda. Þóra er meðhöfundur

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.