Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Qupperneq 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Qupperneq 35
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 2009 31 Þeim samningum verður ekki breytt nema með samningum við félagið eða fulltrúa þess í samstarfsnefndum. Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að leita til trúnaðarmanna um upplýsingar og ráðgjöf, og að koma upplýsingum um boðaðar breytingar til félagsins og leita aðstoðar starfsmanna þess þegar þörf er á. Hvað er fram undan? Því miður er ljóst að hagræðingarkrafa sú sem nú er sett á heilbrigðisstofnanir er líklega aðeins forsmekkur þess sem koma skal. Fullyrða má að næstu tvö árin að minnsta kosti þurfi að hagræða annað eins og krafist er á þessu ári. Slík hagræðing næst ekki fram nema með því að sameina stofnanir, loka stofnunum eða leggja af ákveðna starfsemi. Því ríður á að stjórnvöld marki skýra stefnu um hvaða þjónustu á að veita, hvar á að veita þjónustuna og hver greiði fyrir hana. Hagræðingarkrafan, sem nú er sett fram, leiðir til þess að hverfa verður frá þeirri stefnu að reyna að gera allt fyrir alla alltaf. Í opinberri umræðu er því miður oft talað um heilbrigðiskerfið eingöngu sem útgjöld. Kostnaður af kerfinu er metinn og tölum slegið fram um aukinn hlut „heilbrigðisútgjalda“ af vergri landsframleiðslu. Sjaldnar er rætt um ávinninginn og arðinn af heilbrigðiskerfinu. Ávinninginn fyrir samfélagið af því að bjarga mannslífum, af því að koma fólki aftur til vinnu og til þess að hugsa um börn sín og fjölskyldur, af því að skila aftur sköttum til þjóðarbúsins, af því að hafa innan heilbrigðiskerfisins mikinn mannauð, fjölda vel menntaðra starfsmanna og svo framvegis. Arðsemi heilbrigðisþjónustu er ómæld og því er vandasamt og viðkvæmt að skera niður í heilbrigðiskerfinu. Miklar framfarir hafa orðið í heilbrigðiskerfinu á síðustu árum og áratugum. Fjöldi nýrra og dýrra meðferðarúrræða eru nú veitt hér á landi. Þekkingu og færni heilbrigðisstarfsmanna eru fá takmörk sett. Það er því skylda stjórnvalda að taka sem fyrst ákvarðanir um hversu miklu af okkar sameiginlega sjóði skuli verja til heilbrigðismála á næstu árum, á þessum tímum þegar herðir að. Nauðsynlegt er að ræða af yfirvegun um forgangsröðun verkefna í heilbrigðiskerfinu. Nú eru liðin 12 ár frá því að skýrsla nefndar um forgangsröðun í íslenskum heilbrigðismálum var gefin út af heilbrigðisráðuneytinu. Þegar hagræðingarkrafa stjórnvalda á heilbrigðisstofnanir er svo mikil sem nú er, ber hinum sömu stjórnvöldum að hafa skýra stefnu í forgangsröðun verkefna í heilbrigðisþjónustu sem og öðrum þjónustuþáttum í íslensku samfélagi. Í nærmynd HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Í NÆRMYND Hefur þú gaman af því að taka myndir? Tímarit hjúkrunar­ fræðinga auglýsir hér með eftir áhugaljósmyndurum sem vilja leggja tímaritinu og félaginu lið. Okkur vantar myndir sem lífga upp á greinar í tímaritinu og á vefsíðum félagsins. Sérstaklega vantar okkur myndir úr starfi hjúkrunarfræðinga en einnig myndir úr frítíma hjúkrunarfræðinga. Myndir úr starfi mega gjarnan sýna hjúkrunarfræðinga sem virka þátttakendur í meðferð og hjúkrun. Sérfræðingar í ímyndarsköpun halda því fram að hjúkrunarfræðingar komi fyrir sjónir almennings sem óvirkir aðilar og því viljum við breyta. Taktu myndavélina með þér í vinnuna en gættu sérstaklega að því að fá birtingarleyfi þeirra sem fram koma á myndunum. Myndir af tækjum og tólum hjúkrunarfræðinga eru einnig vel þegnar. Sendu okkur myndir á netfangið christer@hjukrun.is. Tímarit hjúkrunarfræðinga og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga áskilja sér rétt til að nota allar myndir í tímaritinu og á vefsíðum félagsins.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.