Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 42
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200938 Aðalfundurinn 2009 verður með gjör­ breyttu sniði. Í fyrsta sinn eru þeir sem sækja fundinn ekki fulltrúar svæðisdeilda heldur geta allir félagsmenn sótt fundinn með atkvæðisrétt. Mörgu öðru var breytt í lögunum í fyrra og er til dæmis stjórn félagsins orðin talsvert fjölmennari. Allt þetta kallar á breytingar á starfsháttum félagsins og hefur milkil vinna verið lögð í að sníða verklag og störf félagsins að nýjum lögum. Síðastliðið haust var málið rætt á félagsráðsfundi og fundarmönnum gefið tækifæri að skrá sig í samtals sex vinnuhópa. Skipulagsbreytingar Einn hópur hefur starfað ötullega að því að tína saman allt sem gera þarf fyrir aðalfund og félagsfundi. Hann hefur meðal annars búið til gátlista og skoðað verklag við skráningu á fund. Annar hópur átti að endurskoða nafn og merki félagsins. Vegna efnahagsstöðunnar hefur þó stjórn félagsins ákveðið að falla frá verkefninu. Ekki þótti verjandi að eyða fé í endurhönnun merkis, bréfsefnis og svo framvegis þegar allir þurfa að spara. Í nýju skipulagi verða tvö svið á skrifstofu félagsins, fagsvið og kjara­ og réttindasvið. Einn hópur hefur unnið að því að skilgreina helstu verkefni sviða og búa til starfsreglur og starfslýsingar. Í hópi um hlutverk og starfsreglur fagdeilda skráðu sig upphaflega 14 manns en 6­8 hafa að jafnaði mætt á fundi hópsins. Hópurinn gerði gæðaskjöl varðandi stofnun fagdeildar, úthlutun styrkja til fagdeilda, merki fagdeilda og hlutverk og stefnu fagdeilda. Slíkum Kjörnefnd að störfum í febrúar 2009. skjölum er ætlað að vera fagdeildum til leiðbeiningar þegar þær móta sínar reglur og markmið. Formenn fagdeilda fengu um miðjan janúar tækifæri til umsagnar. Nokkrar fagdeildir svöruðu og gerðu athugasemdir. Litið var svo á að hinar hefðu engar athugasemdir að sinni. Hópurinn um svæðisdeildir hefur rýnt í hlutverk og skiptingu svæðisdeilda samkvæmt nýjum lögum og endurskoðað starfsreglur svæðisdeilda. Þar sem lagt er til að falla frá skiptingu Reykjavíkurdeildar í undirdeildir þurfti hópurinn ekki að komast að niðurstöðu varðandi það. Að lokum fór einn hópur yfir verk lag varð­ andi kosningu nýrrar stjórnar og hvernig aðal fundir fag­ og svæðis deilda standi best að því að tilnefna fulltrúa í stjórn. Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður í ár haldinn 12. maí, á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga. Þetta er fyrsti fundurinn eftir að lögum félagsins var breytt á aðalfundi 2008. Fundurinn hefur verið í undirbúningi síðan í september sl. og fjöldi hópa að störfum. Christer Magnusson, christer@hjukrun.is AÐALFUNDURINN NÁLGAST Nefndir lagðar niður Nokkrar fastanefndir hætta störfum á aðalfundinum í maí nk. Ákveðið var að leggja þær niður á aðalfundi 2008 en lagabreytingin öðlast fyrst gildi nú og verður ekki lengur kosið í þessar nefndir. Um er að ræða fræðslunefnd, siða­ og sáttanefnd, gæðastjórnunarnefnd og vinnuverndarnefnd. Vinnuverndarnefnd hefur ekki starfað eftir að aðalfundurinn 2008 ákvað að leggja hana niður. Formaðurinn, Sigrún Gunnarsdóttir, segir að nefndarmenn hafi verið mótfallnir breytingunni á sínum tíma og komið rökum sínum á framfæri við stjórnina. Í nefndinni störfuðu hins vegar nokkrir helstu sérfræðingar hjúkrunarfræðinga í vinnuverndarmálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.