Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 43
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 2009 39 Frestur til þess að skila inn tillögum að lagabreytingum var ekki runninn út þegar þetta tölublað fór í prentun en eftirfarandi tillögur hafa verið afgreiddar úr stjórn. Í 8. grein um aðalfund segir að fundargerð skuli lesin upp í fundarlok og borin undir atkvæði. Þetta er augljóslega tafsamt og í staðinn er lagt til að fundarritarar gangi frá fundargerð að loknum aðalfundi. Lagt er til að ákvæði í 15. grein um undirdeildir í svæðisdeild höfuðborgar svæðisins falli niður og í stað þess ákvarði hver svæðisdeild skipulag deildarinnar. Rökin eru þau að ávinningur af þessari skiptingu sé óljós og gangi gegn því markmiði að einfalda skipulag félagsins. Þá eru einnig taldar líkur til þess að aðrar svæðisdeildir myndu vilja skipta sínu starfssvæði upp í undirdeildir og það myndi leiða til flóknara skipulags en ekki einfaldara eins og markmið hinna nýju laga er. Þá er lagt til að bráðabirgðarákvæði í 38. grein falli niður. Þar er sagt að ákveðnar lagareglur gildi til bráðabirgða fram að aðalfundi 2009 en þær verða nú óþarfar. og fagdeildir og svæðisdeildir geta eflaust leitað til þeirra þegar þær skipuleggja sín vinnuverndarstörf. Þóra I. Árnadóttir, formaður siða­ og sáttanefndar, hefur áhyggjur af niðurfellingu siðanefnda en segist sætta sig við lýðræðislegar ákvarðanir aðalfundar félagsins. „Eins og við höfum tjáð formanni óttumst við að í nýju skipulagi félagsins verði ekki vettvangur fyrir siðfræðileg álitamál. Við teljum sérstaklega mikilvægt að siðfræðileg umræða innan hjúkrunar sé virk, ekki síst nú á tímum mikilla breytinga,“ segir Þóra. Hún bendir á að formenn siðanefnda norrænu hjúkrunarfélaganna hafi í september 2008 lýst yfir miklum áhyggjum yfir því að félagið skyldi ekki lengur hafa siðanefnd. Á sama tíma séu siðanefndir á hinum Norðurlöndunum að eflast. Siðanefnd hélt fimm fundi árið 2008. Þar voru meðal annars rædd tvö mál frá félagsmönnum og eitt frá njótanda í heilbrigðiskerfinu. Nefndin tók þátt í ráðstefnu SSN í Færeyjum í september og formaður sat fund siðanefnda frá hjúkrunarfélögum Norðurlandanna. Nefndarmenn bíða nú eftir tilmælum frá stjórn félagsins varðandi starfslok nefndarinnar. Síðasti aðalfundur ákvað einnig að leggja niður gæðastjórnunarnefnd og að það yrði „hlutverk fagdeilda að gangast fyrir umræðu um öryggi sjúklinga og þróun gæðavísa í hjúkrun“ eins og sagt var í tillögum umbótanefndar. Ágústa Benný Herbertsdóttir, formaður nefndarinnar, segir gæðastjórnunarnefnd vera sammála því að gæðamál og öryggi sjúklinga séu nátengd fagmennsku. Hluti gæðamála geti hér eftir sem hingað til verið í fagdeildum félagsins en miðlæga stjórnun á málflokknum þurfi til að framfylgja stefnu félagsins varðandi gæðamál og einnig vegna þátttöku í norrænu sem og alþjóðlegu gæðasamstarfi. Finnst nefndinni að einn starfsmaður á skrifstofu FÍH þurfi að vera hjúkrunarfræðingur með sérþekkingu á gæða­ og öryggismálum og að stofna þurfi fagdeild um öryggi sjúklinga og gæðamál. Helstu verkefni nefndarinnar hafa verið ráðgjöf við stjórn FÍH varðandi gæðamál, fræðsla og vinna á vegum SSN í samnorrænu gæðastarfi. Formaður gæðastjórnunarnefndar hefur verið fulltrúi FÍH í vinnuhópi SSN um gæðamál. Hvað mun gerast á aðalfundinum? Eins og áður sagði hefur fastanefndum fækkað og verður nú á aðalfundinum bara kosið í þrjár: ritnefnd, stjórn orlofssjóðs og kjörnefnd. Það verður samt sem áður af nógu að taka. Frestur til þess að bjóða sig fram í stjórn og nefndir félagsins rann út 30. mars. Í nýrri félagsstjórn verða nú 18 manns en ekki eru allir kosnir á aðalfundi. Formaður er kosinn í allsherjarkosningu og sjö fulltrúar svæðisdeilda, að jafnaði formenn þeirra, eru kosnir á aðalfundum svæðisdeilda. Á aðalfundi félagsins eru hins vegar kosnir sjö fulltrúar fagdeilda og þrír félagsmenn að auki. Einungis fjórir fulltrúar voru tilnefndir frá fagdeildum þegar framboðsfresturinn rann út en margar fagdeildir eiga eftir að halda aðalfund. Í hin þrjú sætin hafa fimm boðið sig fram þannig að hér má gera ráð fyrir spennandi kosningum. Kjörnefnd hefur haft veg og vanda af að leita að frambjóðendum fyrir aðalfund. Þetta er mikilvæg nefnd sem lítið fer fyrir nema þegar þarf að kjósa fulltrúa eða vegna kjarasamninga. Guðrún Jónas­ dóttir, formaður kjörnefndar, segir hlut­ verk nefnarinnar vera að annast undir­ búning og framkvæmd formannskjörs, kosningu til stjórnar félagsins, í nefndir þess og önnur þau störf sem kosið er um. Nefndin annast einnig talningu atkvæða og sker úr vafamálum. Nefndarmenn voru til dæmis viðstaddir kynningar á stofnanasamningum á vegum félagsins, önnuðust atkvæðagreiðslur um þá og talningu atkvæða. Fyrir utan kosningar verða á aðalfundinum teknar fyrir lagabreytingar, starfsáætlun stjórnar og fjárhagsáætlun. Að loknum fundi verður haldið upp á alþjóðadag hjúkrunarfræðinga með því að afhenda styrki úr B­hluta vísindasjóðs. Tíl sýnis verða einnig veggspjöld sem tengjast degi hjúkrunarfræðinga. Eins og áður sagði er nú ekki lengur fulltrúalýðræði á aðalfundinum heldur eiga allir félagsmenn rétt til setu og atkvæðisrétt. Það er því um að gera að nýta tækifærið að hafa áhrif á hverjir stýra félaginu og hvað það á að gera næstu árin. Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn til þess að hafa atkvæðisrétt en skráningu lýkur 5. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.