Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Síða 55
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 2009 51
Ritrýnd fræðigrein
eftir í 5 til 15 ár, hafa sýnt að góð blóðsykurstjórn dregur úr líkum
á fylgikvillum sykursýki (The Diabetes Control and Complications
Trial Research Group, hér á eftir skammstafað DCCT, 1993; UK
Prospective Diabetes Study, hér á eftir skammstafað UKPDS,
1998) og að áhrif góðrar blóðsykurstjórnunar geta varað í
mörg ár (EDIC study group, 2003). Best er að blóðsykur sé
eins nálægt eðlilegum mörkum og kostur er til að draga úr
fylgikvillum sykursýkinnar. Alþjóðlegar leiðbeiningar (IDF, 2006)
sem og klínískar leiðbeiningar frá Landlæknisembættinu (Hörður
Björnsson o.fl., 2002) ráðleggja að langtímablóðsykurstjórn
unargildið (HbA1c) sé ekki hærra en 7%. Almennt er álitið að ef
HbA1cgildið er hærra en 7,5% sé blóðsykurstjórnun ónóg og
það eykur hættu á fylgikvillum sykursýkinnar (Hörður Björnsson
o.fl., 2002). Fylgikvillar draga úr vellíðan fólks með sykursýki
og auka kostnað við meðferð. Evrópsk rannsókn sýndi að
kostnaður vegna fylgikvilla sykursýkinnar var um 55% af öllum
kostnaði vegna sykursýki en kostnaður vegna sykursýkislyfja
var einungis um 7% af kostnaðinum (Del Prato o.fl., 2005).
Sambærileg niðurstaða fékkst úr bandarískum gögnum um
kostnað við læknismeðferð 16,3 milljóna manna, en þar kom í
ljós að af heildarútgjöldum vegna sykursýkinnar var kostnaður
vegna fylgikvilla frá 5061% og heilbrigðiskostnaður fólks með
sykursýki var 2,3 meiri en ef fólk var laust við sjúkdóminn
(American Diabetes Asociation ADA, 2008). Almennt virðast
fylgikvillar sykursýki vera álíka algengir á Íslandi og annars staðar
en þó er blinda vegna sykursýki sjaldgæfari hérlendis en annars
staðar (Ástráður B. Hreiðarsson, 2008) og taugakvillar eru með
því minnsta sem þekkist (Friðný Heimisdóttir o.fl., 2008).
Oft reynist erfitt að ná markmiðum um góða blóðsykurstjórnun.
Sigríður Björnsdóttir og félagar (2004) skoðuðu blóðsykurstjórn
hjá fólki með sykursýki af tegund 2 sem kom inn á göngudeild
sykursjúkra á Landspítalanum árin 2001 og 2002. Þau fundu
að árið 2002 voru 41,7% sjúklinganna með HbA1cgildi ≥ 7%
en árið 2001 voru það 57%. Fleiri hafa bent á að hlutfall þeirra
sem ná að hafa HbA1cgildið ≥ 7% hafi ekki breyst mikið
undanfarin ár (Bailey o.fl., 2005; Del Prato o.fl., 2005). Það gefur
til kynna að hægt sé að bæta líðan fólks með sykursýki sem
og að draga úr kostnaði vegna sjúkdómsins með því að bæta
sjálfsumönnun og blóðsykurstjórnun. Ein leið til að aðstoða fólk
með sykursýki til að bæta líðan og blóðsykurstjórnun og um
leið að draga úr hættu á fylgikvillum er kennsla. Einn tilgangur
greinarinnar er kynna hvernig kennsla byggð á hugmyndafræði
sjálfseflingar getur gagnast fólki með sykursýki.
KENNSLA UM SyKURSýKI
Kennsla um eðli og meðferð sykursýkinnar hefur lengi verið hluti
af umönnun fólks með sykursýki. Árið 1924 tilkynnti Elliott Joslin
að kennslustofa væri tiltæk í skóla í Boston til að fræða fólk
með sykursýki (WilsonBarnett, 1983). Nú er talið ómögulegt
að aðskilja kennslu frá annarri umönnun fólks með sykursýki
því sykursjúkir þurfa að skilja eðli og meðferð sykursýkinnar og
hvað þarf til svo þeir nái og geti viðhaldið góðri blóðsykurstjórn.
Alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar staðhæfa að kennsla fólks
með sykursýki eigi að vera óaðskiljanlegur hluti umönnunar
og æskilegt er að fólk með sykursýki sé virkir þátttakendur í
kennslunni (IDF, 2006).
Kerfisbundin yfirlit sýna að kennsla um sykursýki og meðferð
hennar eykur þekkingu (Brown, 1999; Norris o.fl., 2001)
og bætir sjálfsumönnun og blóðsykurstjórnun (Ellis o.fl.,
2004; Norris o.fl, 2002). Hins vegar hefur reynst erfitt að
greina með óyggjandi hætti hvaða þættir eða aðferðir í
fræðslunni skili mestum árangri til að bæta sjálfsumönnun
og blóðsykurstjórnun (Knight o.fl., 2006; Norris o.fl., 2002;
Sigurdardottir o.fl., 2007). Rannsóknir hafa sýnt að þekking
einstaklinga á sykursýkinni og meðferð hennar er oft næg þó
sjálfsumönnun og blóðsykurstjórnun sé áfátt (Brown, 1999;
Knight o.fl., 2006). Talað er um að heilbrigðisstarfsfólk þurfi
að breyta aðferðum sínum við að nálgast einstaklinginn í
umönnun og fræðslu til fólks með sykursýki þar sem ráðlagt er
að meðferðin taki mið af kenningum um sjálfseflingu (Anderson
og Funnell, 2000; Funnell o.fl., 2008).
Sjálfsefling sem aðferð til kennslu í sykursýki
Mikið hefur verið ritað um hugtakið sjálfseflingu sem hefur
sannað gildi sitt innan hjúkrunar (Sigurdardottir og Jonsdottir,
2007). Sýn fræðimanna á hugtakið er mismunandi, en
sameiginlegt er þó að hugtakið sjálfsefling er eitthvað jákvætt
sem vísar til aukinna möguleika og sjálfsstyrkingar (Coates,
1999; Ryles, 1999). Fræðimenn leggja áherslu á að sjálfsefling
eigi sér stað, hvoru tveggja innra með fólki og milli manna
(Anderson og Funnell, 2000; Gibson, 1991) og jafnvel í kringum
fólk (Kuokkanen og LeinoKilpi, 2000). Forsenda sjálfseflingar
er sú að fólkið sjálft taki virkan þátt í sjálfseflingarferlinu,
hjúkrunarfræðingar geta einungis aðstoðað fólk til að fá aukinn
styrk eða sjálfseflingu (Anderson og Funnell, 2000; Gibson
1991). Hugtakið sjálfsefling hefur líka verið tengt valdi og hvaða
vald þekking veitir fagstéttum (Foucault, 1980; Kuokkanen og
LeinoKilpi, 2000).
Í umönnun fólks með sykursýki hefur sjálfseflingarhugtakið
oftast verið notað til samræmis við kenningu Carls Rogers
(1980) um persónuleikaþroska. Kenning Rogers gerir ráð fyrir
að sjálfsefling og sjálfskennd aukist við samskipti á þann hátt
að fólk öðlist aukna þekkingu og hæfni til að taka ábyrgð
á sjúkdómi sínum og aukna sjálfsstjórn og hæfni til að taka
upplýsta ákvörðun um sjúkdómsmeðferð sína (Anderson og
Funnell, 2000; Coates, 1999). Kenning Anderson og Funnell
um sjálfseflingu í sykursýki gengur út á að aðstoða fólk við
að uppgötva og nota innri styrk til að ná tökum á meðferð
sykursýkinnar. Lögð er áhersla á þá hugmyndafræði að
markmið sjálfseflingar og kennslu sé að hvetja til upplýstrar
ákvarðanatöku þar sem fólkið með sykursýkina beri ábyrgð á
og stjórni meðferð sinni í samvinnu við fagfólk. Þeir staðhæfa
að sjálfsefling auki þekkingu og persónulegan þroska en
ígrundun er nauðsynleg til að fólk nái að auka persónulegan
þroska sinn (Anderson og Funnell, 2000). Heilbrigðisstarfsfólk,
sem vinnur eftir hugmyndafræði sjálfseflingar, aðstoðar
skjólstæðinginn við að fá betri skilning og innsýn inn í líf með
sykursýki með því að hinn sykursjúki ígrundi gildi og markmið
sykursýkismeðferðarinnar. Einnig hvetur það skjólstæðinginn
til að setja sér raunhæf markmið með meðferðinni og aðstoðar
skjólstæðinginn við að setja markmiðin um leið og það hvetur