Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 45
Franz Gíslason
„Hringþýðingar“
Stundum gerist það að þýðing „fer í hring“ ef svo má að orði komast,
þ.e. þýddur texti er þýddur til baka á frummálið. Oftast mun þetta gerast
óviljandi; þýðandi veit ekki að texti sem hann er að fást við hefur þegar
verið þýddur úr því máli sem hann er að þýða hann á.
Arið 2001 kom út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi ritið Ltndala
til heiðurs Sigurði Líndal lagaprófessor sjötugum. Höfundar verksins eru
margir eins og títt er um slík rit. Einn af þeim er Hannes Hólmsteinn
Gissurarson sem þarna á alllanga syrpu af frásögnum og hugleiðingum
sem hann kallar „Grúsk“ (Lindala, bls. 247—264). Hannes segir þar frá vin-
skap þeirra, hans og Davíðs Oddsonar fyrrv. forsætisráðherra, en um tíma
hittust þeir nær daglega og snæddu saman hádegisverð á kaffihúsinu Tröð
í Austurstræti 18. í 4. grúski (þ.e. 4. kafla syrpunnar) segir svo Hannes
orðrétt:
Davíð Oddsson hefur stundum vitnað í stöku eftir starfsbróður sinn,
Hannes Hafstein:
Takt' ekki níðróginn nærri þér.
Það næsta gömul er saga,
að lakasti gróðurinn ekki það er,
sem ormarnir helst vilja naga.
I ljóðabókum Hannesar segir, að þessi staka sé lauslega þýdd úr þýsku,
líklega árið 1915. En ekki veit ég til þess, að bent hafi verið á, hvaðan hún
er. Hún er bersýnilega úr kvæðinu „Trost“ eftir Gottfried August Biirger,
sem birtist í Göttinger Musenalmanach 1787 og hljóðar svo:
Wenn dich die Lasterzunge sticht,
So laí? dir dies zum Troste sagen:
Die schlechtsten Fruchte sind es nicht
woran die Wespen nagen.
DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL ÞÍN
43