Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 62

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 62
Gauti Kristmunnsson Dæmin eru mörg og ég ætla aðeins að drepa á fáein áður en ég kem að einu íslensku, Jónasi Hallgrímssyni. Tilurð stakhendunnar sýnir eitt af ýmsum mögulegum skrefum í þessu tilliti.9 Arið 1515 reyndi ítalska skáldið Gian Giorgio Trissino að „þýða“ gríska sexliðaháttinn inn í ítölsku með því að nota órímaðan ellefu atkvæða hátt fyrir harmleik sinn Sofonisba. Þetta var nokkurs konar málamiðlun til að nálgast hinar upphöfnu klassísku fyrirmyndir. Þótt litið hafi verið niður á þetta verk í seinni tíð er það oft nefnt sem fyrsta dæmið um harmleik á seinni tímum þar sem haldið var stranglega í einingarnar þrjár sem frönsk nýklassík gerði svo mikið úr í túlkun sinni á Aristótelesi. Reyndar ritaði Trissino einnig epískt söguljóð undir titlinum La Italia Liberata da Gotthi og er það líka stundum nefnt fyrsta epíska kvæðið sem ort var undir stak- henduhætti. Um miðja 16. öld varð síðan til stakhendan enska eins og hún er stund- um kölluð og þá við þýðingu Henrys Howards, jarls af Surrey á brotum úr Eneasarkviðu Virgils. Ekki er vitað hvort Surrey hafi vitað af verkum Trissin- os, en Surrey var kunnugur ítalskri ljóðagerð, a.m.k. Petrarca, en Surrey þróaði einmitt sonnettuformið á enskri tungu. Hvort sem Surrey vissi af tilraunum Trissinos eða ekki, er ljóst að að hann fer nánast sömu leið til að þýða sexliðaháttinn inn í enskt mál og Trissino á ítölsku. Það voru aðrir bragarhættir sem kepptu við stakhenduna sem nokkurs konar jafngildi sexliðaháttar, alexandrínan franska og tvírímið enska. Eg hef ekki enn fundið út hvort þessir hættir hafi orðið til í tilraunum sem miðuðu að því að ná jafngildi sexliðaháttarins forna, en ef litið er á notkun þessara hátta allt fram á átjándu öld má sjá að þeir eru einkum notaðir í sambærilegum textategundum, þ.e. harmleikjum og epískum kveðskap. Alexander Pope notaði t.a.m. tvírímið enska í þýðingum sínum á Hómer. Onnur aðferð við að ná hinum klassíska ljóma fornaldar var að beita hinni svokölluðu „imitation“ (hér á ensku) eða eftirlíkingu, en þó án þess að þýða beint, reyndar var aðferðin einmitt þróuð til að komast hjá því að þýða. Franska skáldið Ronsard var einn af frumkvöðlunum og fólst aðferðin í því að endurrita óði Pindars með þessum hætti. Ronsard hafði mikil áhrif á enska skáldið Abraham Cowley sem einnig ritaði eftir Pindar án þess að þýða; markmið hans var að ná „anda“ Pindars með þessari gerð eftirlíkingar, og má kannski sjá í þessu viðleitni til að halda í nafn Pindars og sleppa um leið við þrælsins þýðingu. Þessi gerð eftirlíkinga varð að nokkurs konar textategund sem mikilla vinsælda naut langt fram á átjándu öld. 9 Niðurstöður í næstu efnisgreinum byggja á bók minni Literary Diplomacy I: The Role of Translation in the Construction of National Literatures in Britain and Germany 1750-1830 (21-23). 60 ffíó/c á .93cepáiá. - Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.