Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 16
Kristjana Gunnars
við frásöguna um Kanada. Ef okkur á að takast að koma auga á og staðfesta
návist Stephans, verðum við að geta rætt torráðið ferli þýðinga.
Eftir þessa tilraun til að færa fram rök fyrir nauðsyn þýðinga væri dapur-
legt ef við kæmumst að raun um að þær væru óvinnandi verk. I þýðingar-
fræðum hafa á liðnum árum mörg orð verið látin falla um óþýðanleikann.
Hvað er það í rauninni sem glatast í þýðingu? Hvað er í reynd óþýðanlegt
í bókmenntatexta? Árið 1891 lét Schopenhauer í ljós þá skoðun að allar þýð-
ingar væru falsanir. Hann sagði: „Bókasafn þýðinga minnir á safn af eftir-
prentunum málverka. Tökum þýðingar á höfimdum úr fornöld: þær eru
eins augljóslega eftirlíking og kafhfífilsrót er fyrir kaffi. Ljóð er ekki hægt að
þýða... “ (33). Hann taldi ástæðuna fyrir þessum ógerleika einfaldlega vera þá,
að við hugsuðum með ólíku móti á ólíkum tungumálum. Þegar við tækjum
upp nýtt tungumál, þá tileinkuðum við okkur alnýjan hugsunarmáta.
Arið 1819 reyndi Goethe að flokka þýðingarferlið í þrjú hólf. Fyrst var
framsetning frumtextans a eigin forsendum’ (60) sem átti að vera í óbundnu
máli. I öðru lagi átti þýðandinn að ímynda sér framandleik frumtextans og
tileinka sér hann. I þriðja lagi átti þýðandinn að láta þýðinguna algerlega
koma í stað frumtextans. Þessi síðastnefndu ‘tímamót’, einsog hann nefndi
þau, taldi hann vera ‘æðst þeirra þriggja (61). Enginn þessara þýðingarmáta
getur samt orðið nákvæmur. Hvort sem um er að ræða orðrétta þýðingu,
eftirhermu eða umskiptingu, þá verður árangurinn þesskonar gerviverk
sem Schopenhauer talar um.
Arið 1882 benti Nietzsche á annað svið sem vísast væri óþýðanlegt. Það
felst einfaldlega í efnaskiptum (sundrunar- og nýmyndunarferli) frumtext-
ans: „Það sem erfiðast er að þýða af einni tungu á aðra,“ segir hann, „er
taktur stílsins: það sem á rætur í eðli kynstofnsins eða, svo talað sé á líf-
fræðilegum nótum, í meðaltalstakti ‘efnaskiptanna’“ (69). Með öðrum orð-
um felur táknfræðilegur bakgrunnur hvers tiltekins texta í sér meira magn
menningarlegrar og líffræðilegrar arfleifðar en nokkur einstakur þýðandi
getur gert sér vonir um að ná tökum á. Samkvæmt þessum gömlu vangavelt-
um um þýðingar verður hver tilraun til að flytja verk af einni tungu yfirá
aðra óhjákvæmilega fölsun.
Miklu seinna, eða árið 1985, samdi Derrida ritgerðina „Des Tours de
Babel“, þarsem hann kemur að kjarna málsins. Umræða um þýðingar hófst á
siðskiptatímanum þegar mótmælendur kunngerðu nauðsynina á þýðingum
Biblíunnar á móðurmál þjóða, þannig að allir menn gætu alstaðar lesið orð
Guðs sjálfum sér að gagni. Fróðlegt er að veita því eftirtekt, að engar vanga-
veltur eða umræður um óþýðanleik guðsorðs bægðu kappsömum kristnum
mönnum frá að þýða orð Guðs. Ef okkur finnst íslenska Stephans vera svo
flókin að henni verði ekki snúið á ensku, þá hljótum við að líta svo á að ís-
lenskan sé flóknari en orð Guðs. Sé hægt að þýða Guð, hversvegna þá ekki
14
á Jffiayrr-lá - Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006