Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 30

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 30
Jón Bjami Atlason nær hámarki í dauðanum. Þá fyrst njótast elskendurnir sem svipar til þess sem gerist á milli Helga og Sigrúnar í Helgakviðu Hundingsbana II. Þar vitjar Helgi hennar látinn úr helheimum og tekur á sig jarðneska mynd í haugnum. Bjarni Thorarensen kemst á mikið flug í síðasta erindi Sigrúnarljóða þar sem holdlegum ástum eftir dauðann er lýst. Hann brýtur upp efni og form kvæðisins. Upphafið andlegt ástarsamband víkur fyrir holdinu og stirður og endarímslaus bragarhátturinn, sem ásamt efninu ljær ljóðinu tilheyrandi kuldalegt yfirbragð, lætur í minni pokann fyrir létt- leikandi réttum þríliðum (daktylos) og rímuðum ljóðlínum sem tekst vel að fanga hin himnesku ástaratlot. Sökum þessa átti erindið ekki upp á pall- borðið hjá öllum samtíðarmönnum Bjarna og á efri árum gerði hann sjálfur lítið úr þessum kveðskap sínum. Fyrsta þýðing Poestions á Sigrúnarljóðum birtist í grein sem hann ritaði um Bjarna Thorarensen í þýska tímaritið Nord und Súd árið 1891. Tilefni greinarinnar var fimmtíu ára dánarafmæli skáldsins. Poestion tekur stórt til orða í byrjun hennar: „Þann 24. ágúst 1891 voru fimmtíu ár liðin síðan eitt mikilvægasta skáld þessarar aldar lést.“ Og er hann hér ekki aðeins að miða við Island. Greinin skiptist í tvo hluta. Fyrst rekur Poestion lífs- og skáldferil Bjarna. Hann segir hann hafa orðið fyrir áhrifum frá dönsku rómantíkinni „sem var vel á minnst mun heilbrigðari og kröftugri en sú þýska og sat ekki föst í miðöldum eins og hún, heldur tók algerlega sjálfstæða stefnu aftur til hetjualdar og vakti og nærði þjóðerniskenndina.“ Segir Poestion að kvæðið Islands minni hafi haft sömu áhrif á íslenska ljóðlist og Gullhorn Oehlenschlágers á hina dönsku, sem er þó líklega svolítið orðum aukið. I Islandische Dichter der Neuzeit bætir hann svo við að Bjarni hafi fært Islend- ingum þýsku rómantíkina. Aðalkosti Bjarna sem skálds telur Poestion vera „hugmyndaauðgi, hjartnæmi tilfinninga, kraft og dýpt.“ En að hans helsti galli sé sá, að hann hafi vanrækt formið, sem komi niður á skáldskap hans og hafi hjálpað Jónasi Hallgrímssyni til meiri vinsælda og yfirburða, sem að hans áliti hafði ekki yfir eins mikilli hugmyndaauðgi og krafti að búa, þó hann hafi verið meistari í formi og máli. Það er ýmislegt ágætlega athugað í greininni í Nord und Sud. I seinni hluta hennar fjallar Poestion um kveð- skap Bjarna og fylgja frægustu ljóð hans með í þýðingum. Má þar nefna Islands minni (í þýðingu A. Baumgartners), Sigrúnarljóð, Kysstu migaftur, Freyjukettina, Odd Hjaltalín og Veturinn. Líkt og hefð er fyrir í dag skiptir Poestion kveðskap Bjarna upp í ættjarðar- og (náttúru)kvæði, ástarkveðskap og erfikvæði. Um ástarkveðskap hans segir Poestion: „Eins ástríðufullur og djúpur og hann virðist vera í heildina, þá er hann þó svo skírlífur og laus við alla holdlega nautn að vart má hugsa sér hreinni og háleitari erótík. Astin milli karls og konu er í hans augum aðeins andlegt samband sem af þeim sökum er einnig til staðar eftir dauðann." í Islandische Dichter der Neuzeit 28 á - Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.