Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 49
Franz Gíslason
Brúarsmíði í tuttugu ár
Nú nýverið kom út í Bremerhaven í Þýskalandi hefti nr. 221 (1/2006) af
tímaritinu die horen. I því birtust, auk greina um Island og íslensk málefni,
Ijóð og örsögur eftir tólf íslensk skáld, alls tæpar 50 bls. Þetta er nýjasti
hlekkurinn í iangri keðju kynninga á íslenskum skáldskap, einkum ljóðlist,
í þessu merka bókmenntatímariti.
Fyrsti hlekkur keðjunnar var reyndar smíðaður fyrir sléttum tuttugu
árum þegar heilt hefti tímaritsins (143, 3/1986) var helgað íslenskum skáld-
skap. Heftið bar yfirskriftina „Þegar íshjartað slær“ (lína úr ljóðinu Vetrar-
dagurehh Stefán Hörð Grímsson) og hafði að geyma texta og grafíkmyndir
eftir liðlega 70 skáld, rithöfunda og myndlistarmenn. Reyndar var atburða-
rásin sem leiddi til tilurðar þessa heftis nokkuð skondin og tilviljunarkennd
og ég get ekki stillt mig um að rifja hana stuttlega upp hér. Upphafið var
það að snemmsumars 1983 hafði ég ákveðið að fara á nokkurra daga fland-
ur um Þýskaland, meira og minna í erindisleysu, en þó með þann bak-
þanka að kynnast einhverjum þýskum skáldum og rithöfundum og ef til
vill finna eitthvert bitastætt efni til að þýða. Tveim dögum fyrir brottför
gekk ég í flasið á gömlum skólabróður, XJlfi Hjörvar, niðri í miðbæ Reykja-
víkur. Hann sagði mér í óspurðum tíðindum að hann væri nýkominn af
heimsþingi rithöfunda í Þýskalandi og var mjög upprifinn af því að hann
hefði þar komist í kynni við sovéska skáldið Evgení Évtúsjenkó. Ég sagði
honum ferðaáætlun mína og spurði hvort hann hefði ekki kynnst einhverj-
um merkishöfundum í Þýskalandi. Jú, það hafði hann gert og lét mig hafa
nöfn og heimilisföng þriggja höfunda, eins í Berlín, annars í Dússeldorf og
þess þriðja í Köln; þessa menn gæti ég haft samband við og jafnvel heim-
sótt.
Leið mín lá fyrst til Berlínar. Skáldið sem þar bjó var statt á Kúbu og
ekki væntanlegt heim fyrr en eftir nokkrar vikur. Ég hringdi í hina tvo,
fyrst í Dússeldorf-manninn, síðan í Kölnar-búann - og þar er komið sím-
talið sem Wolfgang Schiffer lýsir á svo spaugilegan hátt í inngangi sínum
að die horen 143 (bls. 6). En fyrst fór ég til Dússeldorf- og sótti þar heldur
d .Vdæýf/.íá - í DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL ÞÍN
47