Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 14

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 14
Kristjana Gunnars Að þýða undirtyllur Spurningarnar sem leitt hafa til eftirfarandi hugleiðinga eru einfaldar. Fær íslensk menning í Kanada þolað þýðingu? Verður vestur-íslensk menning endurheimt eftirað hún hefur verið færð yfirá enska tungu? Hversu mikið af íslenskri menningu er fólgið í íslenskri tungu? Er nokkuð eftir þegar tungumálið hefur verið fjarlægt? Endalaust má halda áfram að spyrja þvílíkra spurninga. Þetta á sérstaldega við núna, þegar vettvangur þýðingafræða hefur fært út kvíarnar og tekur til margskonar annarra viðfangsefna svosem menningarfræða, undirtyllufræða [subaltern studies\, eftirlendufræða, tákn- fræða, stjórnmála og efnahagsmála. Þegar um er að ræða þekktasta og mikilvægasta vestur-íslenska höf- undinn, Stephan G. Stephansson, eru allar þessar spurningar ofarlega á baugi. Hægt er að halda fram og verja þrjú gagnstæð sjónarmið varðandi þýðanleik Stephans: a) ljóð hans eru óþýðanleg; b) Stephan er svo gott skáld að jafnvel léleg þýðing fær ekki spillt verki hans; c) fræðilega er Ijóðlist Stephans þýðanleg á ensku, en viðunandi þýðing hefur ekki enn litið dagsins ljós. Þegar Stephan G. Stephansson á í hlut, er full ástæða til að velta fyrir sér sambandi þýðinga og menningar. Sambandið verður þeim mun óljósara sem hugmyndir um sjálfa menninguna eru breytilegri. Segja má að staða Stephans og verka hans á vettvangi kanadískra bókmennta sé í besta falli óljós. Jafnvel þó hann hafi búið og starfað í Alberta, eru ljóð hans óaðgengileg þeim kanadísku lesendum sem eru ólæsir á íslensku. Þessvegna eru að heita má engin fræði helguð verkum hans í Kanada. A Islandi er Stephan eilítið afbrigðilegt fyrirbæri. Meðþví ljóðlist hans sækir efniviðinn í menningu og tungumál sem hafa riðlast af flakki og flutningum, og myndlíkingar hans lúta að landslagi sem er íslendingum framandi, er hann einsog svífandi í lausu lofti rétt utanvið alfaraleið, jafnvel þó hann sé samtímis viðurkenndur sem skáldjöfur. Vissulega væri áhugavert að taka fyrir áðurnefnd þrjú sjónarmið varð- andi þýðanleik Stephans og ræða þau hvert fyrir sig. Þegar spurt er hvort hægt sé að þýða ljóð hans eða ekki, sprettur strax upp heill skógur af mót- 12 d Æaydá - Tímarit þýðenda nr. io / 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.