Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 9

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 9
Minningarorð um Franz Gíslason að lesa sama ljóðið, og það held ég að sé einn besti mælikvarðinn á gæði ljóðaþýðinga. Það er ekki nóg að þýða orðin, það þarf að þýða allt hitt líka, allt sem gerir ljóð að ljóði: rytmann, andrúmsloftið, tilfinningarnar. Uppúr 1990 fóru þýðendur innan Rithöfundasambandsins að tala um það æ oftar að þýðingum væri ekki gefinn nægur gaumur, þýðendur byggju við bág kjör og lítil virðing væri borin fyrir starfi þeirra. Franz datt í hug að boða til fúndar þar sem málin yrðu rædd. Fundinn sóttu örfáar hræður en þar kom þó fram sú hugmynd að efna til þýðendakvölda þar sem menn læsu upp úr þýðingum sínum, birtum sem óbirtum, og bæru saman bækur sínar. Það kom svo í hlut okkar þriggja, Franz, Jóhönnu Þráinsdóttur og mín, að skipuleggja þýðendakvöldin, sem haldin voru á árunum 1992—1994. Til að byrja með hittumst við uppi á lofti í elsta húsi Reykjavíkur, sem þá var kennt við Fógetann, en seinna fluttum við okkur í Þjóðleikhúskjallarann. Ég hef ekki tölu á þessum kvöldum, en þau urðu býsna mörg. Ekki mun ég halda því fram að ijölmenni hafi flykkst til okkar, en smám saman myndaðist þarna svolítill hópur bókmenntavina sem hafði ánægju af að hittast og hlusta á upplestur, fá sér eina kollu kannski og ræða málin. Var þá stundum minnst á að gefa þyrfti út tímarit sem yrði vettvangur fyrir þýddar bókmenntir á íslensku. Við sáum fyrir okkur vandað rit sem kæmi út einu sinni til tvisvar á ári og birti óprentaðar þýðingar ásamt greinum um hin ýmsu málefni sem snerta þýðendur sérstaklega. Þessi draumur varð að veruleika þegar Franz hafði tekist að sannfæra okkar ágæta forleggjara, Gísla Má Gíslason, um kosti þess að gefa út slíkt tímarit. Franz átti líka hugmyndina að nafni tímaritsins, Jón á Bœgisá. Fyrsta heftið kom út í nóvember 1994. í ritnefnd þess sátum við þrjú: Franz, Jóhanna Þráinsdóttir og sú sem þetta ritar. Þegar ég lít yfir fjörutíu ára kynni mín af Franz Gíslasyni sé ég hann fyrir mér glaðan á góðri stund, hvort sem það var í risinu á Tjarnargötu 20, þar sem Æskulýðsfylkingin hafði aðsetur, í Moskvu, Berlín, Köln, Leipzig eða Norðurmýrinni, og hvort sem við vorum að vinna saman, ræða málin eða skemmta okkur í góðra vina hópi. Hann var yfirleitt hæglátur í fasi en gat verið bráðfyndinn, stundum meinfyndinn, kunni ógrynni af vísum og sögum og var líka góður viðmælandi um alvarlegri hliðar tilverunnar. Á föstudaginn langa s.l. kom Franz í heimsókn til mín og færði mér nýjasta heftið af tímaritinu die horen sem hefur að geyma um 50 síður af íslenskum skáldskap, að mestu leyti í þýskri þýðingu þeirra Wolfgangs. Hann færði mér líka ljóð eftir rússneska skáldið Alexander Blok og hafði þýtt það úr ensku, en bað mig að fara yfir þýðinguna og bera hana saman við rússneska frumtextann. Við sátum drjúga stund yfir kaffibollum og spjölluðum um þýðingar og sitthvað fleira. Þegar hann stóð upp til að fara leit hann á mig og sagði: „Ég held ég eigi ekki langt eftir ólifað.“ Fát kom á - í DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL m'n 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.