Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 81
Hólmgangan
Hann hefur varla verið svona góður á flaut-
una, sagði Apollon.
Marsýas fálmaði með höndunum og þau
áttuðu sig á að hann vildi standa upp. Apollon
togaði hann á fætur. Æpandi maðurinn gekk
eftir grasinu að þallsbrúninni. Hann öskraði
tón sinn yfir dalinn og blóðið spýttist án afláts
út úr líkama hans.
Apollon gekk til hans og rétti honum flaut-
una. Marsýas þeytti henni niður hlíðina og féll
síðan saman. Þau héldu að hann væri dáinn en
allt í einu lyfti hann höfðinu og hreyfði munn-
inn.
Hvað segir hann? spurði Apollon.
Þau gátu ekki skilið það sem Marsýas sagði.
Hann byrjaði aftur að æpa. Affur hættu ópin,
munnurinn hélst opinn, augun störðu á þau.
Hann er dauður, sögðu þær
Takið húðina. Við festum hana upp við lind-
ina og stjórnum vatnsflæðinu með henni. Áin á
að heita eftir Marsýasi. Tilkynnið að hann hafi
tapað í keppninni og verið fleginn í refsingar-
skyni.
Eins og þú mælir fyrir, sögðu þær og brutu
saman belginn sem húðin af Marsýasi var
orðin.
Bíddu, Apollon, kölluðu þær þegar þær sáu
guðasoninn ganga á brott, við komum með.
Apollon sneri sér ekki við. Hann hraðaði för
sinni.
Bíddu, hrópuðu þær aftur.
Apollon stansaði og sneri sér til þeirra.
Eigið ykkur og teygið.
Dauðastríðið: Óvíð gefur
Marsýasi rödd í 6. bók
Metamorfósanna: „Nei! Hættið!
Hví að slíta mig frá sjálfum mér?“
Svo öskraði hann: „Æ, æ! Ég skal
iðrast. Engin flauta er þess virði.“
Óvíð heldur áfram: „Sem hann
öskraði fláði Apollon skinnið
af útlimunum. Hann var eitt
flagandi sár. Blóðið fossaði alls
staðar, sinar berar og vöðvar,
naktar æðar og púlsandi
innyflin komin í ljós, og hægt
að telja gagnsæjar pípurnar í
brjóstholinu. Nú grétu hann
jarðræktarmennimir og skógar-
vættirnar, Fánarnir og bræður
hans Satýrarnir, en einnig
Ólympstindur, honum svo kær,
og dísirnar, og sérhver hirðir
í fjöllunum þeim sem sat yfir
síðhærðum ám og gætti hjarða.
Þá vöknaði frjósöm jörðin og
saug tárin djúpt inn í æðar sínar;
þar varð til vatn, sem síðan
spýttist upp í loftið. En þaðan
streymir fljót yfir flúðir og rennur
til sjávar, fljótið Marsýas, tærasta
og ferskasta fljót í Frýgíu.“
Þýðing: Gauti Kristmannsson
Fylgitexti: Gottskálk Þór Jensson
á Jföœyrásá — í dag heyra sönggyðjurnar til þín
79