Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 102
Ricardo Herren
dauða fangaða indíánans og máltíðarinnar sem hann varð að. I sex daga
og sex nætur fastaði hann nauðugur og gerðist ekkert markvert þann tíma,
nema hvað hann fann hvernig þeir litlu kraftar sem hann bjó enn yfir
þurru. Það var aðeins sársaukinn í fætinum sem vakti hann endrum og eins
af endalausu mókinu.
A sjöunda degi heyrði hann hrópað: „Heyr, hvítir menn!“ Á bakkanum
hinum megin stóð Inigo de Vascuna og með honum riffilskyttan Cristóbal
Martín. Þeir sögðu Gaspar de Ojeda vera dáinn og þjóninn Francisco
kominn með hitasótt; að þeim hefði tekist að koma sér af stað til að leita
útgönguleiðar úr völundarhúsinu og ætluðu sér að rekja slóðina aftur til
Alfingers. Francisco Martín, sem enn var alls ófær um gang, varð öðru sinni
að horfa á bak félögum sínum.
Hann beið tvo daga til viðbótar, sokkinn í hyldjúpt vonleysi og yfir-
þyrmandi svelti. Hann hafði engu að tapa, hann var búinn að missa allt
nema lífið sjálft. En morguninn eftir skildi hann vopn sín eftir og tókst af
hinstu kröftum að klóra sig að bakkanum, teygði sig í trjábol og lét straum-
inn fleyta sér niður ána.
Hann flaut eftir ánni allan daginn. Áður en dimmdi kom hann auga á
kofaþyrpingu indíána í nánd við bakkann og tókst að beina trjábolnum þar
að landi. Ekki er ólíklegt að Martín hafi hugsað að nú biði hans annaðhvort
banahögg eða björgun. Hið síðara var einmitt það sem og gerðist.
Frumbyggjarnir tosuðu honum upp, lögðu í hengirúm og gáfu honum
að borða. Þremur mánuðum síðar var hann orðinn heill heilsu.
3. Indíáninn Paco11
I maí 1532 var Ambrosius Alfinger orðinn þreyttur á biðinni eftir Vascuna og
ákvað að senda túlk sinn, Esteban Martín, ásamt tuttugu mönnum til Coro
að fregna um örlög hópsins. Esteban Martín lagði upp hinn 24. júní og 34 dög-
um síðar var hann kominn áfallalaust til Coro. Þar frétti hann að til manna
Vascuna hefði ekkert spurst og frumskógurinn, að því er virtist, gleypt þá.
Hann safnaði 82 nýliðum í Coro og Maracaibo og hélt aftur til yfir-
manns síns sem á meðan hafði fært sig um set til Zonico, í um 750 kílómetra
fjarlægð frá Coro og 350 frá Cabo de Vela.
Þrátt fyrir liðsaukann til áframhaldandi landvinninga var Alfinger orð-
inn þreyttur á mótlætinu og afréð að snúa til baka. Reynslan hafði nú kennt
frumbyggjum hverju mátti búast við af konkístadorunum og því brenndu
þeir þorp sín og flýðu til fjalla jafnskjótt og spurðist að þeir væru í grennd.
11 Paco er gælunafn fyrir Francisco. (Þýð.)
IOO
á .ffiœýráá - Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006