Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 15
Um skáldið W.H. Auden
manna og menningarvita, sem margir höfðu lengi horn í síðu hans og
brigsluðu honum um alvörulausa hagmælsku og alþýðlegan vinsældabrag
— þótt fæstir treystust til að mótmæla því augljósa snilldarbragði sem var á
mörgum kvæða hans. Nú hin síðari ár, er eyra bókamanna sem almennra
lesenda hefur mjög dofnað fyrir klassískum skáldskap, brag og ljóðstíl,
hefur þessari gagnrýni að vonum vaxið fiskur um hrygg og nafn Audens
því nokkuð mátt þoka í bakgrunninn fyrir nöfnum ýmissa stundtísku-
skálda og poppgoða, Búkovskíja, Kerúaka og Ginsberga, sem betur hafa
miðlað þeim óhamda díonýsíska anda er svo mjög einkennir allt okkar
menningarskeið. Þannig yrkir eitt íslenskt skáld nýverið eitthvað á þessa
lund: „Mér verður hugsað til Audens sem er flestum gleymdur; (hann gat
ekki hætt að ríma)“ líkt og ástæðan til þess að Auden hafi farið halloka
í bókmenntaumræðunni sé sú að hann hafi ekki getað „hætt að ríma“.
Trúlega er það nokkuð nærri sanni, þótt þeim sem þetta ritar sé nær að
halda að þar ráði meiru um breytt viðtökuskilyrði hjá lesendum en vinnu-
lag eða verðleikar skáldsins sem um ræðir. Föst formgerð, rím og hátt-
bundin hrynjandi, geta vissulega fælt þá lesendur frá sem ekkert skyn bera
á slíka hluti, líkt og bygging og hljómfræðileg fjölbreytni tónverka Bachs
og Beethovens vekur þeim hlustendum ókunnugleika-ugg sem tamist hafa
við fábreytt og frumlegt hljóðfall nútíma-dægurtónlistar og sígild meist-
araverk heimsbókmenntanna ná ekki eyrum þess fólks sem ólæst er orð-
ið á annað en fréttablöð og sakamálasögur. Að vísu eru ljóðmæli Audens
sannarlega misjöfn að gæðum, eins og varla verður undan komist hjá svo
afkastamiklu skáldi, en skáldskapur hans er samt fráleitt „flestum gleymd-
ur“, þótt vissulega mættu fleiri þekkja til hans, og mun jafnan í hávegum
hafður meðan klassísk skáldskapargildi, fagurt mál og meitlaður stíll eru
einhvers metin.
Hitt er annað mál og leiðara, að nafn Audens mun nú ekki svo þekkt
hér á landi sem ástæða væri til, enda nokkuð tekið að fyrnast í spor hans
hér og þeir nú næsta fáir sem minnast heimsókna hans hingað til lands,
ferðabókarinnar úr hinni fyrri heimsókn og þess frægðarljóma sem nær-
vera hans sló á land og þjóð í þeirri síðari. Helsti litlu hefur og verið snúið
á íslensku af ljóðmælum hans, þó allvel sé þekkt snilldarþýðing Magnúsar
Asgeirssonar á Islandskvæðinu „Journey to Iceland“ og enda ekki að ófyr-
irsynju. Er það vissulega harmsefni að Magnúsi skuli ekki hafa enst aldur
til að snara fleiri af kvæðum Audens og hann látist frá þýðingu sinni á
Byrons-bréfi skáldsins svo að segja á fyrstu metrunum. Einstaka kvæði
hafa þeir þó þýtt, Sigurður A. Magnússon, Kristján Arnason og Þorsteinn
Gylfason, en þau má víst telja á fingrum annarrar handar. Það er því orðið
næsta brýnt að íslenskum lesendum sé gefið nokkurt sýnishorn af ritum
þessa ágæta Islandsvinar sem svo margsinnis hefur rómað landið, þjóðina
fo/i, á .98iXýráá, - Hann gat ekki hætt að ríma
13