Jón á Bægisá - 01.02.2007, Side 85
Maður má ekki Ijúga í Ijóði
sífellt eru að misþyrma henni. Karl Kraus hefur sagt þessa ágætu setningu:
„Menn skilja ekki þýzkuna sem notuð er í blaðamennskunni, og ég get
ekki sagt þeim að þeir skilji hana ekki.“ Svo slæmt er ástandið að verða,
haldið þér það ekki? Og ennfremur segir hann: „Mál mitt er alþjóðahóra,
sem ég verð að gera að virgin.“
„Virgin,“ endurtók ég á ensku. Eg kem ekki fyrir mig hvaða orð það
er á íslenzku."
„Jæja,“ sagði Auden og hló. „Það er kannski ekki til í íslenzku! Hvílíkt
land.“
Og það var eins og honum þætti allt í einu skemmtilegt að lifa. „Jú,
það hlýtur að vera til,“ fullyrti ég.
„Skiljið þér það?“ spurði hann.
„Já, auðvitað. Látum okkur nú sjá. Það þýðir víst mey, já ósnortin,
hrein.“
Það var eins og skáldið væri ekkert sérstaklega ánægður með að við
ættum þetta íslenzka orð. En hann lét það ekki frekar í ljós. „Yður þykir
gaman að fást við málið?“
Já,“ svaraði hann ákveðið. „Fátt skemmtilegra. Það hefur líka orðið
atvinna mín að vinna með málið, ekki sízt enskuna, sem er mjög auðug á
margan hátt. Það er skemmtilegt að velta fyrir sér, hvað þetta orð merkir
eða hitt.“
„Ætli ljóðið haldi velli?“ spurði ég hikandi.
„Það er að vísu ekki mjög vinsælt sem stendur. Því miður get ég ekki
gert að því, en ég hef unun af ljóðinu. Og enn er fjöldinn allur af góðu fólki
sem ann Ijóðinu. Það hefur einn kost, að það er ekki hægt að gleypa það
með húð og hári eins og margar skáldsögur, og kasta því svo. Of margar
nútíma skáldsögur eru þannig, að fólk étur þær eins og súpu og hugsar
ekki frekar um þær. Ef manni geðjast að ljóði, býr það um sig í huganum
og lifir þar áfram. Og maður leitar þess aftur og aftur.“
„Finnst yður Island póetískt land?“
„Já, það hefur haft djúp áhrif á mig. Fyrir mér er Island heilög jörð.
Minningin um það er ávallt bakgrunnur þess, sem ég geri. Það skiptir ekki
máli þó ég minnist ekki oft á landið, það er jafn mikill partur af lífi mínu
fyrir því. Ég get verið að skrifa um eitthvað allt annað, en samt er það ein-
hvers staðar nálægt. Það er öðruvísi en allt annað. Það er stöðugur hluti af
lífi mínu, þó ég sé ekki alltaf með það milli tannanna. Ég sagði að það væri
eins konar bakgrunnur, það er rétt. Ég gæti líka sagt að Island væri sólin
sem bregður lit á fjöllin án þess hún sé neins staðar nærri, jafnvel horfin
bak við sjónhring."
Við minntumst aftur á skáldskapinn. Auden sagði að það væri bjána-
legt að halda því fram, að öll ljóð ættu að hafa sams konar form, annaðhvort
á Jföœpeðá — Hann gat ekki hætt að ríma
83