Bændablaðið - 13.05.2015, Side 18
18 Bændablaðið | Miðvikudagur 13. maí 2015
Stuðningsgreiðslur til bænda í
tengslum við búvörusamninga
Búnaðarstofa sér um
framkvæmd á greiðslum til bænda
í tengslum við búvörusamninga.
Í næsta mánuði verða greiddar
beingreiðslur í mjólkurframleiðslu
til um 630 búa og 740 bú fá
gripagreiðslur í nautgriparækt.
Í tengslum við samning um
starfsskilyrði í sauðfjárrækt
verða greiddar beingreiðslur í
sauðfjárrækt til um 1.480 búa.
Um 340 bú fá svæðisbundinn
stuðning í þeim tilgangi að
styrkja svæði á landinu sem eru
sérstaklega háð sauðfjárrækt og
möguleikar á annarri tekjuöflun
eru takmarkaðir. Stjórnvöld
hafa sett sérstakar reglur
um þá úthlutun. Handhafar
beingreiðslna í garðyrkju
skiptast þannig að gúrkubændur
eru 21, paprikubændur 12 og
tómatabændur eru 23. Samkvæmt
verklagsreglum í viðauka I um
ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar
í reglugerð nr. 1100/2014 fá
allir bændur sem selja ull og eru
jafnframt framleiðendur annarra
sauðfjárafurða. Búnaðarstofa
greiðir 1. greiðslu í febrúar
ár hvert og lokagreiðslu 20.
nóvember fyrir innlagða ull á
tímabilinu 1. nóvember til 31.
október. Samtals var innlögð ull
802 tonn á síðasta ullartímabili.
Búnaðarstofa
Beingreiðslur í garðyrkju
Garðyrkjubændur eru vinsamlega
beðnir um að senda söluyfirlit eigi
síðar en 12. hvers mánaðar eftir
að sala fer fram, svo hægt verði
að ganga tímanlega frá skrám til
Fjársýslu ríkisins.
Framleiðsluspá framleiðenda árið
2015 er eftirfarandi: Gúrkur 2004,8
tonn, paprika 252,4 tonn og tómatar
1715,3 tonn. Framkvæmdanefnd
búvörusamninga hefur samþykkt
eftirfarandi ein.verð kr./kg: Gúrkur
49,29, paprika 155,73, tómatar 77,56.
Greitt er 80% af samþykktu verði,
en fyrir 1. júlí ber að endurskoða
spár um framleiðslumagn ársins og
gera tillögur til framkvæmdanefndar
búvörusamninga um breytingar á
fyrirframgreiðslu á selda einingu,
sbr. 3. gr. í reglugerð nr. 1178/2014
um beingreiðslur í garðyrkju árið
2015.
Starfsfólk Búnaðarstofu hefur staðið í ströngu síðan stofan var sett á laggirnar, talið frá vinstri: Jón Baldur Lorange,
forstöðumaður, Ásdís Kristinsdóttir, Ómar Jónsson og Guðrún S. Sigurjónsdóttir.
Pöntun plötumerkja fyrir nautgripi
og svín tekur breytingum
Þann 1. júní nk. verður breyting
á sölufyrirkomulagi plötumerkja
í nautgripi og svín þegar pöntuð
í einstaklingsmerkingarkerfinu
MARK (www.bufe.is).
Bændasamtök Íslands munu
hætta umsýslu með sölu merkjanna
og á sama tíma verður hætt að draga
kaupverð á plötumerkjum í nautgripi
af beingreiðslum til bænda. Kaup
og sala á plötumerkjum verður frá
og með 1. júní 2015 alfarið á milli
merkjasala og bænda, eins og verið
hefur við pöntun á plötumerkjum
fyrir sauðfé. Einstaklingsmerki er
eftir sem áður pöntuð í gegnum
MARK og þar verður engin breyting
á fyrirkomulagi við pöntun, en í
stað þess að Bændasamtökin sjái
um umsýslu með greiðslum, eins
og verið hefur, þá færist það til
söluaðila merkjanna. Söluaðili
allra plötumerkja í nautgripi
er Plastiðjan Bjarg-Iðjulundi á
Akureyri. Þjónusta og þróun
á tölvukerfinu MARK, sem
heldur utan um allar pantanir á
einstaklingsmerkjum á landsvísu,
færist á sama tíma til Búnaðarstofu.
Umráðamaður búfjár ber ábyrgð
á að allt búfé sem alið er á hans
vegum sé merkt innan tilskilins
tíma frá fæðingu með viðurkenndu
merki, sem fylgja á dýrinu alla ævi
þess og skulu allir umráðamenn
skráðir í tölvuskráningarkerfi fyrir
merkingar búfjár (MARK), sbr.
ákvæði reglugerðar nr. 916/2012
um merkingar búfjár.
Plastiðjan-Bjarg hefur ákveðið
að lækka verð á Combi-2000
forprentuðum plötumerkjum fyrir
nautgripi í bæðu eyru frá og með
1. júní nk. í 252 kr. án vsk, sem
er um 15% lækkun frá núverandi
verði. Nánari upplýsingar um þetta
breytta fyrirkomulag veitir Jón
Baldur Lorange hjá Búnaðarstofu.
Nýliðunarstyrkir í sauðfjárrækt
Alls bárust 84 umsóknir um
nýliðunarstyrki til bústofnskaupa
í sauðfjárrækt á árinu 2015, 40
frumumsóknir (sótt um í fyrsta
sinn) og 44 framhaldsumsóknir,
eins og sagt var frá í síðasta
Bændablaði.
Þremur umsóknum var hafnað,
en stjórn Bændasamtaka Íslands
samþykkti 70 umsóknir 21.
apríl sl. Þær 11 umsóknir sem
Búnaðarstofa lagði til að fresta eru
tilbúnar til að leggja fyrir stjórn
Bændasamtakanna til samþykktar.
52 bændur hafa þegar samþykkt
samning með rafrænum hætti og
hefur Búnaðarstofa greitt styrki
til þeirra, alls að upphæð um 40
milljónir króna.
Allt umsóknarferlið varðandi
nýliðunarstyrkina er komið í rafrænt
umsóknarkerfi Búnaðarstofu á
Bændatorginu þar sem bændur sóttu
um rafrænt og samþykkja síðan
samning um nýliðunarstyrkinn
með rafrænni undirskrift í gegnum
Ísland.is. Öll umsóknargögn og
afgreiðsluferli umsókna er vistað
í gagnagrunni Búnaðarstofu, en
umsækjendur geta fylgst með
stöðu umsóknar á Síðan mín á
Bændatorginu.
Aðgangur fyrir bókhaldara
Stofnaður hefur verið aðgangur
fyrir bókhaldara á Bændatorginu.
Þessi aðgangur er ætlaður til
þess að auðvelda bændum að
veita bókhaldsstofum aðgang að
upplýsingum um skattyfirlit og
greiðslur samkvæmt búnaðar- og
búvörusamningum.
Með þessum aðgangi fá
bókhaldarar aðgang með auðveldum
hætti að þessum upplýsingum fyrir
alla þá bændur sem veitt hafa þeim
umboð. Eyðublöðin er hægt að
nálgast á Bændatorginu og skulu þau
send til Búnaðarstofu. Árgjald fyrir
þennan aðgang er 6.000 kr. án vsk.
B ú n a ð a r s t o f a g re i d d i
geymslugjald vegna ársins 2014
í febrúar 2015 og var miðað við
framleiðslu á kindakjöti árið 2014,
samtals 10.099 tonn og 870 kg.
Geymslugjald er greitt skv. grein
4.4 í samningi um starfsskilyrði
sauðfjárræktar af liðnum
Markaðsstarf- og birgðahald.
Geymslugjaldið reiknast þannig að
fjárhæðinni sem er til ráðstöfunar
er deilt á kílóafjölda alls framleidds
kindakjöts (þ.m.t. heimtekið kjöt) og
greiðist til innleggjenda skv. þeim
afurðaskýrslum sem skilað hefur
verið til Bændasamtaka Íslands,
Búnaðarstofu. Bændur sem eru
fjárlausir vegna riðuniðurskurðar
fá greiðsluna einnig. Hjá þeim
liggur fyrir útreiknað afurðamagn
sem notað er til að greiða
afurðatjónsbætur.
Geymslugjald vegna sauðfjárframleiðslu
Samtals hafa fimm bændur fengið
framlög til aðlögunar að lífrænni
ræktun á þessu ári, alls að upphæð
5.150 þús./kr.
Búnaðarstofa sér um framkvæmd
á greiðslum til framleiðenda sem
njóta framlaga til aðlögunar að
lífrænni ræktun. Verkefnið er
samkvæmt samkomu lagi milli
atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytis, Bænda samtaka
Íslands og Matvælastofnunar um
framkvæmd verkefna samkvæmt
búvörulögum og búvörusamningum
og verklagsreglum Bændasamtaka
Íslands um framlög úr ríkissjóði
til stuðnings við lífræna aðlögun
í landbúnaði skv. auglýsingu nr.
606/2011, og samkomulagi um
ráðstöfun þróunarfjár í nautgriparækt
og sauðfjárrækt frá 8. júlí 2015.
Bændasamtök Íslands hafa þrýst
á stjórnvöld að grípa til aðgerða
vegna tjóns sem bændur verða
fyrir af völdum álfta og gæsa.
Forsenda þess að hægt sé að meta
tjónið er að bændur tilkynni það
með skráningu á tjónatilkynningu
á Bændatorginu. Um mitt ár í fyrra
var opnað fyrir þessa skráningu
á Bændatorginu og barst fjöldi
tilkynninga frá bændum.
Gögn um tjón voru send
til Umhverfisstofnunar og
Náttúrufræðistofnunar Íslands til
skoðunar, en gögnin eru grunnur að
því að hægt sé að leggja áreiðanleg
gögn fyrir stjórnvöld til að sýna
fram á það tjón sem álftir og gæsir
valda í ræktunarlandi bænda á ári
hverju.
Haldin var ráðstefna í
Gunnarsholti þann 10. apríl sl.
á vegum Bændasamtaka Íslands
og Umhverfisstofnunar þar sem
upplýsingar frá bændum um
tjón voru kynntar, sem og að
sérfræðingar fluttu erindi um
viðfangsefnið. Í framhaldinu gaf
fulltrúi umhverfisráðuneytisins út
að skipaður yrði aðgerðarhópur á
vegum stjórnvalda til að vinna að
tillögum um aðgerðir til að bregðast
við vandanum.
Bændasamtökin leggja þunga
áherslu á það að bændur haldi áfram
að skrá tjón af völdum álfta og gæsa
á Bændatorginu.
Umhverfisstofnun hefur eftirlit
með úttektum sem úttektaraðilar
búnaðarsambanda sjá um samhliða
úttektum á jarðabótum bænda.
Til þess að hægt sé að skrá
tjón á spildum þurfa þær að vera
skráðar í JÖRÐ, skýrsluhaldskerfið í
jarðrækt, sem og að stafrænt túnkort
þarf að vera til staðar.
Aðrar upplýsingar sem þarf að
skrá er umfang tjóns, tegund fugla
sem valda tjóni, tímabil sem tilkynnt
tjón á við um, hvaða forvörnum var
beitt og mat á kostnaði við forvarnir.
Þá eru bændur hvattir til að taka
myndir sem sýna fram á tjónið
og senda með tjónatilkynningu.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk
búnaðarsambanda og Jón Baldur
Lorange hjá Búnaðarstofu.
Skráning á tjóni af völdum
álfta og gæsa
Aðlögun að lífrænni ræktun
Framlög til vatnsveitna á lögbýlum
Búnaðarstofa fyrir hönd
Bændasamtaka Íslands sér
einnig um úthlutun framlaga úr
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til
vatnsveitna á lögbýlum samkvæmt
reglugerð nr. 973/2000.
Í 1. gr. reglugerðarinnar
stendur: ,Þar sem svo háttar
til að hagkvæmara er að mati
sveitarstjórnar að leggja vatnsveitu
að einstökum bæjum í dreifbýli,
sbr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 81/1991,
um vatnsveitur sveitarfélaga, með
síðari breytingum, er heimilt að
greiða framlög úr Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga vegna stofnkostnaðar
við vatnsveitu á vegum eigenda
einstakra lögbýla.“ Heildarfjárhæð
til úthlutunar á hverju ári er um
23.000.000 krónur. Tekið var við
rafrænum umsóknum frá bændum
um framlög á Bændatorginu og
var umsóknarfrestur til 15. mars sl.
Alls bárust 43 umsóknir að þessu
sinni, sem er fjölgun frá fyrra ári.
Áætlaður hámarksstyrkur miðað
við úthlutunarreglur samkvæmt
áætluðum heildarkostnaði sem
tilgreindur er á innkomnum
umsóknum reiknast 38.209.856
krónur og þarf því að koma til
skerðingar þar sem um 23 milljónir
króna eru til úthlutunar eins og áður
hefur komið fram. Endanleg upphæð
styrks til umsækjenda liggur þó ekki
fyrir fyrr en úttektir hafa farið fram
næsta haust. Búnaðarsambönd sjá
um úttektir og skal þeim vera lokið
eigi síðar en 15. nóvember 2015.