Bændablaðið - 13.05.2015, Síða 14
14 Bændablaðið | Miðvikudagur 13. maí 2015
Fréttir
Kuldatíð setur strik í reikninginn
við sauðburð norðanlands
Sauðburður er að komast á
skrið á flestum bæjum í Suður-
Þingeyjarsýslu þessa dagana. Þetta
er að fara af stað hjá flestum þessa
daga og verður líklega komið á
fullt alls staðar um helgina. Á
Litlu-Reykjum í Reykjahverfi og
Auðnum í Laxárdal hófst burður
þó fyrr en víðast hvar á þessum
slóðum.
Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson
á Húsavík heimsótti fyrrnefnda tvo
bæi á dögunum og tók m.a. myndir
af forystuánum báðum á bænum sem
hann sendi Bændablaðinu.
„Það vildi svo ótrúlega til að þær
voru báðar að ganga daginn sem
bændur á Litlu-Reykjum voru að
sæða. Þær skiluðu fimm lömbum úr
sæðingunni,“ sagði Aðalsteinn.
Hann sagði að ágætt hljóð hafi
verið í bændum á Litlu-Reykjum.
Sauðburður hafði farið ágætlega
af stað og voru í kringum 70 ær
bornar strax 5. maí. Bændur höfðu
þó áhyggjur af tíðarfarinu en kalt er
hér norðan heiða þessa daga og ekki
útlit fyrir að draga fari úr kuldum fyrr
en eftir miðja þessa viku.
Á Auðnum var sauðburður að fara
af stað fyrir alvöru og voru í kringum
30 ær bornar. Mikil litagleði er í
ræktuninni þar á bæ. Var Benedikt
Hrólfur Jónsson, bóndi á Auðnum,
afar sáttur við litaúrvalið hingað til.
Hann hafði þó þungar áhyggjur af
veðrinu og sá fram á mikið plássleysi
í fjárhúsunum ef ekki væri hægt að
setja út kindur á næstu dögum. Þá
var sauðburður rétt að hefjast á
Syðri-Sandhólum og víðar í Suður-
Þingeyjarsýslu. /HKr./AJH
Benedikt Hrólfur Jónsson, bóndi á Auðnum, að veita burðaraðstoð.
Hilmar Kári Þráinsson, bóndi á Litlu-Reykjum, með forystulömb.
Svona var umhorfs í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu hinn 6. maí síðastliðinn. Myndir / Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson
FRÁBÆR FERÐ EFTIR
FYRRI SLÁTT!
HEIMSMEISTARMÓT ÍSLENSKA HESTSINS 2015
2.-10. ÁGÚST
Ferð á HM í Herning í Danmörku þar
sem flogið er til Hamborgar með
Icelandair.
Fararstjóri er Siggi Sæm fyrrum
landsliðseinvaldur sem segir sögur
og spáir í spilin.
NÁNAR Á UU.IS
• HEIMSÓKN Á ÍSLENSKA HESTABÚGARÐINN
VINDHÓLA Í ÚTJAÐRI HAMBORG
• GIST Á SVEITAHÓTELI Í SCHLESWIG
KVÖLD- OG MORGUNNMATUR INNIFALINN
• VÍKINGASAFNIÐ VIKING MUSEUM
HAITHABU HEIMSÓTT
• KOMIÐ TIL HERNING 3. ÁGÚST OG GIST Á
SCANDIC REGINA HÓTELINU 3.-10. ÁGÚST
• FARARSTJÓRI SIGURÐUR SÆMUNDSSON
VERÐ FRÁ 259.000 KR Á MANN
TAKMARKAÐUR SÆTAFJÖLDI
Fjölskylduvænt hótel í
miðbæ Herning um 2,5 km
frá mótssvæðinu. Góðar
samgöngur verða verða frá
Herning yfir á mótssvæðið.
Varmadælur
Besta loft í loft dæla
sem SP í Svíþjóð
hefur prófað
Hvammsdal 4, 190 Vogar. Sími: 546 9500
Gsm: 892 8030. www.lofttaekni.is
INVERTER SYSTEM
Sparnaðar
A +++
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300