Bændablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Miðvikudagur 13. maí 2015 Járnsmiðurinn Giovanni Landini sem Landini dráttarvélarnar eru nefndar eftir hóf framleiðslu á landbúnaðartækjum í borginni Fabbrico í Ítalíu norðanverðri árið 1884. Hann hóf framleiðslu á gufuvélum 1911. Landini lést 1924 en hafði þá lagt drögin að nýrri dráttarvél. Synir járnsmiðsins héldu nafni hans á lofti og komu fyrstu Landini traktorarnir á markað árið1925. Vélarnar voru eins strokka og 30 hestöfl og gengu fyrir dísilolíu. Vél traktorsins var í raun mjög einföld og gat nánast gengið fyrir hvaða olíu sem var. 1000 traktorar á ári Sala fyrstu vélanna gekk vonum framar og ekki leið á löngu þar til bræðurnir hófu framleiðslu á stærri tveggja strokka 40 og 50 hestafla traktorum sem báru framleiðsluheiti eins og Velite, Bufalo og Super. Landini var í fararbroddi ítalskra dráttarvélaframleiðenda á fjórða áratug síðustu aldar og árið 1934 voru starfmenn fyrirtækisins 250 og ársframleiðslan tæplega 1000 traktorar á ári. Vinsældir 40 og 50 hestafla vélanna voru svo miklar og þær voru í framleiðslu til ársins 1957 með margs konar nýjungum og endurbótum. Hlé varð á framleiðslunni í seinni heimsstyrjöldinni og náði fyrirtækið sér aldrei almennilega á strik eftir stríðið. Samningur við Perkins Árið 1950 var fyrirtækið komið í mjög slæma fjárhagsstöðu og á leiðinni í gjaldþrot þegar framkvæmdastjóri þess landaði samningi við framleiðanda Perkins vél. Sama ár komu kom á markað Landini C 35 beltatraktor með Perkins dísilvél sem Landini framleiddi á Ítalíu með sérleyfi. Þrátt fyrir baráttuvilja eigenda Landini tók dráttarvéla- f r a m l e i ð a n d i n n Massey-Ferguson yfir 100% hlut í fyrirtækinu árið 1960 . Áhug i Massey-Ferguson á Landini stafaði að stórum hluta af áhuga þeirra á nýju beltatraktorunum. Reksturinn gekk vel hjá nýju eig- endunum og Landini gekk í endurnýjun lífdaga. Auk þess að framleiða minni traktora sem henta á vínekrum í Evrópu lagði fyrirtækið áherslu á stærri traktora fyrir Bandaríkjamarkað gegnum dótturfélag Massey-Ferguson í Kanada. Blizzard bar af Árið 1973 setti fyrirtækið á markað 500 seríuna sem voru stórar dráttarvélar, yfir 100 hestöfl og með háu og lágu drifi. Í upphafi níunda áratugs nítjándu aldarinnar jók Landini enn á fjölbreytni framleiðslunnar með auknu úrvali minni traktora sem hentuðu ávaxta- og berja framleiðendum. Auk þess sem það framleiddi millistórar dráttar vélar á hjólum, þar á meðal svokallaðan Blizzard sem var 80 hestöfl og þótti bera af öðrum dráttarvélum á sínum tíma. Í eigu ARGO ARGO samsteypan eignaðist meirihluta á Landini 1989 þegar Massey-Ferguson seldi 66% hlut í fyrirtækinu. AGCO yfirtók Massey- Ferguson 1994. Þegar ARGO keypti AGCO árið 1994 eignaðist samsteypan Landini að fullu. Í dag framleiðir ARCO dráttarvélar undir þremur vörumerkjum; Landini, McCormick og Valpadana og er hverju vörumerki ætlað að þjóna ólíku markaðssvæði. /VH Landini – lífseigur Ítali Utan úr heimi Eigendur smárra og millistórra býla á Bretlandseyjum segja að þrýstingurinn til að lækka afurðaverð til stórra verslunarkeðja sé orðinn svo mikill að framleiðslan standi ekki lengur undir kostnaði. Talsmenn bændanna segja að með sama áframhaldi munu margir þeirra fara á hliðina áður en langt um líður. Býli sem eiga í alvarlegum fjárhagsvanda hefur tvöfaldast það sem af er þessu ári úr 728 í 1.414. Haft er eftir einum bónda að breskir bændur geti ekki til lengdar boði salat og tómata, sem dæmi, á sama verði og starfsbræður þeirra í löndum þar sem vinnuafl er ódýrara og reglur um notkun á vaxtarhvötum og skordýraeitri eru ekki eins strangar. Bændur sem lagt hafa áherslu á lífræna mjólkur- og kjötframleiðslu eru margir hverjir að snúa frá þeirri framleiðsluaðferð vegna þess að lífrænt fóður hefur hækkað mikið í verði en afurðaverð staðið í stað eða lækkað. Talsmenn verslunarinnar í Bretlandi segjast tilneyddir til að halda verði eins mikið niðri og hægt er því annars leiti neytendur annað. Bent hefur verið á að ef banani er seldur á eitt pund úr stórmarkaði í Bretlandi fái verslunin 40 pens fyrir hann en bóndi í bananaframleiðslulandi1 pens. /VH Matvælaframleiðsla og verðlag: Smáframleiðendur gefast upp Indverskur bóndi hengdi sig í tré á mótmælafundi bænda í Delí fyrr í þessum mánuði. Ástæða mótmælanna eru hugmyndir um ný lög um upptöku og eignarhald á landi. Lögin sem gera auðveldara fyrir lánardrottna að taka land skuldugra bænda hafa verið samþykkt í neðri deild indverska þingsins. Bændur segja lögin brot á réttindum þeirra. Margir indverskir bændur eru skuldugir upp fyrir haus vegna uppskerubrests og vegna þess að nýjar gerðir af fræjum hafa ekki staðið undir væntingum og verið sú búbót sem til stóð. Opinberar tölur frá Indlandi segja að frá árinu 1995 hafi um 300 þúsund bændur þar í landi stytt sér leið inn í eilífðina vegna skuldabagga sem var að sliga þá. Ójöfnuður í landinu hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og í landi þar sem búa tæplega 1,3 milljarðar ráða 100 auðugustu einstaklingarnir um 25% af öllu fjármagni. /VH 300.000 indverskir bændur hafa fyrirfarið sér vegna skulda Jarðfræðingar hafa fundið áhugavert samhengi milli vaxtar plöntu sem vex í Líberíu og demanta. Komið hefur í ljós að skógarplantan, sem kallast Pandanus candelabrum og flokkast sem skúfpálmi, vex í miklum mæli þar sem demanta er að finna undir yfirborðinu. Lengi hefur verið vitað að ákveðnar plöntur vaxa betur í jarðvegi sem er að finna í gull eða kopar. Dæmi um plöntu sem kann að meta kopar er Lychnis alpina sem margir þekkja sem ljósbera. Hvað P. candelabrum varðar þá er hún fyrsta plantan sem vitað er um sem gefur til kynna að demantar kunni að leynast í jarðveginum. Þar sem um skógarjurt er að ræða er hætt við að námufélög geri út menn til að leita að plöntunni í skógum og hefji námuvinnslu þar í framhaldinu. Grasafræðingar við Kew-grasagarðinn segja plöntuna afar sjaldgæfa og að lítið sé vitað um P. candelabrum og því verði að fara varlega í að tengja vöxt hennar við demantanámur og æða með stórvirkar vinnuvélar inn í skóga þar sem plantan vex og byrja að grafa. /VH Demantablóm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.