Bændablaðið - 13.05.2015, Qupperneq 29
29Bændablaðið | Miðvikudagur 13. maí 2015
Útflutningur – Verðmætasköpun og ný tækifæri
Móðir Jörð í Vallanesi stundar
ræktun á byggi, hveiti og
fjölmörgum grænmetistegundum
sem seldar eru til verslana og
veitingahúsa um landið, en
undanfarin ár hefur verið aukin
áhersla á fullvinnslu og þróun á
breiðri vörulínu sem grundvallast
á hráefnum úr eigin ræktun.
„Vörulínu okkar er ekki síður beint
gagnvart ferðamönnum og eru all-
ar umbúðir á íslensku og ensku og
þannig hannaðar að þær veiti góðar
upplýsingar. Vörulínan er öll vott-
uð lífræn. Sérstaðan felst ekki síst
í staðsetningunni en við erum í æ
ríkari mæli að undirstrika fram-
leiðslustaðinn, Vallanes á Fljóts-
dalshéraði. Af því að við erum á
Íslandi erum við á norðlægasta
korn ræktarlandi í heimi og í því felst
mikil sérstaða. Í hönnun nýrra um-
búða Móður Jarðar er dálítið gert út
á þessa staðreynd,“ segir Eyló Björk
Ólafsdóttir í Vallanesi.
Lífræn ræktun er leið til
verðmætasköpunar
Að sögn Eyglóar er lífræn ræktun leið
til verðmætasköpunar, þar sem vott-
unin tryggir neytandanum ákveðin
gæði og hreinleika auk þess sem hún
veitir honum ákveðna fullvissu um
séu sjálfbærar framleiðslu aðferðir.
„Við höfum gæðin að leiðarljósi og
þróum vörur okkar áfram eftir því
sem tilefni er til og nýjar óskir koma
fram. Gott dæmi um þetta um þessar
mundir er byggið okkar sem nú hefur
tekið á sig nýja mynd und ir nafninu
Perlubygg. Þessi afurð er framleidd
úr besta korninu, það er sérvalið
og gefur aðra og meiri möguleika í
matargerð. Bankabyggið sem hefur
unnið sér traustan sess meðal neyt-
Auk þess framleiðum við ýmsa græn-
metisrétti úr káli og rótargrænmeti
sem hafa mikla heilsufarslega kosti
svo sem sýrt grænmeti sem nýtur
mikilla vinsælda og er talið hafa
mjög góð áhrif á meltinguna.“
Skortur á lífrænt vottuðu
íslensku hráefni
„Helstu áskoranir okkar eru tíminn
og náttúran; það tekur tíma að
þróa vörulínu og uppfylla allar
kröfur til dæmis um merkingar en
mjög mikilvægt er að umbúðir séu
vandaðar og að varan sé aðlaðandi.
Öflun hráefnisins og aðgangur er
auðvitað lykilatriði og stundum
þarf að fá það annars staðar frá ef
eitthvað bregst í umhverfi okkar. Þá
er lítil útbreiðsla lífrænnar ræktunar
hér á landi ákveðið vandamál því
framleiðendur eru það fáir og enn
sem komið er erum við til dæmis eini
lífræni kornræktandinn hér á landi.
Við viljum gjarnan geta unnið með
öðrum framleiðendum hér á landi
og keypt af þeim fyrir framleiðsluna
okkar, en þróunin hér hefur verið
allt, allt of hæg miðað við hvernig
framboð lífrænt vottaðra afurða hefur
þróast annars staðar – Ísland er þar
langt á eftir, því miður,“ segir Eygló.
Leggja áherslu á heimamarkað
„Við höfum lagt höfuðáherslu á
heimamarkaðinn – og lagt mesta
áherslu á kynningar og prentaðar
auglýsingar, einnig notum við
samfélagsmiðlana,“ segir Eygló
um markaðsstarfið. „Við leggjum
áherslu á staðinn sem lið í
markaðssetningu og erum að byggja
upp betri umgjörð í Vallanesi til að
taka betur á móti fólki en þar verður
boðið upp á ýmsa matarupplifun
og verslun á staðnum. Við höfum
tekið þátt í nokkrum viðburðum
erlendis til að mynda á vettvangi
Slow Food en þátttaka í sýningum
erlendis er mjög góð leið til að
sjá hvar tækifærin liggja varðandi
útflutning.“
Um lykilinn að velgengninni
segir Eygló að vörurnar frá Móður
Jörð hafi skapað sér ákveðna
sérstöðu og stöðugt framboð sé af
þeim í verslunum um allt land. Þær
njóti vaxandi vinsælda. „Það er einnig
mjög gaman að sjá ferðamenn koma í
vaxandi mæli á staðinn og vilja heyra
hvernig ræktun svo norðarlega fer
fram – og ekki síður fyrir Íslendinga
að kynnast ræktuninni með eigin
augum. Byggið er auk þess að hasla
sér völl á framleiðendamarkaði og
er nú hráefni í ýmsa rétti og drykki,
enda eru kostir þess – meðal annars
fyrir heilsuna – vel þekktir.“ /smh
EYGLÓ BJÖRK ÓLAFSDÓTTIR HJÁ MÓÐUR JÖRÐ:
Gæði, sérstaða og stöðugt framboð er lykillinn að velgengninni
Eyló Björk Ólafsdóttir í Vallanesi.
„Auk þess framleiðum við ýmsa grænmetisrétti úr káli og rótargrænmeti sem hafa mikla heilsufarslega kosti, svo
sem sýrt grænmeti sem nýtur mikilla vinsælda og er talið hafa mjög góð áhrif á meltinguna.“
Fyrirtækið Norður og Co. er
samstarfsverkefni og sameiginleg
framtíðarsýn Íslendingsins
Garðars Stefánssonar og Danans
Søren Rosenkilde. Uppbygging
á saltframleiðsluaðstöðu hófst
haustið 2012 og haustið 2013
var Norðursalt, fyrsta vara
fyrirtækisins, tilbúin en hún fæst
á Íslandi, Danmörku, Noregi,
Svíþjóð, Þýskalandi, Austurríki
og Belgíu.
Fyrirtækið er með saltvinnslu á
Reykhólum, söluskrifstofu í Árósum
í Danmörku og höfuðstöðvar og
pökkun í Reykjavík.
Að sögn Garðars fer
framleiðslan á Norðursalti fram á
Reykhólum, innarlega í Breiðafirði.
„Breiðafjörður er friðlýst svæði,
þekkt fyrir óteljandi eyjar og
tæran sjó. Með víðáttumiklum
þörungaskógum sínum, þangi
og líffræðilegri fjölbreytni, er
oft vísað til Breiðafjarðar sem
neðansjávarregnskóga norðursins.
Flest þekkjum við svæðið þó bara
sem hinn fallega Breiðafjörð og
helstu matarkistu Íslendinga í
gegnum tíðina.
Okkar einstaka saltvinnsluaðferð,
sem byggð er á nýtingu jarðvarma,
var fyrst prófuð árið 1753 á
Reykhólum og hefur aðferðin síðan
þá verið vandlega varðveitt á Íslandi
og í Danmörku. Hinum bragðgóða
og leyndardómsfulla sjó úr Norður-
Íshafi er dælt í eimingartanka
þar sem pækill er búinn til með
aðstoð affalls-jarðvarma sem
fenginn er frá nágrönnum okkar í
Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum.
Þegar pækillinn hefur náð réttri seltu
er hann fluttur á opnar pönnur og
eimaður hægt þangað til að saltflögur
myndast á yfirborðinu og falla til
sjávar. Þessi sjálfbæra framleiðsla
mengar ekki, heldur skilur aðeins eftir
sig hreina afurð – ferskar og stökkar
sjávarsaltsflögur,“ segir Garðar.
Sjálfbær verðmæti úr
íslenskum sjávarnytjum
„Verðmætasköpunin hjá okkur liggur
fyrst og fremst í því að skapa sjálfbær
verðmæti úr íslenskum náttúrunytjum.
Til þess er notast við jarðvarma til
að framleiða sjávarsalt. Fyrirtækið
notast mest við 70 gráðu heitt
affallsvatn Þörungaverksmiðjunnar
á Reykhólum í framleiðslu sinni og
nýtir því enn meira endurnýtanlega
orku, en hefur verið gert. Jafnframt
höfum við aðgang að 110 gráðu
heitum jarðvarma í gegnum Orkubú
Vestfjarða.
Markmiðið er ekki síður að búa til
einstakar vörur sem fólk getur tengt
við og notið þess að upplifa. Með
Norðursalti eru neytendur okkar að
fá sneið af Breiðafirði og þeirrar
náttúru sem þar ríkir. Jafnframt geta
neytendur okkar notið þess að neyta
Norðursalts með góðri samvisku
þar sem um er að ræða sjálfbærar
nytjar frá einu af hreinustu svæðum
í heiminum.
Helstu þröskuldar tengjast því að
ná skala í framleiðslu og að fá nægt
starfsfólk til að vinna á Reykhólum.
Gjaldeyrishöftin hafa haft eitthvað
að segja, en það var aðeins í fyrstu
og það tók lítinn tíma að sækja
um undanþágu vegna stofnunar á
söluskrifstofu í Danmörku, tengt út-
urinn að hafa ekki nægilegt magn
af tíma. Því þetta er bara vinna – og
mikil vinna.“
Markaðsstarfið grundvallast á
sjálfbærri matvælavinnslu
-
vallast fyrst og fremst út frá sýn
þeirra á sjálfbæra matvælavinnslu.
„Allt sem við gerum, þar með talið
framleiðsla, umbúðir og markaðs-
setning, þarf að endurspegla okkar
sjálfbæru sýn. Má þess vegna nefna
ustu kosti í stöðunni hverju sinni. Við
astan hátt, umbúðir okkar eru unnar
úr sjálfbærum skógum frá Skandin-
avíu og eru án líms, heimasíða okk-
ar er hýst af aðilum sem notast við
græna orku og svo framvegis.
Það að setja sér þessi viðmið
hefur skilað sér í markaðsstarfi
okkar innanlands og sérstaklega
erlendis. Við finnum fyrir miklum
umhverfisvænum meðbyr
erlendis og það skilar sér í því að
vörunni er sérstaklega vel tekið.
Jafnframt hefur umhverfisvæn
vitund aukist á Íslandi til muna.
Íslendingum er ekki sama um
umhverfið sitt og því sem er að
gerast í umhverfismálum. Þarna
eru tækifæri í því að Íslendingar
byggi upp iðnað hér á landi með
umhverfisvænum formerkjum. Við
finnum einstaklega mikið fyrir því
erlendis hvað Ísland er sterkt á
hinum alþjóðlega vettvangi og er
Ísland þekkt fyrir hreina náttúru og
náttúruöfl. Það er því okkar hlutverk
að halda í þá ímynd og varðveita svo
að hún endurspegli það sem fyrirtæki
og einstaklingar eru að gera hér á
landi.
Við miðlum þessari sýn til
dæmis í gegnum heimasíðu okkar
og umbúðir.
Lykillinn er vörumerkið
og sýn okkar
vinnu í að skapa vörumerkið fyrir
Norðursalt og framtíðarvörur undir
sem við framleiðum þá hafa umbúðir-
nar okkar komið okkur ansi langt. Við
Jónsson & Lemacks og hafa umbúðir-
nar unnið fjöldann allan af alþjóðle-
gum verðlaunum og viðurkenn-
ingum,“ segir Garðar um lykilinn að
velgengninni. „Það sem drífur okkur
áfram er trúin á það sem við gerum,
við trúum á sjálfbæra matvælavinns-
lu og að hámarka not endaupplifun.
Fyrir okkur er það lykillinn að betri
smh
GARÐAR STEFÁNSSON FRAMLEIÐIR NORÐURSALT:
Sjálfbær verðmæti úr íslenskum sjávarnytjum
Garðar Stefánsson.