Bændablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Miðvikudagur 13. maí 2015
Fréttir
Búfræðideild Landbúnaðar-
háskólans er byggð upp á grunni
Búnaðarskólans á Hvanneyri sem
stofnaður var 1889. Samkvæmt
blaðafrásögn var aðalmarkmið
skólans að „ kenna sem bezt allan
„praktiskan“ verknað“.
Einungis einn nemandi sótti
um skólavist, Hjörtur Hansson frá
Hækingsdal í Kjós, og stundaði hann
búnaðarnám sitt á Hvanneyri þann
veturinn. Síðan þá hafa fleiri bæst
í hópinn og síðustu ár hafa um 30
nemendur hafið nám á hverju hausti
í búfræðideild.
Landbúnaðarháskóli Íslands á
Hvanneyri í Borgarfirði er reistur á
grunni öflugrar rannsóknastofnunar
og tveggja gróinna menntastofnana
á landbúnaðarsviði, Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins (Rala),
Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri
og Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum
í Ölfusi. LbhÍ tók til starfa í upphafi
árs 2005.
Á þeim 126 árum sem liðin er frá
stofnun búnaðarskóla á Hvanneyri
hafa 3.108 búfræðingar útskrifast
þaðan og nú í vor bætast 25 fræðingar
í hópinn.
Nýr stjórnandi á búfræðibraut
Ólöf Ósk Guðmundsdóttir er nýr
námsbrautarstjóri búfræðibrautar við
Landbúnaðarháskóla Íslands en hún
tók við starfinu í janúar síðastliðinn.
Ólöf er frá Miðdal í Kjós. Hún er
búfræðingur frá Hvanneyri og mun
auk þess útskrifast með mastersgráðu
í búvísindum í vor.
„Í Miðdal er blandað bú með
áherslu á mjólkurframleiðslu. Ég
hef alltaf tekið þátt í bústörfum hjá
foreldrum mínum og einnig tekið
fyrir þau hross. Í háskólanáminu við
LbhÍ tók ég að mér stundakennslu
við búfræðibrautina sem ég hafði
mjög gaman af. Þegar ég sá starf
brautarstjóra auglýst sá ég þarna
tækifæri til að sameina tvö áhugamál,
landbúnað og kennslu.“
Ólöf segir að allt nám eigi að
þróast með breyttum tímum og er
búfræðinámið engin undantekning.
Þegar hún tekur við starfinu er eitt af
hennar fyrstu verkum að taka þátt í
gerð nýrrar námskrár búfræðibrautar.
Verið er að leggja lokahönd á
námskrána og verður hún tekin í
notkun í haust.
Ný námskrá samin í samvinnu
við landbúnaðinn
„Nýja námskráin er unnin af
starfsfólki búfræðibrautar í samvinnu
við fulltrúa atvinnugreinarinnar.
Ástæðan er sú að við viljum hafa
námið þannig að útskrifaður
búfræðingur uppfylli kröfur í
starfsumhverfi landbúnaðarins.
Námið er hugsað út frá því
hvað búfræðingurinn á að fá út úr
náminu sem getur nýst honum í
starfi. Við erum að sérhæfa námið
meira með því að breyta forkröfum.
Gerð er krafa um að nemendur
sem koma hingað á Hvanneyri séu
búnir með ákveðna grunnáfanga í
framhaldsskóla, m.a. bókfærslu,
efnafræði og líffræði. Þetta er gert
svo nemendur geti valið fleiri áfanga
sem liggja á þeirra áhugasviði á
meðan þeir stunda námið.
Við vorum í raun að uppfæra
áfanganna ef svo er hægt að
segja, við bjóðum upp á nýja
áfanga í markaðsvitund og
gæðastýringu, áætlanagerð í
búskap og ferðaþjónustu. Þá verður
búfjárræktarfögum fjölgað og meiri
áhersla á verklega kennslu.
Sérhæfður áfangi
Boðið verður upp á sérhæfða
bútækniáfanga um landbúnaðar-
byggingar, heilfóðurkerfi og
mjaltaþjóna, og áfram verður boðið
upp á fjölbreytta áfanga í hrossarækt,
m.a. nýjan áfanga um fortamningar
á unghestum.“
Uppbyggingu námsins verður
breytt á þá leið að kennsla fer fram
á stuttönnum og námið verður þá í
heild átta stuttannir á tveimur árum.
„Það þýðir sjö vikna kennslulota
og próf í lok hverrar stuttannar. Á
seinni hluta fyrsta árs fara nemendur
í námsdvöl á kennslubú en skólinn
er í samstarfi við námsdvalarbændur
um allt land. Stuttannakerfið er notað
í háskóladeildinni við LbhÍ og hefur
reynst vel. Nemendur geta einbeitt
sér að færri fögum í einu.“
Færri hafa komist að en vilja
Búfræðinámið er vinsælt og
undanfarin ár hafa færri komist að en
vilja. Flestir nemendur hafa reynslu
af bústörfum og allir eiga þeir það
sameiginlegt að hafa brennandi
áhuga á landbúnaði. „Ég er viss um
að langflestir Íslendingar vilji hafa
öflugan landbúnað hér á landi og
þá þurfum við að halda áfram að
mennta fólk sem stefnir í fjölbreyttan
landbúnað. Menntun á að kallast á
við þarfir atvinnugreinarinnar og
með nýrri og glæsilegri námskrá,
sem unnin er í samstarfi við fagnefnd
búfræðinnar og hefur verið kynnt
á Búnaðarþingi, fyrir Samtökum
ungra bænda og starfsmönnun
Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins
trúi ég að námið verði áfram öflugt og
að búfræðingar framtíðarinnar komi
vel undirbúnir inn í starfsumhverfi
landbúnaðarins.“ /BSS
Nú eru 126 ár liðin frá stofnun búnaðarskóla á Hvanneyri:
Alls hafa útskrifast þaðan
3.108 búfræðingar
– Í vor bætast 25 í hópinn hjá Landbúnaðarháskóla Íslands
Ólöf Ósk Guðmundsdóttir er nýr námsbrautarstjóri búfræðibrautar við Landbúnaðarháskóla Íslands. Mynd / BSS
Frá Hvanneyri. Mynd / BBL
Matís og Landbúnaðarháskóli
Íslands ætla í samstarf um gerð
kennsluefnis og námskeiða á
netinu fyrir smáframleiðendur
kindakjöts.
Fullvinnsla á kindakjöti heima
á sveitabæjum og hjá öðrum
smáframleiðendum mun líklega
fara vaxandi á næstu árum. Tekjur
bænda af heimavinnslu kindakjöts
gætu aukist. Ef vel tekst til mun
verkefnið stuðla að vöruþróun og
framleiðslu á nýjum vörum.
Á næstu árum verður þess einnig
krafist að framleiðendur geti sýnt
fram að þeir hafi faglega þekkingu
og reynslu til að geta framleitt
öruggar og góðar vörur. Það er líka
lykillinn að góðum árangri. Einnig
verða gerðar strangari kröfur um
öryggi og magn aðskotaefna t.d. í
reyktu kjöti.
Matís og LBHÍ hafa nýlega fengið
styrk af þróunarfé sauðfjárræktar til
að gera kennsluefni um hefðbundnar
og „nýjar“ vinnsluaðferðir og setja
á netið. Það verður opið öllum
áhugasömum. Smáframleiðendum
í úrvinnslu á kindakjöti verður boðin
leiðsögn og gefinn kostur á að taka
próf í mismunandi þáttum sem sýnir
að þeir hafi þá kunnáttu sem krafist
er.
Þannig geta bændur og aðrir
smáframleiðendur eða aðilar sem
hafa áhuga á úrvinnslu á kindakjöti
sótt sér þekkingu og þjálfun á netinu
og með því að sækja námskeið og
taka próf sem staðfesta tilskilda
kunnáttu. Þannig er hægt að tryggja
rétt vinnubrögð. Þjálfunin er
jafnframt hvatning til vöruþróunar
og auðveldar viðkomandi aðilum
að sækja um starfsleyfi og stunda
innra eftirlit til að tryggja bæði gæði
og öryggi afurðanna. Námskeiðin
munu einnig standa nemendum
í framhaldsskólum til boða.
Þannig getur ungt fólk sem tengist
smáframleiðslu og úrvinnslu á
kindakjöti einnig aflað sér þekkingar
og færni.
UNA skincare hlaut viðurkenningu
fyrir bestu markaðs- og aðgerða-
áætlun í útflutnings verkefninu
Útflutningsaukning og hagvöxtur
á ársfundi Íslandsstofu.
UNA skincare húðvörurnar, komu
fyrst á markað árið 2012. Rannsóknar-
og þróunarvinna vörulínunnar fór
fram í náinni samvinnu við Matís,
bæði í Reykjavík og á Sauðárkróki.
UNA skincare húðvörurnar
innihalda lífvirk efni sem unnin eru
úr íslenskum sjávarþörungum en
starfsmenn fyrirtækisins hafa þróað
aðferð til að einangra og framleiða
virku efnin. Aðferðin tryggir
hámarksvirkni og hreinleika efnanna
og niðurstöður vísindarannsókna
staðfesta að vörurnar hafa jákvæð
áhrif á húðina. /VH
Rannsóknir og þróun:
UNA skincare fær
viðurkenningu
Bændablaðið
Næsta blað kemur
út 28. maí
Matís og Landbúnaðarháskóli Íslands:
Í samstarf um gerð
kennsluefnis
– og námskeiða á netinu fyrir smáframleiðendur