Bændablaðið - 13.05.2015, Qupperneq 23
23Bændablaðið | Miðvikudagur 13. maí 2015
fjölga gestum yfir vetrartímann. Það
hefur tekist ágætlega þannig að ekki
er ástæða til annars en bjartsýni,“
segja þau Guðný og Karl. Þau bæta
við að með því að bjóða upp á beint
flug til Akureyrar opnist miklir
möguleikar bæði fyrir gistihlutann
og ferðaskrifstofuna.
Samstarf við kanadíska
ferðaskrifstofu
Lamb Inn fékk á liðnu ári
ferðaskrifstofuleyfi og vænta
eigendur mikils af því, m.a. er
stefnt að auknu samstarfi við
erlendar ferðaskrifstofur. Í fyrravor
dvaldi hópur kanadískra bænda
á Öngulsstöðum, en Karl komst í
samband við ferðaskrifstofu í Ontario
sem skipuleggur bændaferðir. „Ég
sendi tölvupóst út til þeirra og lýsti
í stuttu máli því sem í boði er hjá
okkur, fékk svar um hæl þar sem
fram kom að mönnum litist vel á
og er skemmst frá því að segja að
hingað kom hópur kanadískra bænda
og dvaldi á Norðurlandi þrjá daga.
Allir voru himinlifandi með ferðina,
höfðu gaman af að kynnast íslenskum
landbúnaði, landi og þjóð,“ segir
Karl. Annar hópur Kanadamanna
kom síðastliðið haust og von er á
þeim þriðja nú í lok maí. „Við höfum
svo sett saman glæsilega bændaferð
til Kanada í samvinnu við þessa sömu
ferðaskrifstofu í haust,“ segir hann,
en hægt er að nálgast upplýsingar
um hana á vefsíðu Lamb Inn. Ferðin
verður frá 12.–18. september, flogið
til Toronto og ferðast um Ontario-
fylkið.
Vilja auka afþreygingu á staðnum
Til stendur að auka afþreyingu
þannig að fólk hafi eitthvað við að
vera á meðan það dvelur á staðnum.
Göngustígar hafa verið lagðir í næsta
nágrenni og gestum gefst kostur á
að leigja hjól og bruna um næsta
nágrenni hjólandi. Þá eru uppi ýmsar
hugmyndir með nýtingu á hlöðu og
ýmsar afþreyingarhugmyndir eru
uppi á borðum. Með Öngulsstöðum
3 fylgdi gróðurhús þar sem þegar er
hafin rækt á blómum og matjurtum.
„Okkar stefna er að rækta sem allra
mest af því sem nýtt er heima við og
sækja það sem þarf um eins skamman
veg og unnt er,“ segir Guðný.
Matsalurinn er rúmgóður og í takt við nafn staðarins sérhæfa eigendur sig í
lambakjöti. Einkennisrétturinn er hefðbundið íslenskt lambalæri. Á liðnum
vetri var tvívegis efnt til kótelettukvölda og féllu þau vel í kramið.
Gamli bærinn
Gamli bærinn á Önguls-
stöðum er merkilegur í
byggingasögulegu tilliti, en
hann er einstakt vitni um
byggingarstíl 19. aldar þegar
fólk til sveita aflagði torfbæi
og byggði ný hús.
Jóhannes Geir og
Ragnheiður hafa undanfarin ár
unnið að því að byggja húsið
upp og viðhalda byggingarsögu
og menningararfi til framtíðar.
Norðurhlutinn er nú sem safn
og merki um þann búskap sem
var í húsinu, þar hafa verið
haldnar veislur og tekið á
móti litlum og stórum hópum í
heimsókn og mat eða fordrykki.
Innviðir hússins eru ótrúlega
heillegir og hafa staðist tímans
tönn. Í Gamla bænum var
að finna helsta samkomusal
sveitarinnar og var hann í
daglegu tali kallaður Leikhúsið.
Þar voru sett upp leikrit,
haldnar veislur og einnig fundir,
m.a. var einn af stofnfundum
KEA haldinn þar. „Í september
ætlum við að endurvekja
stemninguna í Leikhúsinu,
höfum fengið Elvar Loga og
Marsibil í Kómedíuleikhúsinu
á Ísafirði til að koma og sýna
hér tvo einleiki; Gretti og
Gísla sögu Súrssonar 18. og
19. september,“ segir Karl og
bætir við að hann vonist til að
hægt verði að bjóða upp á meira
af slíkum menningarviðburðum
í Leikhúsinu í framtíðinni.
Þeir bjóða hryssurnar velkomnar!
GUNNAR ARNARSON EHF
HROSSARÆKT - SALA - ÚTFLUTNINGUR
Gaumur
Aðaleinkunn: 8,69
Bygging: 8,13
Hæfileikar: 9,05 My
nd
: Þ
ór
un
n
Ey
vin
ds
dó
tti
r
Frá Auðsholtshjáleigu
IS2001187053
Hrafnar
Aðaleinkunn: 8,46
Bygging: 8,08
Hæfileikar: 8,72
Frá Auðsholtshjáleigu
IS2007187017
Sveinn-Hervar
Aðaleinkunn: 8,25
Bygging: 8,06
Hæfileikar: 8,38
Frá Þúfu
IS1994184553
Gári
Aðaleinkunn: 8,63
Bygging: 8,87
Hæfileikar: 8,47 My
nd
: G
ab
rie
le
Bo
ise
lle
Frá Auðsholtshjáleigu
IS1998187054
Kristall
Aðaleinkunn: 8,31
Bygging: 8,40
Hæfileikar: 8,24 My
nd
: K
ris
tb
jö
rg
E
yv
in
ds
dó
tti
r
Frá Auðsholtshjáleigu
IS2001187053
Toppur
Aðaleinkunn: 8,49
Bygging: 8,48
Hæfileikar: 8,50 My
nd
: K
ris
tb
jö
rg
E
yv
in
ds
dó
tti
r
Frá Auðsholtshjáleigu
IS2007187018
Gígjar
Aðaleinkunn: 8,46
Bygging: 7,98
Hæfileikar: 8,78
Frá Auðsholtshjáleigu
IS2000187051
Sproti
Aðaleinkunn: 8,31
Bygging: 8,50
Hæfileikar: 8,18 My
nd
: J
en
s E
in
ar
ss
on
Frá Enni
IS2008158455
Vals
Aðaleinkunn: 8,38
Bygging: 8,29
Hæfileikar: 8,44 My
nd
: K
ris
tb
jö
rg
E
yv
in
ds
dó
tti
r
Frá Auðsholtshjáleigu
IS2009187015
Stóðhestarnir okkar
eru farnir að taka
á móti hryssum!
Frábærir stóðhestar sem
margir hverjir hafa
sannað sig sem úrvals
ræktunargripir.
Nánari upplýsingar um
notkun þeirra má nálgast á
www.horseexport.is,
í síma 8920344 / 5573788
eða e-mail:
gunnara@simnet.is
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Dreift í 32 þúsund eintökum
á 395 dreifingarstaði