Bændablaðið - 13.05.2015, Side 51
51Bændablaðið | Miðvikudagur 13. maí 2015
Lesendabás
Greiðslumark sauðfjár,
verðþróun næstu ára
Lánastofnun sem sá er þetta ritar
tengist hefur að undanförnu fengið
fyrirspurnir um lánafyrirgreiðslu
til kaupa á greiðslumarki sauðfjár.
Er það tilefni þeirra vangaveltna
sem hér fara á eftir.
Sala á ríkisstuðningi virðist
í eðli sínu hvorki skynsamleg né
hagkvæm fyrir þá starfsemi sem
styðja á. Helstu rök fyrir því að
stuðningur við sauðfjárrækt var
gerður að söluvöru á sínum tíma
voru að fækka þyrfti þeim sem
atvinnugreinina stunduðu og
stækka þyrfti búin (hagræðing?).
Þessi rök virðast ekki hafa sama
gildi nú. Nýliðun í greininn er víða
lítil og vaxandi umræða er um að
sauðfjárræktin sé útvörður margra
byggða sem viðhalda þurfi ekki
síst með tilliti til ásýndar landsins
og þjónustu við ferðafólk. Þá er
vaxandi bústærð víða áhyggjuefni
út frá landnýtingarsjónarmiðum.
Eigi að síður hefur ríkisstuðningur
við sauðfjárrækt verið söluvara
nálægt tvo áratugi og verð hvers
ærgildis í krónum farið hækkandi,
en fram undir síðasta haust virst
taka nokkurt mið af beingreiðslum
út gildandi samningstíma.
Í ljósi þess að landbúnaðarráðherra
hefur boðað breytingar á ríkis-
stuðningi, lengri samningstíma
og meiri festu og framtíðarsýn
er eðlilegt að jafnt bændur og
lánastofnanir velti fyrir sér þróun
söluverðs greiðsumarksins.
Hér á eftir verður reynt að draga
upp tvær framtíðarmyndir sem
ganga út frá að virk ærgildi séu í dag
um 360.000 og árlegar beingreiðslur
nú um 6.800 kr á ærgildi.
Sé reiknað með 10 ára
samningstíma og að dregið sé úr
vægi greiðslumarks um 10 % á
samningstímanum (tillögur LS) má
ætla að kaupendur muni reiðubúnir
að greiða allt að 64.600 kr fyrir hvert
ærgildi, sem skiptist mill kaupverðs
og fjármagnskostnaðar, er þá gert
ráð fyrir að kaupin séu fjármögnuð
með jafngreiðsluláni til 10 ára með
6 % vöxtum, sjá nánari útreikn:
6.800 kr (beingr. ársins) x
10 (árafjöldi samningst.) x 0,95
(meðalrýrnun vægis á samningstíma)
= 64.600 kr á ærg. Af þeirri upphæð
fengi seljandi um 48.500 við sölu og
lánastofnun í vexti um 16.100 á 10
ára tímabili.
Spyrja má hvort verðið ætti ekki
að lækka vegna þeirra áhættu sem
kaupandi tekur varðandi framtíð
greiðslumarksins, á móti kemur að
fallist ráðherra á að vægi skuli lækka
um 1% á ári með aukinn stefnufestu
virðist líklegt greiðslumark verði
söluvara a.m.k. næstu 50 ár.
Erfitt er að spá hve ört
greiðslumark skiptir um eigendur
við ofangreindar aðstæður. Sé miðað
við 3% greiðslumarks verða seld á
ári hverju eða um 10.800 ærgildi má
ætla að út úr atvinnugreininni fara
árlega vegna greiðslumarkskaupa
um 700 mkr eða 7 miljarðar á 10
ára samningstíma. Fyrir þá fjármuni
mætti byggja vönduð fjáhús fyrir
120.000 fjár. Til samanburðar má
einnig nefna að nýliðunarstyrkir
sauðfjárræktar eru í ár um 60
mkr eða tæp 9 % af ætluðum
greiðslumarkskaupum hvers árs.
Hin framtíðarmyndin gengur
út frá að ákveðið verði að
greiðslumarkið sem tekjupóstur
og söluvara trappist niður á 10 ára
tímabili en sambærilegur stuðningur
færist á aðra þætti hjá þeim sem
stunda sauðfjárbúskap og sé ekki
seljanlegur. Á fyrsta ári samnings
gætu kaupendur verið reiðubúnir
til að greiða allt að 30.600 kr fyrir
hvert ærgildi sem skiptist milli
kaupverðs og fjármagnskostnaðar
(sjá nánari útreikn.), en verð lækkaði
síðan um nálægt 10 % á ári.
6800 kr x 10 (ár samnings) x 0,5
(meðalrýrnun vægis á samningstíma)
x 0,9 (óvissa) = 30.600 kr.
Þá gætu með sömu rökum og áður
farið um 330 mkr út úr greininni á
fyrsta ári, en að meðaltali árlega
nálægt 165 mkr eða alls um 1.650
mkr á 10 ára samningstíma.
Augljóslega verður togstreita
milli roskinna bænda sem vilja fá
ríkisstuðning til sauðfjárræktar eins
lengi og mögulegt er eftir að þeir eru
hættir búskap og nýliða sem þurfa
á stuðningnum að halda til að ná
viðunandi tekjum.
Af framangreindu má ljóst vera
að verðlagning greiðslumarks og
lánafyrirgreiðsla til kaupa verður í
mikilli óvissu þar til skrifað verður
undir nýjan búvörusamning.
Ari Teitsson
Mjólkurfræði er grunnur
að vinnslu á okkar góðu
mjólkurvörum. Um leið og við
viljum efla landbúnað á Íslandi
og auka framleiðslu, þá verðum
við líka að hafa fært fólk til að
vinna úr afurðunum.
Það er ekki alþingismanna
og ráðherra að ákvarða hvaða
nám fólk velur sér, en að halda
námsframboði og námsleiðum
góðum og greiðum er annað mál.
Nú hefur verið framboð á námi við
mjólkurfræði fyrir fólk hérlendis,
það hefur í flestum tilfellum
verið gert í gegnum Danmörku.
Eftirspurn er eftir náminu en það
hefur sett stein í götu hversu erfitt
er orðið og nær ómögulegt fyrir
Íslendinga að komast að. Fyrir um
þremur árum settu Danir lög um
skólagjöld útlendinga, það gerði
að verkum að skólagjöld fyrir
Íslendinga fóru upp úr öllu valdi.
Þetta hefði menntamálaráðherra og
Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins
átt að athuga og ganga frá
samningum þar um, en í staðinn
var sett á fót nefnd. Sú nefnd hefur
ekki enn skilað árangri og ekkert
frá henni að fá um stöðu mála.
Biðin skaðar
Nú hafa einstaklingar beðið
lengi eftir því hvort þeir komist í
námið og vandi innan stéttarinnar
er farinn að segja til sín. Þó við
sendum einhvern út á morgun tekur
það viðkomandi 3 ár að fá réttindi
og á meðan falla einstaklingar
út úr greininni sem komnir eru
á eftirlaunaaldur. Dæmi eru um
að nemendur hafi beðið í allt að
fjögur ár eftir að komast í námið
og enginn Íslendingur hefur farið
á samning síðastliðin þrjú ár.
Mjólkurfræðingafélag Íslands
sendi frá sér ályktun sem hefur
verið hundsuð innan iðnaðarins.
Þar lýstu þeir áhyggjum sínum
af gæðum og framleiðsluöryggi
með því að hafa of mikið af
ófaglærðu fólki í vinnu, þetta
er orðið erfitt fyrir starfsmenn
og mjólkurfræðingar hafa ekki
lengur yfirsýn vegna mikils álags á
vinnutíma og hafa þeir þrýst mjög
á að botn fáist í málið fyrir þá sem
stunda vilja nám í mjólkurfræði.
Því hefur nú verið mælt fyrir
þingsályktun um að fela mennta-
og menningarmálaráðherra að
ráðast í endurskoðun á tilhögun
náms í mjólkurfræði þannig að
tryggt verði að íslenskir nemendur
komist að í slíku námi. Því
mikilvægt er að verkþekking á
sviði mjólkurfræði verði áram til
fyrirmyndar hér á landi.
Höfundur:
Jóhanna María Sigmundsdóttir,
þingmaður Framsóknarflokksins
Steinn í götu
mjólkurfræðinnar
Ari Teitsson.
Enn af þokugeni
– Svar við athugasemd Sveins Hallgrímssonar í síðasta Bændablaði
Vakin hefur verið athygli á
ónákvæmu orðalagi í grein minni
úr jólablaðinu „Þegar Þokugenið
var fundið“. Sveinn Hallgrímsson
vekur athygli á því í athugasemd í
síðasta tölublaði. Þegar ég skrifaði
greinina var ég búinn að skrifa
nokkru lengri texta þar sem það
sem virðist hafa valdið misskilningi
var skýrt nákvæmlega en það varð
að full ónákvæmu orðalagi við
styttingu.
Á námsárum mínum erlendis
átti ég góðan hauk í horni þar sem
Sveinn var þar sem hann í jólaleyfum
útvegaði mér vinn hjá Búnaðarfélagi
Íslands, sem gerði mér mögulegt að
koma þá til landsins og verður það
seint fullþakkað. Þessi verk sem
þá voru unnin voru yfirleitt mjög
fjölþætt en veittu mér ómetanlega
innsýn í sauðfjárræktina.
Það sem hér um ræðir urðu mín
fyrstu kynni af ofurfrjósemisfénu
í Suðursveit. Þetta kom þannig
til að Sveinn kom einn daginn
með yfirlitsskýrsluna fyrir Sf.
Borgarhafnarhrepps (Suðursveit)
þar sem augljóst var að einhver
villa var í frjósemismeðaltölum og
bað mig að skoða hvort ég gæti séð
hvað á bjátaði. Ég hafði þá ekki
meiri tækni en þá að telja ærnar í
einstökum burðarhópum á búinu
þar sem villunnar var augljóslega
að leita (Smyrlabjörgum). Fann ég
þá fljótt að eitt geymslusvæði fyrir
fjölda hjá marglembdu ánum hafði
sprungið.
Til að les-
endur áreiðan-
lega skilji
um hvað var
að ræða þarf
smáskýringu.
Reiknirými
í tölvunum
var mjög
t a k m a r k a ð
á þessum
árum. Í RPG
forritum voru
allar stærðir
skilgreindar
með fjölda tölustafa og ætíð
kappsmál að hafa hann ekki meiri
en þörf gerðist til að eyða ekki
óþarfa minnisrými. Færi tölustærð
yfir skilgreiningarmörk sprakk
svæðið sem kallað var. Því miður
veitti forritið enga viðvörun, skilaði
aðeins röngum niðurstöður öfugt við
forrit í flestum eldri málanna sem
stöðvuðu vinnslu. Hygg ég að þetta
hafi verið fyrsta dæmi þessa.
Öll forrit bæði í sauðfjár- og
nautgriparækt og ýmsum öðrum
greinum hjá Búnaðarfélaginu
voru skrifuð í þessu máli og notuð
framyfir síðustu aldamót. Þegar á
leið gerðust slíkar villur tíðari vegna
þess að einstakar stærðir höfðu
stækkað meira en nokkur möguleiki
var að sjá fyrir í upphafi. Stærð sú
fyrir marglembur sem þarna hafði
verið skilgreind var því eins stafs
tala og fráleitt að við eðlilega hegðan
tölulegra stærða að hún yrði stærri.
Þarna í frjósemisfénu sprakk hins
vegar svæðið vegna þess að fjöldi
fór í 10 eða meira og útkomur urðu
rangar. Þetta var að sjálfsögðu
fljótleiðrétt með að gera ráð fyrir
að þarna gætu orðið tveggja stafa
stærðir.
Á þessum árum vorum við Sveinn
báðir það bláeygðir að gera okkur ekki
grein fyrir hvað þarna var á ferðinni.
Eins og bent er á í áðurnefndri grein
var það líka álíka fjarstæðukennt
að gera ráð fyrir erfðum eins og
frjósemiserfðavísinum eins og að
halda því fram að máninn væri
hinum megin við sólina.
Sveinn skrifar nokkurn stíl
um einkunnaútreikningsforrit í
sauðfjárrækt í athugasemd sinni sem
mér og öðrum sem skoðað hafa með
mér er fyllilega ómögulegt að tengja
við áðurnefnda pistil minn. Hann
virðist að vísu vilja vara menn við
lítilli færni minni í forritun á þessum
árum. Það er hárrétt hjá honum,
þá kunni ég aðeins FORTRAN
forritun. Hins vegar voru mörg
gömlu forritunarmálanna þannig
að þegar þú gast lesið innlestur og
útlestur í einu málinu varstu nánast
stautfær á þau atriði í mörgum öðrum
málum. Það var síðan ekki fyrr en
nokkrum árum síðar sem ég lærði
RPG forritun þó að það ætti síðar
fyrir mér að liggja að skrifa meira
af slíkum forritum en nokkur annar
innan landbúnaðarins hér á landi.
Jón Viðar Jónmundsson
Jóhanna María Sigmundsdóttir.
Jón Viðar
Jónmundsson.