Bændablaðið - 13.05.2015, Page 43

Bændablaðið - 13.05.2015, Page 43
43Bændablaðið | Miðvikudagur 13. maí 2015 en dönsk rannsókn sýnir að þar eykst uppskera fræs um allt að 85% séu býflugur hafðar í nánd við akurinn. Býflugum þarf að sinna Þeim sem ekki þekkja til þessarar búgreinar kann að finnast sérstakt að það þurfi að sinna býflugunum sjálfum, fyrir utan að ná í hunangið en það er tilfellið og því betur sem hlúð er að búskapnum, því meiri líkur eru að á árangurinn verði góður. Þannig þarf t.d. hver býflugnabóndi að vera vakandi yfir því að alltaf sé til nóg af nektar í nærumhverfi býflugnanna og ef ekki er nóg af blómstrandi plöntum þá þarf að „fóðra“ býflugurnar með sykurvatni. Enn fremur þurfa íbúar búanna töluvert af vatni og því þarf að brynna býflugum og er það nokkuð magnað að sjá býflugur raða sér á vatnsdalla við bú sín að kveldi og drekka. Enn fremur þarf bóndinn alltaf að vera vakandi yfir því að ekki sé verið að eitra í nágrenni búsins og að býflugurnar séu heilbrigðar og í góðu ástandi. Kynbótastarf Það skiptir auðvitað miklu máli að býflugurnar séu iðnar við að safna nektar í bú sitt, séu ratvissar og heimsæknar sem og að þær séu til friðs og ekki að stinga fólk eða búfénað. Það er því stunduð umfangsmikil kynbótastarfsemi með býflugur og snúa ræktunarmarkmiðin að hefðbundnum gildum líkt og bæði í nautgripa- og sauðfjárrækt, þ.e. að bæta frjósemi, framleiðslueiginleika, heilbrigði og sér í lagi gott atferli. Skemmtilega líkt því sem margir þekkja til innan hinna hefðbundnu búgreina. Í Danmörku, þar sem greinar höfundur starfar, eru 23 kynbótastöðvar fyrir býflugur. Þær eru staðsettar á litlum eyjum til þess að minnka líkurnar á því að býflugurnar blandist öðrum og að unnt sé að stjórna því með hvaða einstaklingum pörunin fer fram. Býflugnabændur geta svo keypt frjóvgaðar drottningar frá þessum búum og endurnýjað þannig erfðaefnið reglulega og hlúð þannig að hunangsframleiðslu sinni. Hrun í býflugnastofnum Undanfarin ár hafa orðið mikil áföll í mörgum löndum vegna hruns í býflugnastofnum landanna. Þetta hefur lýst sér þannig að býflugurnar hafa hreinlega ekki lifað af veturinn og vilja margir kenna um nútíma búskaparháttum s.s. notkun á eitri en aðrir benda á snýkjudýr sem herja á býflugur eða vírusa sem hafa valdið þessu. Hvað sem veldur er ljóst að mörg lönd hafa lent í áfalli og t.d. varð mikill samdráttur í Frakklandi á síðasta ári þegar ársframleiðsla hunangs nam um 10.000 tonnum, sem er helmingi minna en árið 2011. Mörg önnur lönd hafa gengið í gegnum álíka hörmungar sem hefur gert það að verkum að töluverðu púðri er nú varið í rannsóknir á býflugum til þess að finna lausn á þessum vanda. Byflugur.is Það er til gríðarlega mikið og fjölbreytt fræðsluefni um býflugnarækt og hunangsframleiðslu en líklega er einna besta íslenska samantektin um þetta efni á heimasíðu Félags býræktenda hér á landi. Heimasíða félagsins heitir einfaldlega www.byflugur.is og þar má finna yfirgripsmikla samantekt um býflugnarækt og framleiðslu á hunangi sem óhætt er að mæla með lestri á, hafi efni þessarar greinar vakið áhuga á þessari fornu búgrein. Snorri Sigurðsson sns@seges.dk Ráðgjafi hjá SEGES P/S í Danmörku K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð NT 35/1 Tact Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir NT 45/1 Tact Te Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir NT 55/1 Tact Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir NT 25/1 Ap Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Sjálfvirk hreinsun á síu Tengill Gróðurhús Erum með mikið úrval af gróðurhúsum frá Finclair. Bæði gler- og plasthús. Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Ve rð b irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. Verð frá kr. 69.132 m. vsk Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Árið 2013 nam heimsframleiðsla á náttúrulegu hunangi, samkvæmt Alþjóðlegu matvælastofnuninni FAO, 1,7 milljónum tonna.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.