Bændablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 49
49 Bændablaðið | Miðvikudagur 13. maí 2015 Heklað utan um steina PRJÓNAHORNIÐ garn@garn.is Að hekla utan um steina er skemmtileg leið til þess að lífga upp á umhverfið. Heklaðir steinar sóma sér vel sem skraut innan heimilisins, á útidýratröppunum, í garðinum og bústaðnum. Garn: Heklgarn frá Garn.is. Heklunál nr. 1,5-2. Skammstafanir: L = lykkja, LL = loftlykkja, LL-bil = loftlykkjubil, KL = keðjulykkja, FP = fastapinni, ST = stuðull, TVÖFST = tvöfaldur stuðull, ÞREFST = þrefaldur stuðull, sl. = sleppa. Uppskrift: Fitjið upp 6 LL eða gerið töfralykkju. 1. umf: Heklið 7 LL (telst sem 1 TVÖFST og 3 LL), *1 TVÖFST inn í hringinn, 3 LL*, endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í 4. LL af þeim 7 sem heklaðar voru í byrjun. 2. umf: Færið ykkur yfir í næsta LL-bil með KL, heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 3 ST í sama LL-bil, 2 LL, *4 ST í næsta LL-bil, 2 LL*, endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í 3. LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun. 3. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 1 ST í næstu 2 L, 2 ST í næstu L, 3 LL, sl. 2 LL, *1 ST í næstu 3 L, 2 ST í næstu L, 3 LL, sl. 2 LL* endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í 3. LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun. 4. umf: Heklið 1 FP í fyrstu L, 4 LL, 1 ÞREFST í næstu L, 1 TVÖFST í næstu L, 1 ST í næstu L, 1 FP í næstu L, *5 LL, sl. 3 LL, 1 FP í næstu L, 4 LL, 1 ÞREFST í næstu L, 1 TVÖFST í næstu L, 1 ST í næstu L, 1 FP í næstu L* endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með því að hekla 2 LL og 1 ST í FP sem heklaður var í byrjun. (Umferðinni er lokað með þessum hætti svo næsta umferð byrji í miðju LL-bili). 5. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í LL-bilið þar sem umf byrjar, 8 LL, 1 FP í topp ÞREFST, 8 LL, *1 FP í næsta LL-bil, 8 LL, 1 FP í topp ÞREFST, 8 LL*, endurtakið frá * að * 4 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í FP sem heklaður var í byrjun. 5. umf: Heklið 4 KL upp eftir LL til þess að komast að miðju LL-bilsins, 1 LL, 1 FP í LL-bilið, *10 LL, 1 FP í næsta LL-bil*, endurtakið frá * að * 10 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í FP sem heklaður var í byrjun. 6. umf: Heklið 5 KL upp eftir LL til þess að komast að miðju LL-bilsins, 1 LL, 1 FP í LL-bilið, *12 LL, 1 FP í næsta LL-bil*, endurtakið frá * að * 10 sinnum til viðbótar, lokið umf með KL í FP sem heklaður var í byrjun. Sjötta umferð er endurtekin þar til stykkið nær utan um steininn þar sem hann er breiðastur. Þar sem enginn steinn er eins verður hver heklari að áætla sjálfur hvert framhaldið er héðan af. Til þess að festa stykkið utan um steininn eru nú heklaðar umferðir þar sem LL er fækkað, t.d. 12 LL verða að 6 LL, þetta er gert þar til víst er að stykkið renni ekki af steininum. Slítið frá, gangið frá endum og njótið vel. Fleiri myndir og upplýsingar er að finna á www. garn.is. Hekl-kveðjur, Elín Guðrúnardóttir. Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 3 1 9 4 1 4 8 9 3 2 3 5 8 5 7 2 6 9 6 2 7 3 8 6 4 2 8 Þyngst 8 7 4 9 9 6 3 4 2 4 9 1 1 5 8 7 2 9 3 6 4 5 1 2 4 7 6 5 9 9 4 1 3 6 8 9 2 4 5 3 8 1 8 5 7 4 2 1 5 1 2 8 3 5 4 2 6 8 4 7 8 9 8 6 3 6 7 5 9 7 5 1 2 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Ætlar að verða töframaður með töfrasprota Kári Kiljan Pálsson verður fimm ára í lok nóvember en í sumar ætlar hann að flytja til Noregs með fjölskyldunni sinni og byrja í nýjum leikskóla þar. Hann hlakkar til að fara í stóru flugvélina og kynnast nýjum krökkum í Noregi. Nafn: Kári Kiljan Pálsson. Aldur: 4 ára (að verða 5). Stjörnumerki: Bogmaður. Búseta: Reykjavík (bráðum Noregur). Skóli: Leikskólinn Funaborg í Grafarvogi. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Að leika við vini mína og vera úti að tína fullt af steinum. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Sebrahestur. Uppáhaldsmatur: Kjúklingasúpa. Uppáhaldshljómsveit: Uppáhalds lagið er Í leikskóla er gaman en Júróvisjón er líka skemmtilegt. Uppáhaldskvikmynd: Þessi sem ég fór á í bíó um daginn með Svampi Sveinssyni og hann fór upp úr sjónum. Fyrsta minning þín? Þegar ég fékk rosa flottan ruslabíl og vinnumannadót á tveggja ára afmælinu mínu. Ég notaði vinnudótið bæði heima og í leikskólanum og lagaði marga hluti sem voru með skrúfum í. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Nei. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Lögga og töframaður með töfrasprota. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Það er sennilega þegar ég var tveggja ára og var að laga heimilið mitt með dótahamrinum og reyndi í leiðinni að laga sjónvarpið, bankaði nokkuð fast í það svo það dó samstundis. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að moka sandi. Ætlar þú að gera eitthvað skemmtilegt í sumar? Já, ég ætla að fara í flugvél og flytja til Noregs og gerast bóndi með mömmu og pabba og systrum mínum og tína epli. Ég fer í nýjan leikskóla þar og hitti nýja krakka sem tala norsku. Glæsilegur og rómantískur veitingastaður í sögufrægu húsi í hjarta borgarinnar við Ingólfstorg j Borðapantanir í síma 511 5090 www.einarben.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.