Bændablaðið - 13.05.2015, Side 42
42 Bændablaðið | Miðvikudagur 13. maí 2015
Hunangsframleiðsla og búskapur
með býflugur hér á landi á sér
ekki langa hefð og er í raun
enn að stíga sín fyrstu spor en
hérlendis eru um 80 býræktendur
og vafalítið fjölgar jafnt og þétt í
hópi þeirra á hverju ári.
Í mörgum löndum er hunangs-
framleiðsla með býflugum hins
vegar forn búgrein og umsvifamikil
og í raun má tala um býflugnabúskap
sem stórbúgrein enda nær saga
hunangsnýtingar yfir átta þúsund
ár, að því að talið er.
Heimsframleiðslan
1,7 milljónir tonna
Árið 2013 nam heimsframleiðsla
á náttúrulegu hunangi, samkvæmt
Alþjóðlegu matvælastofnuninni
FAO, 1,7 milljónum tonna.
Heimsframleiðslan skiptist þannig
niður á milli heimsálfa að Asía bar
af með 45,7% en þar á eftir kom
Evrópa með 22,4% og Ameríka
með 20%.
Sé horft til einstakra landa
er Kína með yfirburðastöðu
með tæplega 200 þúsund tonna
framleiðslu á ári en skammt undan
eru lönd Evrópusambandsins með
um 180 þúsund tonna framleiðslu.
Þar utan eru svo einstök lönd með
mikla framleiðslu eins og Tyrkland,
Úkraína, Argentína og Bandaríkin
en hunangsframleiðsla þessara landa
er á bilinu 60–80 þúsund tonn á ári.
Hunang ekki bara hunang
Það eru til ótal gerðir af hunangi
og er oft munur á milli landa
hvernig hunangið er. Þetta skýrist af
efnasamsetningu þess en í hunangi
hafa fundist um 180 mismunandi
efni og er hlutfall efnanna ólíkt eftir
þeim nektar sem býflugurnar ná í
og hafa að vinna úr. Þannig verður
t.d. hunang frá nektar repjunnar oft
frekar þykkt þar sem það kristallast
auðveldlega á meðan hunang frá
nektar margra villiblóma er oft
meira fljótandi. Þá breytist einnig
samsetning hunangsins eftir því
hvaða hluta ársins er um að ræða svo
hver hunangsbóndi getur framleitt
margar gerðir af hunangi þó bú hans
standi á sama stað allt sumarið.
Hundruð milljarða
Hunang gengur eðlilega kaupum og
sölum og stærstu framleiðslulöndin
eru jafnframt stórir útflytjendur.
Um gríðarleg viðskipti er að
ræða en þau nema hundruðum
milljarða. Stærstu útflytjendurnir
eru kínverskir bændur með um
12% markaðshlutdeild en þar á
eftir koma kollegar þeirra í Þýska-
landi með um 9%. Það sem þó er
merkilegt með heimsviðskiptin er
að vörurnar fara fram og til baka
og stærsti einstaki innflytjandinn
á hunangi er einmitt Þýskaland,
en um fjórðungur alls hunangs í
heimsviðskiptum fer þangað.
Allar býflugur með skilgreint
hlutverk
Býflugnabúskapur er flóknari en
margur heldur en bæði þarf nokkuð
sérhæfðan búnað til meðhöndlunar
og vinnu við hunangið sjálft og svo
að sjálfsögðu þarf býflugnabúið
sjálft.
Oftast eru notaðir sérstakir kassar
fyrir hvert bú en í hverjum þeirra er
ein drottning sem er eina verpandi
flugan í búinu. Henni sinna svo allt
að eitt þúsund karldýr sem kallast
á íslensku druntar. Þá tilheyra búi
drottningarinnar u.þ.b. 25 þúsund
sk. eldri þernur, en þeirra hlutverk er
aðallega að sinna söfnun á nektar. Í
búinu starfa svo álíka margar ungar
þernur, sem eru aðallega vinnuflugur
og sjá um að sinna uppeldisstörfum
í búinu, þ.e. að passa upp á eggin
sem eru um sex þúsund, sjá um að
fóðra ungar lirfur sem geta verið í
kringum níu þúsund og svo að passa
eldri lirfurnar sem eru í kringum
20 þúsund og eru í lokuðum
vaxtarhólfum í býflugnabúunum.
Hafa góð áhrif á fræmyndun
Erlendis má víða sjá að búið er að
koma fyrir mörgum býflugnabúum
í útjöðrum akra, sér í lagi
repjuakra og annarra sem byggja
á blómframleiðslu. Oft er um að
ræða samstarf bænda þar sem
býflugnabóndinn kemur með bú
sín og setur þau niður við útjaðar
akurs þar sem eru mörg blóm.
Býflugurnar fara þá að „vinna“
við viðkomandi akur og hjálpa
eðlilega til við frjóvgun plantnanna.
Sænskar rannsóknir hafa sýnt að þar
sem býflugur eru hafðar í nánd við
repjuakra eykst uppskera repjufræja
um allt að 20% vegna stórbættrar
frjóvgunar, sér í lagi á svæðum
þar sem ekki er mjög vindasamt.
Þá skipta býflugur höfuðmáli fyrir
bændur sem framleiða hvítsmárafræ
Býflugnarækt er
stórbúskapur
Utan úr heimi
Húsgagnaframleiðsla:
Ræktar stóla
Flestum þykir hlýlegt að hafa
húsgögn sem smíðuð eru úr
timbri á heimili sínu. Nú hefur
hugvitssamur landeigandi á
Bretlandseyjum tekið upp á því
að rækta stóla og önnur húsgögn
í bókstaflegri merkingu.
Á akri sem er um hektari á stærð
í Derby-skíri á Bretlandseyjum
er búið að koma upp mótum sem
trjáplöntur eru látnar vaxa í. Mótin
vekja óneitanlega athygli þar sem
þau eru úr plasti og blá og svört að
lit. Við mótin er búið að gróðursetja,
víði, eik, ask og hlyn og greinar
trjánna sveigðar að mótunum og
festar við þær. Tilgangurinn er að
beina greinunum í ákveðinn farveg
og móta vöxt trjánna.
Áhuga fólk um trjárækt veit og
þekkir af reynslu að tiltölulega erfitt
er að stjórna vexti flestra trjáplantna.
Í Derby-skíri er hugmyndin tekin
skrefinu lengra og trén mótuð og
látin vaxa eins og stólar, lampar og
myndarammar svo dæmi séu tekin.
Fyrirtækið sem ræktar húsgögnin
heitir Full Grown, eða Fullvaxinn, og
var stofnað fyrir tíu árum. Eigandi
fyrirtækisins segir að margir hafi
hrist höfuðið og talið hugmyndina
galna þegar hann setti hana fyrst
fram en frá framleiðslusjónarmiði
sé hún tær snilld. „Til hvers að rækta
tré og höggva þau niður til búa til
timbur og smíða úr þeim húsgögn
þegar hægt er að rækta húsgögnin
með mun minni fyrirhöfn?“
Ræktun á eldhússtól tekur um það
bil fjögur ár og er verð á þeim um
2.500 ensk pund eða rúmar 500.000
krónur á núverandi gengi. /VH
Pólskir bændur halda áfram að
mótmæla því sem þeir telja ofríki
regluverks Evrópusambandsins,
erlendra auðhringa og pólskra
stjórnvalda. Þeir hafa haldið uppi
mótmælabúðum sem þeir kalla
Grænuborg eða Green City gegnt
forsætisráðuneytinu í Varsjá síðan
í byrjun febrúar.
Eins og greint var frá í
Bændablaðinu 12. mars sl.
þrömmuðu um 6.000 bændur
af fjölskyldubúum vítt og breitt
um Pólland inn í Varsjá í byrjun
febrúar og lögðu undir sig svæði
fyrir utan forsætisráðuneytið. Bent
hefur verið á að yfirvöld í Póllandi
hafi verið mjög áfram um að veita
erlendum fyrirtækjum í landbúnaði
brautargengi í landinu. Pólskir
bændur telja að starfsemi erlendra
landbúnaðarrisa muni gera út af við
smábændur og hefðbundinn pólskan
fjölskyldubúskap.
Nú þegar eru erlendu fyrirtækin
búin að koma sér vel fyrir í Póllandi.
Smithfield farms og USA, sem er
stærsti svínaframleiðandi í heimi,
keypti Animex SA í Póllandi árið
1999. Nú rekur Smithfield yfir 16
stór svínabú þar sem aðstæður hafa
verið sagðar skelfilegar.
Með vaxandi mengunarkröfum
í Bandaríkjunum, m.a. gegn
gríðarlegum úrgangi frá
verksmiðjubúum með þúsundum
svína í þröngum stíum, hefur
Smithfield hafið sókn til landa sem
ekki gera eins miklar kröfur. Mexíkó
er eitt þeirra.
Það er rétt eins og fyrirtækið
Aviagen, sem er einn stærsti
k júk l ingaf ramle iðandi í
heimi og er gjarnan kennt við
verksmiðjubúrekstur, en það hefur
nú hafið sókn í Póllandi. Bent er
á að þýska móðurfyrirtæki þess,
PHW Group í Neðra Saxlandi
og dótturfyrirtæki þess Lohman/
Aviagen Cuxhaven voru sektuð
fyrir umfangsmikil brot á þýskum
dýravelferðarlögum. /HKr.
Enn mótmæla pólskir bændur
reglugerðarofríki ESB