Bændablaðið - 13.05.2015, Side 21

Bændablaðið - 13.05.2015, Side 21
21Bændablaðið | Miðvikudagur 13. maí 2015 Fyrrv. vísindamaður NASA spáir vatnsþurrð í Kaliforníu 2016 – Janúar sá þurrasti frá upphafi mælinga og snjósöfnun í fjöllum aldrei minni Veðurfar það sem af er þessu ári gefur ekki vísbendingar um góða tíð í Kaliforníu hvað úrkomu varðar. Bandaríska geimferðastofnunin NASA vinnur nú að þurrkaspá fyrir svæðið fyrir næsta ár sem lítur vægast sagt hræðilega út. Greint er frá því á netmiðlinum Inquisitr að sumir sérfræðingar kenni ofurþurrkum um hlýnun loftslags á jörðinni. NASA áætlar að það þurfi 11 billjónir gallona eða um það bil 50 billjónir lítra (50 milljarða tonna) af vatni til að snúa þurrkadæminu við í Kaliforníu. Vitnað er í Jay Famiglietti, fyrrverandi vatnsvísindamann hjá þotuhreyflarannsóknastöð NASA, sem segir að janúar 2015 hafi verið þurrasti janúarmánuður síðan mælingar hófust 1895. Einnig að grunnvatnsstað og snjósöfnun í fjöllum hafi aldrei verið eins lítil. Kalifornía vatnslaus 2016 Í byrjun mars gaf bandaríska landbúnaðarráðuneytið það út að einn þriðji rannsóknarstöðva sem vakta snjósöfnun í fjöllum Kaliforníu hafi sýnt minnstu snjósöfnun sem þar hafi nokkru sinni mælst. Á þessum upplýsingum byggir Jay Famiglietti spá sem segir að Kalifornía verði algjörlega vatnslaus árið 2016. „Sem stendur á ríkið aðeins um það bil ársbirgðir af vatni eftir í sínum lónum og okkar bráðnauðsynlega grunnvatn er að hverfa mjög hratt, skrifar Famiglietti í Los Angeles Times. Til að mæta þessari stöðu hefur verið gefin út skipun um að spara vatn í ríkinu samkvæmt lögum sem sett voru í fyrra (the Sustainable Groundwater Management Act of 2014). Þrátt fyrir þessi lög er ljóst að réttur landeigenda til uppdælingar á vatni er mjög sterkur og þegar hafa risið dómsmál út af slíkum málum. Þegar orðið slæmt en á bara eftir að versna Í Inquisitr var hann spurður nánar um þennan frest sem Kaliforníubúar hafi og hann dró þar ekkert úr spá sinni. „Margir halda að þurrkarnir í Kaliforníu hafi þegar verið nógu slæmir, en ofurþurrkar eiga eftir að verða enn verri og geta staðið í aldir.“ Eins og Inquisitr hefur greint frá þá höfðu vísindamenn NASA, við Cornell-háskóla og Kólumbíu- háskóla áður gefið það út að ofurþurrkar (Megadrought) geti hafist einhvern tíma á árabilinu 2050 til 2099. Þar virðast þeir hafa verið afar varfærnir í yfirlýsingum í ljósi stöðunnar í dag og spá Famiglietti. Hann segir að slæmu fréttirnar séu að veruleikinn verði verri en framtíðarspárnar geri ráð fyrir í samanburði við fyrri ofurþurrkatímabil. Leggur hann þó áherslu á að vísindamenn séu alls ekki að nota hugtakið ofurþurrkar af léttúð. „Reiknað er með að ofurþurrkar í Kaliforníu geti einnig náð yfir stærstan hluta Suðvesturríkja Bandaríkjanna. Loftslag verður einstaklega þurrt samfara hærra hitastigi við jörðu.“ /HKr. COMPRIMA CF155XC Eina lauskjarna s amstæðan á mar kaðnum með breytilega b aggastærð Breytileg baggastærð, hægt er stilla baggastærðina í 5 cm þrepum frá 1,25 m upp í 1,50 m Comprima rúlluvélarnar eru búnar öflugum söxunarbúnaði og þjappa vel sem skilar enn meiru í rúllurnar og meiri fóðurgæðum Við kjöraðstæður getur rúllunum fækkað um allt að 30% og þar með eykst sparnaður í flutningum, plasti, neti og vinnu. Hverrar krónu virði KRONE COMPRIMA CF155 X-Cut er hlaðin búnaði 17 hnífa skurðarbúnaður Glussastýrður stíflulosunarbúnaður EasyFlow sópvinda (215 cm) án brauta 60% færri slitfletir Netbinding Lokuð geymsla fyrir 10 plastrúllur Sjálfvirk smurning á keðjum, miðlægir smurstútar á legum Flotmikil dekk í yfirstærð: 500/55-20 12PR Skýr og góð stjórntölva með snertiskjá í lit Sjálfstætt vökvakerfi sem tryggir mun minna álag á dráttarvélina og vökvakerfi hennar Breytilega baggastærð, bindur og pakkar rúllum í stærð- unum frá 1,25m upp í 1,50 m Stærri rúllur spara plast og minnka vinnu við rúlluhirðingu og gjafir. Allt þetta á aðeins kr. 9.500.000 án vsk. Kaupauki að andvirði 170.000 kr. án vsk.: Video kerfi - myndavél og skjár sem myndar pökkunina. Eigum örfáar vélar eftir óráðstafað. ÞÓR HF Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Blaðið kemur næst út 28. maí

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.